Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 8
2 Æ G I R Núverandi stjórn Slysavarnafélags íslands: Friðrik Ólafsson, Árni Árnason, Ólafur Þórðarson, Július Havsteen, Rannveig Vigfiisdóttir, Guðbjartur Ólafsson, Guðrún Jónasson, Sigurjón Á.Ólafsson. og jafnframt átti það hlut að smíði björg- unarskipsins „Maríu Júlíu“. Af þeim mönnum, er lengst og mest liafa komið við sögu félagsins, ber einkum að nefna Jón E. Bergsveinsson erindreka. Einn maður hefur setið i stjórn félagsins frá upphafi, en það er Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþingismaður. Forsetar félagsins hafa þessir menn verið: Guðmundur Björnsson (1928—1931), Þorsteinn Þor- steinsson (1932—'1937), Friðrik Ólafsson (1938—1939) og Guðbjartur Ólafsson síð- an 1940. — Henry Hálfdánsson hefur ver- ið skrifstofustjóri félagsins síðan 1944. Þá er Jón E. Bergsveinsson lét af erindreka- starfinu 1949, tók við því Guðmundur Pétursson, og hefur hann gegnt því síð- an. Jón Oddgeir Jónsson hefur gegnt full- trúastörfum, að því er snertir slysavarnir á landi, síðan sú starfsemi hófst á vegum félagsins. Þegar litið er yfir hina skráðu sögu fé- lagsins, verður ljóst, hve geysilegt starf liggur að baki þann aldarfjórðung, síðan það var stofnað. Og eðlilega koma þar ekki öll kurl til grafar. Við þessi tímamót í ævi þess mun þjóðin öll hugsa til þess með heilum og hlýjum hug. Öllum hinum mörgu konum og körlum, er stutt hafa viðgang þess, ber þakklæti. Megi auðna verða því fylgispök til gifturíks starfs hér eftir sem hingað til. L. K. I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.