Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 61

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 61
mælistiku á það, hvernig prestar ættu að predika, heldur gæti það gefið vís- bendingu um, hvort það, sem prest- arnir vilja boða, komist til skila. Mér er nær að halda, að niðurstöður slíkrar rannsóknar yrðu harla neikvæðar ekki síður en í Svíþjóð." Undir lok ritgerðarinnar segir og svo: ,,Það þarf engar kannanir til þess að komast að því, að margar predik- anir vægast sagt fara fyrir ofan garð °9 neðan hjá áheyrendum. Og það er í raun og veru hægt að tala um ein- angrun predikunarinnar í dag.“ Lokaorð prófessorsins eru: ,,Ein- angrun kirkjunnar í dag stafar af skorti á ritskýringu.“ Mein íslenzkrar kristni Ritgerð þessi mun að mestu eða öllu samhljóða erindi, er Jón Sveinbjörns- son flutti á guðfræðiráðstefnu í Skál- bolti í sumar. Vakti erindið að vonum 'alsverðar umræður, enda er það um ^argt hið athyglisverðasta. Merkust er þó án efa niðurstaðan, lokaorðin. þar hefur prófessorinn hitt naglann rækilega á höfuðið og gert það lýð- um Ijóst með einföldum orðum. Því ^un áreiðanlega margur fagna, bæði le'kur og lærður, að háskólakennari, Sem fæst við ritskýringu, þ. e. a. s. skýringar á biþlíutextum, skuli hafa Þennan skilning á kristinni predikun °9 lífi kirkjunnar. Sliku er ekki alls staðar að fagna. En þeim mun meira fa9naðarefni er þetta, sem meira er í húfi. Jón Sveinbjörnsson hefur með ööndum þau trúnaðarstörf, sem einna ^est eru verð fyrir íslenzka kristni. ar|n er ekki einungis kennari verð- anbi presta í biblíufræðum, heldur hefur hann á síðari árum fengizt manna mest við þýðingar biblíurita á vegum Hins íslenzka Biblíufélags. Mörgum mun nú raunar þykja harð- ur kostur að kyngja því, að íslenzk kirkja sé í einangrun. Þar er stór- mál, sem varla verður útrætt í einni ritgerð eða fáeinum málsgreinum. Hvað sem því líður, þá mun fáum bet- ur Ijóst en prestum, hygg ég, að akur kristninnar á íslandi stendur ekki með neinum blóma nú á dögum og margt sáðkornið fellur í grýtta jörð ellegar meðal þyrna og þistla. Ég er einnig sannfærður um, að mikill hluti presta játar fúslega, að ýmsu er ábótavant um þjónustu þeirra og dugnað. Og jafn sannfærður er ég um, að margir prest- ar, meira að segja mjög margir hér á landi, munu verða Jóni próíessor sam- mála um orsakir þess, sem að er. Mein íslenzkrar kristni stafar áreiðan- lega af því, að trúmennskan við Ritn- inguna er ekki og hefur ekki verið sem skyldi. Skynsemistrúin gamla og hin svo- nefnda frjálslynda guðfræði, er hér bulai á sálarhúsum manna í lok síð- ustu aldar og framan af þessari, felldu Ritninguna svo mjög í gildi meðal leikra sem lærðra, að biblíulestur og biblíufesta urðu að hálfgerðum skammaryrðum. Vísa, sem Matthías stúdent lætur Skugga-Svein kveða um Biblíuna, ber býsna sterk einkenni aldarandans: „Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu. Lærði ég hana alla í einu, þótt aldrei kæmi að gagni neinu.“ Það var slíkur móður, sem gerði marg- 219

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.