Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 21
Æ G I R 15 samþykkt lög um að reisa fyrstu verk- smiðjuna og hóf hún vinnslu 1930. Alls eru síldarverksmiðjur ríkisins nú 7, og hafa þær frá upphafi tekið á móti um 8 760 000 málum síldar, en þetta magn inyndi með núverandi verðlagi nema að útflutningsverðmæti 950 til 1000 milljónum króna. Beztu aflaárin urðu oft mestu tapárin. Þetta breyttist þegar hugmynd óskars um Síldarverksmiðjur ríkisins kom til fram- kvæmda. Ef hans ráða hefði ekki við not- ið, myndu tekjurnar af síldarútveginum allt frá 1930 hafa orðið miklum mun minni en þær reyndust. Óskar varð fyrir aðkasti frá þröngsýnum mönnum fyrir hugmynd sína um S. R., en þær raddir eru nú löngu þagnaðar og brautryðjandastarf Óskars viðurkennt. Sjálfur hafði óskar lengi hug á að reisa sildarverksmiðju. Keypti hann í stríðslokin vélar og tæki í því skyni. Sökum mikils byggingarkostnaðar, sem hann taldi sér of- viða, hætti hann við að reisa eigin sildar- verksmiðju, en lagði meginnhluta andvirð- is vélanna fram sem % hluta hlutafjár síldarbræðsluskipsins Hærings. Óskar eignaðist margar síldarstöðvar um dagana; síðast reisti hann nýja síldarstöð á Raufarhöfn 1950—’52. Var hann um ára- tugaskeið meðal þeirra, er mesta síld sölt- uðu hér á landi, og sum árin saltaði hann mest allra, einkum þegar tregt var um afla. Óskar byggði ishús á Siglufirði 1925, sem hann síðan jók smám saman og útbjó frystivélum. Hann átti Herðubreið í Reykjavík i nokkur ár. Keypti frystihús Ásgeirs Péturssonar á Siglufirði 1942 og rak um langt skeið síldarfrystingu til beitu í stærri stíl en nokkur annar hér á landi, °g hafði þá um tíma á leigu kæliskip til flutninga á beitusíld. Óskar var meðeigandi í hraðfrystihús- inu í Sandgerði og víðar. Óskar var um áratugaskeið meðal helztu utgerðarmanna hérlendis. Gerði hann eða íélög þau, sem hann stjórnaði, stundum út allt að sjö skipum. Var sá skipakostur af ýmsu tagi, en oft voru á skipum hans annálaðir afla- og dugnaðarmenn, svo sem Þorsteinn Eyfirðingur, Ingvar E. Einars- son, Þorvaldur Guðjónsson, Eyþór Halls- son, Bergþór Guðjónsson o. fl. Óskar festi kaup á 1/v Jarlinn í byrjun október 1939. Hafði hann keypt þetta skip til landsins 14 árum áður, en neyðst til að selja það. Hafði Óskar um tíma, á striðs- árunum, Jarlinn og annað sltip í fiskflutn- ingum til Englands. Árið 1945 keypti hann togarann Arin- björn hersi af Kveldúlfi og skýrði hann Faxa. Gerði hann skipið út á annað ár, en fól útgerðarstjórnina Þorgeiri Páls- syni. Heyrði ég Óskar oft ljúka miklu lofs- orði á útgerðarstjórn Þorgeirs. óskar gerði út m/b Snorra goða til fislt- veiðar við Grænland í sambandi við leið- angur kæliskipsins Arctic, og reisti þar út- gerðarhús árið 1936. Þá um tíma mun hafa hvarflað að Óskari að setjast að á Græn- landi. Þá gerði hann einnig síðustu árin út skipið Ebbu Sophie til síldveiða utan land- helgi. óskar hafði forustu í því að gera grá- lúðuna að verðmætri útflutningsvöru, en henni hafði oftast verið fleygt. Óskar ritaði um það í Morgunblaðið 1938, að til viðreisnar atvinnuvegunum þyrfti að lcaupa 100 nýja vélbáta inn í landið og tvöfalda afköst síldarverksmiðj- anna. Árið 1938 tókst honum, þrátt fyrir innflutningshöft, að flytja inn í landið fleiri góða vélbáta en nokkrum öðrum. Ár- ið 1940 kom hann sjálfur hingað til lands með nýtt skip, hið síðasta, sem til lands- ins fékkst frá Norðurlöndum í stríðinu, nokkrum dögum áður en siglingar tepptust þaðan við hernám Danmerkur og Noregs. Nefndi hann það skip eftir Þórði Sveins- syni, aðalbókara Búnaðarbankans. Á annan áratug rak Óskar mikla síldar- söltun í Bakka við Siglufjörð. Stöð þessi var hin yzta við fjörðinn og naut ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.