Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 58

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 58
Gamall skírnarsálmur Ljóð Sigurðar Draumlands er hér birtist, verður ekki talið til sálma. Það er órætt og nærri því tvírætt eins og véfrétt. Ef til vill ber að iita á það sem einhvers konar smádóm? Þannig eiga nútimaljóð helzt að vera, að sagt ei. Kirkjuritið er að sönnu ekki bókmenntarit, heldur er því fyrst og fremst ætlað að halda fram kristnum boðskap og kristnum sjónarmiðum. Ljóð Sigurðar er þó svo prýðilega gert, að verðugt þótti að fá þvi hér rúm, enda má, þegar vel er hlustað, heyra í því gamalt hákristið stef. Enginn tæli yður með marklausum orðum, því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir syni óhlýðninnar. Verið þess vegna ekki lagsmenn þeirra. Því að þótt þér eitt sinn væruð í myrkri, þá eruð þér nú í Ijósi, síðan er þér genguð Drottni á hönd. Hegðið yður eins og börn Ijóssins í því að ávöxtur Ijóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur, — og rannsakið, hvað Drottni er þóknanlegt. Og eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýzt af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. Því að það, sem þeir fremja í leynum, er jafnvel svívirðilegt um að tala, en allt það, sem flett hefur verið ofan af, kemur fram í birtuna við Ijósið. Því að allt, sem komið er fram í birtuna við Ijósið. Því að allt, sem komið er fram í birtuna, er Ijós. Því segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. Hafið því nákvæmlega gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir; notið hverja stundina, því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið sS skilja, hver sé vilji Drottins, og í stað þess að drekka yður drukkna í víni, sem aðeins leiðir tilspillingar, skuluð þér fyllast andanum." Ef. 5, 6.—18. Hér vitnar Páll i gamlan skirnarsálm, einn hinna elztu, og talar ekki tæpitungu fremur venju. Skírn kristins manns er ekki upprisa til einhverrar þokutilveru í órafjarska. Hún er upp- risa frá myrkri syndar og dauða til nýs llfs, er hefst þegar á þessari jörð. Róm. 6, 4.—14.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.