Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 17
Æ G I R 11 á allan hátt. Bolfiskurinn má ekki vera skorinn frarn úr og sundmaginn á að vera hreinn, ljós á lit og óskaddaður. Ufsi verður auk þess að vera vel hreinn, hreistraður. Ráskorinn þorskur verður að vera þykkur, flölcin slétt, hrein og rétt skorin. Prima- fiskur má ekki hafa hengiflekki eða slepju og jarðslaga að neinu ráði. Þó eru mark- aðslöndin ekki öll jafn kröfuhörð um þetta. Ameríka, Holland, Belgia og Svíþjóð gera strangar kröfur og vilja helzt þykkan fisk, nema Svíþjóð, sem vill helzt ráskorinn fisk, þorsk, löngu eða ufsa. — Spyrðu- böndin eru alltaf skorin af öllum fiski. Annað gæðaflokkur, eða öðru nafni sek- undn, skiptist einnig i marga undirflokka, sem allir hafa það sameiginlegt að hafa einhverja galla, en þó ekki mikla. Eftir- farandi gallar eru algengir á sekunda- iiski, þó elcki margir saman: 1. Fiskurinn hefur eklci verið blóðgaður. 2. Fiskur hengdur of snemma og fengið miður hag- stæða tíð, t. d. orðið grár á litinn og veðr- aður. 3. Fiskur, sem hefur fengið rigning- artíð og þess vegna ef til vill með slepju i kviðarholi eða hnakka. 4. Fiskur, sem fengið hefur nokkurn jarðslaga. 5. Fiskur, sem hefur verið hengdur of þétt i hjallinn °g af þeim ástæðum fengið nokkra hengi- flekki. 6. Fiskur, sem hefur fengið dálítið frost. 7. Fiskur, sem hefur legið eitthvað, áður en hann var hengdur upp — jafnvel þó hann hafi verið i ís, ef um er að ræða bolfisk. 8. Fiskur, sem hefur drepizt í sjó, t. d. á línu eða í netjum. 9. Fiskur, sem hefur smávegis gall- eða lifrarbletti. 10. Fiskur með hnakkablóði. 11. Fiskur, sem ekki er vel þveginn eða hreinsaður. 12. Ufsi, sem er illa hreinsaður. 13. Ufsi Weð lítils háttar fiturákum. 14. Fiskur, sem hefur dottið niður, eða aflagast á ann- an hátt, í meðförunum o. s. frv. Afrikuflokkarnir (3. fl.). Það er sá fisk- ur, sem einhverra hluta vegna getur _ ekki gengið í prima eða sekunda, en er þó ekki svo slæinur, að telja verði úrgangsfisk. Fiskur gengur lengi í „Afríku“ þótt gall- aður sé. Algengastir gallar á Afríku-fiski eru þessir: 1. Mikið jarðsleginn fiskur. 2. Mikið slepjaður fiskur, sem þó getur orðið of mikið til að vera tækt í Afríku. 3. Fiskur með stóra hengiflekki. 4. Fiskur, sem hef- ur mikið blóð, t. d. í þunnildum. 5. Fiskur, sem hefur frosið nokkuð að ráði. 6. Fiskur, sem er rifinn eða með goggstungur. 7. Fiskur, sem hefur dottið niður og aflag- ast verulega. 8. Fiskur úr gömlu eða skemmdu hráefni. 9. Mjög illa hreistraður ufsi og óhreinn fiskur. 10. Feitur ufsi með breiðum eða smitandi fiturákum. 11. Fisk- ur, sem hefur legið í kös eða skemmst. Bolfiskur, sem hefur skemmzt eða súrn- að inn við hrygginn, þó ekki svo mjög, að hann teljist alveg úrgangsfiskur. 13. Bol- fiskur, sem er skorinn fram úr, eða ekki rétt með farinn í aðgerðinni. Úrgangsfiskur er allur sá fiskur, sem hefur of mikla galla til þess að geta talizt hæfur til manneldis, svo sem: 1. Úldinn eða rotnaður fiskur, t. d. bolfiskur, sem er skemmdur við hrygginn. 2. Maðkaður eða maðkétinn fiskur. 3. Grænslepjaður fiskur. 4. Fiskur, sem er étinn af rottum eða fugli. 5. Sárafiskur. 6. Marflóétinn fiskur. 7. Mjög morkinn fiskur. 8. Fiskur, sem sandur eða mold hefur fokið í. Óþarfi er að fara hér út í mat á hinum ýmsu undirflokkum, enda er það allflókið og snertir fremur matsmennina en verkun- armennina. Hvernig er skreiðin pökkuð? Skreiðin er pressuð saman í pakkana og vírbundin í sérstökum pressum, sem eru sérstaklega til þess gerðar. Til eru nokkrar gerðir af pressum, sem eru ýmist hand- pressur eða rafdrifnar hydrolislcar vél- pressur. Þær eru nú orðið mikið almenn- ari, enda spara þær mjög vinnu og erfiði og þjappa fiskinum auk þess betur saman, ef þær eru góðar. Það er mjög áríðandi að leggja fiskinn vel í pressurnar. Fiskurinn þarf að liggja Framh. á blaðsiðu 19.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.