Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 13
Æ G I R 7 Skreiðarmal. t miðið er Krislján Eliasson skrciðarmats- maður. inn frá þvi flakinu, sem hann á að vera fastur við. Flökin þurfa að vera sem sléttust og jöfnust. Skerið því sem næst bakugganum °g varizt óþarfa skurði. Skerið t. d. ekki °f djúpt, þar sem hryggurinn er tekinn sundur. Hvaða háttur er hafður á spyrðingu og upphengingu? Allan fisk þarf að spyrða. Þess ber að gæta að nota mjúkt og hæfilega langt band. ffezt er, þegar um bolfisk er að ræða, að fiskurinn þurfi ekki að hanga yfir rána, að böndin séu svo löng, að sporðarnir geti ^erið beinir. Þess þarf einnig að gæta, að fiskarnir, sem spyrtir eru saman, séu sem jafnastir að stærð. Stóra fiska skal hengja á sverar rár eða sverari enda þeirra, en smáfisk aftur á móti á grannar rár, eða grennri enda þeirra. Á keilu þarf að stinga göt i gegn fyrir endana. Hægt er að setja böndin í gegn um leið og gatið er stungið, ef notuð eru þar til gerð járn. Á ráskerðing eru einnig sett spyrðubönd, sem eiga að varna því, að flökin rifni hvort frá öðru. Mjög nauðsynlegt er að ganga vel frá þessum böndum á stórum fiski. Réttasta aðferðin við það er sú, að bregða fyrst bandinu inn á milli flakanna og hnýta þétt að þunna flakinu, kross- leggja svo bandið milli flakanna og hnýta loks að dálkflakinu. Fiskurinn er venjulega keyrður á bílum inn á milli hjallanna, og síðan látinn af bílpallinum beint upp á rána. Þá skal þess vandlega gætt, að fiskarnir séu réttir á ránni og þeir liggi hvergi saman. Hæfilegt bil milli ránna er talið vera 10— 12 þumlungar. Bilið milli spyrðubandanna eða fiskanna á ránum á að vera svipað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.