Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 7
Æ G I R manaðarrit fiskifélags islands 46. árg. Reykjavík — Janúar 1953 Nr. 1 Aldarfjórðungs Skiptar skoðanir eru ekki um það, að ''el hafi verið ráðið og af framsýni, þá er Slysavarnafélag íslands var stofnað, en 29. jan. siðastl. var aldarfjórðungur liðinn frá stotndegi þess. Löng er sú ævi ekki, en hefur þó borðið í sér frjómagn mikils þroska, sem kröm hefur aldrei steðjað að. Oll saga þjóðarinnar vitnar um það, að a óllum timum hafa kvistar laukbornir krælt á sér hér og þar um landið, þótt þeini hafi verið veitt misjöfn athygli og suniir horfið svo gersamlega í móðu tím- ans, að til þeirra verða aldrei rakin spor. •^ðrir hafa þó risið það hátt og með þeim hætti, að af störfum þeirra eldar, þótt aldir líði. Presturinn á Stað í Grindavík, sera Oddur Gislason, frumherji slysavarna °g björgunarmála á íslandi, er í þeim hópi. Störf hans og ævi er þegar það langt að baki, að þau heyra til hinni hlutlausu sögu. Hér verður ekki rakin saga Slysavarna- félags íslands, en visað til ágæts rits um bana, er það hefur nú gefið út og Gils Giiðniundsson ritstjóri tekið saman. Hugur þjóðarinnar til þessara samtaka hefur ætíð borið vitni um ríkan skilning a nauðsyn þeirra. Kvenfólkið varð skjótt bl þess að koma til tiðs við karlmennina, °g er ekki ofsagt, að slysavarnamálum Is- lendinga væri eigi svo komið sem nú er, ef þess hefði ekki notið. Frá kvennadeild- unum hefur Slysavarnafélagið fengið um áfangi. 1.3 millj. króna til starfs sins. Munar umj þótt minna sé. En þótt gjafir veittar af heilum hug þyki góðar nú sem fyrr, mega þær ekki skyggja á það lifsgildi, sem starf- semi kvennadeildanna hefur verið Slysa- varnafélaginu. Þeir, sem einhver kynni hafa af því, geta ekki dulizt þess, að þar krumar í óvenjulegri starfsólgu, sem allri er veitt að sama marki. Um laun né þökk er ekki spurt. Slík samtök eru því í bók- staflegum skilningi mikilsverður uppeldis- skóli, þar sem þroskuð félagsgerð situr í fyrirrúmi. Þessu atriði er ekki veitt athygli sem skyldi. Félagar slysavarnadeildanna ásamt ævi- félögum voru um siðustu áramót 27 609. Sýnir sá fjöldi, hvílík ítök slysavarnastarf- semin á í þjóðinni. Að vísu ætti þessi hóp- ur að vera enn stærri. Er reyndar ekki að efa, að í það liorf miðar. Slysavarnafélagið hefur nú björgunar- tæki á 90 stöðum í kringum landið. Þar af er 41 fluglínu björgunarstöð og 24 stöðv- ar með skipbrotsmannaskýlum. Síðan fé- lagið hóf starfsemi sína, hefur verið bjarg- að um 800 manns úr bráðri hættu með tækjum félagsins. — Árið 1936 hófst á vegum félagsins starfsemi, er miðar að slysavörnum á landi. Um skeið hefur fé- lagið átt flugvél i félagi með Birni Páls- syni, og er hún sem kunnugt er einkum notuð til sjúkraflugs. Björgunarskipið Sæbjörg er smiðuð fyrir atbeina félagsins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.