Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 14
8 Æ G I R Þó fer þetta auðvitað eftir því, hvort fiskurinn er stór eða smár, og hvort um er að ræða bolfisk eða ráskerðing. Gott er að hengja út á endana á rán- uin — utan við ásana — það léttir á rán- um mesta þunganum um miðjuna, þær svigna minna, brotna síður og endast betur. Hvernig á að haga eftirliti með fiskinum í hjöllunum? Margt getur komið fyrir fiskinn, meðan hann er að harðna. Það er því mikilsvert að gæta hans vel allan þann tíma. Fyrstu dagana eftir upphenginguna þarf t. d. að gæta vel að því, að fiskar festist ekki sam- an og fái þannig á sig hengiflekki. Ef fisk- ar festast þannig saman, þarf strax að losa þá hvern frá öðrum, og snú þeim, öðrum þeirra eða báðum, svo að sömu hliðarnar komi ekki saman á ný. Þá er algengt, að fiskar detti niður, ekki hvað sízt fyrstu dagana, eftir upphenging- una. Þá þarf að þrífa fiskinn vel, jafnvel þvo hann og hengja upp aftur. Skreiðin vegin. Stundum safnast vatn úr fiskinum eða vökvi undir sundmagann. Þetta á sér oft- ast stað á stórum fiski. Þessu vatni þarf þá að ná burtu, áður en það úldnar þarna inni og skemmir fiskinn. Það er gert með þvi að stinga mjóu járni eða oddhvössum hníf upp undir sundmagann framanverðan. Þess ber þó að gæta að skemma hann ekki. Oft sækja fuglar, t. d. inávar og hrafnar, í fisk í hjöllunum. Þá þarf að fæla í burtu með einhverjum ráðum. Oft dugar að skjóta nokkra fugla og setja upp í hræður. Stundum eru net strengd yfir fiskinn nokk- uð ofan við hann. Þegar fiskurinn er orðinn nokkuð harð- ur, vill hann oft taka á sig jarðslaga og getur jafnvel orðið alveg svartur á stuttum tíma, ef ekkert er að gert. Einkum er hætt- an á jarðslaganum mikil í hlýju veðri, rigningu, suddaveðri og þoku. Jarðslaginn er erfiður viðureignar. Oft nægir að færa fiskinn til á betri þurrkstað, t. d. ef hann hefur verið á lágum hjöllum, í lægð eða skjóli, yfir grasi o. s. frv. Ef slíkt dugar ekki og mikil brögð virðast ætla að verða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.