Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 122

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 122
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA að draga úr hugsanlegu brottfalli fjarnemenda; greinilegt er að nemendur, sem tekn- ir eru inn í KHI, uppfylla menntunarkröfur skólans. Eins og fram kemur voru viðmælendur mínir konur sem voru búsettir víða um land og höfðu líkan menntunarbakgrunn. I sjálfu sér kom ekki á óvart að viðmælend- ur mínir voru konur, m.a. vegna þess að mikill meiri hluti nemenda við KHl eru kon- ur en viðmælendurnir voru ekki dæmigerður hópur fjarnemenda sem stundar nú nám við skólann eins og ætla mætti því undanfarin ár hefur nemendum, sem eru bú- settir á höfuðborgarsvæðinu, fjölgað hvað mest í fjarnámi við skólann (Auður Krist- insdóttir o.fl., 2001:4-5). Viðmælendur, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, sögðust velja fjarnám sem leið til menntunar svo að þeir gætu unnið úti með náminu og stundað nám heima þegar tími væri til þess. Þeir sögðust ekki hafa efni á að hætta að vinna til að stunda nám. Þeir kváðust líklega ekki mundu vera í námi ef fjarnám væri ekki í boði. Fram- boð á háskólanámi úti á landi er mjög takmarkað og þess vegna er háskólanám í fjar- námi kærkomið. Búseta fjarnemenda við KHI getur haft áhrif á nám þeirra þar sem þeir þurfa að sækja staðbundnar lotur í skólanum sem vara frá nokkrum dögum upp í tvær vikur, tvisvar eða oftar á önn. Margir fjamemendur eiga erfitt með að sækja staðbundnu lot- urnar vegna félagslegra aðstæðna, t.d. starfs, fjárhags eða fjölskyldu. Námsstíll fjarnemenda Það sem einkenndi námsstíl fjarnemenda var áhugi og gott skipulag. Nemendurnir höfðu allir áhuga á kennslu- og uppeldismálum. Þeir höfðu flestir nokkra reynslu af þeim málaflokki og vildu auka fagþekkingu sína á því sviði. David Kember (1989) segir að innri hvöt, þ.e. áhugi á námsefninu, haldi nemendum betur við námið en ytri hvöt sem er t.d. prófgráðan sjálf. Nemendur nota þá þekkingu, sem þeir afla sér, jafn- óðum í starfi og við uppeldi barna sinna. Sú hugmynd er í samræmi við grunnhug- myndir hugsmíðahyggjunnar. Sumir nemendur sóttu um inngöngu í KHÍ oftar en einu sinni sem segir okkur að þeir höfðu áhuga á náminu við skólann og létu synjun ekki hafa áhrif á þá ætlun sína að ná settu marki. Sumir nemendur höfðu sýnt ákveðna seiglu með því að skipta um námsform í miðju námi og Ijúka því. Þeir nemendur, sem áttu eftir að ljúka námi, voru staðráðnir í að gera það fyrr eða síðar. Nemandi, sem hætti í framhaldsnámi á sínum tíma, sagði að hann gæti hugsað sér að hefja fjarnám aftur ef boðið yrði upp á námskeið sem væri innan áhugasviðs hans. Ennfremur má leggja áherslu á að þrír viðmælenda minna luku stúdentsprófi þegar þeir voru komnir hátt á þrítugs aldur, einn var 25 ára og tveir um þrítugt. Nemendurnir skipulögðu tíma sinn þannig að þeir gætu unnið með náminu, sinnt heimili og börnum. Þeir gerðu eigin lesáætlanir og skipulögðu námið með skilatíma verkefna í huga og er þetta í samræmi við það sem kemur fram hjá Ritu og Ken Dunn (Church, 2003; Dunn, 1999), að tilfinningalegt áreiti sem hefur að geyma þætti eins og áhugahvöt, seiglu, ábyrgð og skipulag skiptir máli í sambandi við námsframvindu nemenda. Samkvæmt Ritu og Ken Dunn þroskast slík áreiti með árunum sem vissu- lega má segja að eigi við viðmælendur mína. 120
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.