Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 9
Æ G I R 3 Skreiðarframleiðsla. Viðtal við Kristján Elíasson skreiðarmatsmann. Sökum þess að verkun ú fiski í skreið verður meiri oq almennari hér ú landi ú þessari vertið en nokkru sinni fijrr og margir munu nú sgsla við þessa verkun, er lítil eða engin kynni hafa haft af henni úður, er fijllsta ústæða til að leiðbeina mönnum um þessa verkunaraðferð. Vegna þess hcfur blaðið lcitað fregna hjú Kristjúni Elíassijni skreiðarmats- manni um þau atriði, sem mestn múli skipta í sambandi við þessa fram- leiðslugrein. Af hérlendum mönnum hefur hann mesta þekkingu og reynslu að því er snertir þessa verkunaraðferð. Siðastl. úr starfaði hann hjú Skreiðarsamlaginu, en Fiskimúlasjóður greiddi laun hans að húlfu. Varð Kristjún vel og greiðlega við óskum blaðsins, og fara hér ú eftir svör hans við spurningum þess. Hvað er hjallur? Hjallarnir eða trönurnar, eins og þeir eru stundum kallaðir, eru oftast sambyggðir nokkrir saman. í hverjum hjalli eru um 60 rár, og eru þær 20—40 feta langar. Rárnar hvíla á sverum trjám — svo- nefndum ásum —, sem síðan hvíla á uppi- stöðum eða trönum (toppum). Hver ás er 30 feta langur og eru tveir slíkir ásar í hverri hjallslengd, og eru þá skeyttir sam- nn. Hver hjallur er því 60 fet á lengd, og er þá reiknað með, að hver rá þurfi 1 fet. Venjuleg hæð frá jörðu er 8—10 fet. í hverja 10 hjalla þarf efni sem hér segir: S6 úsa. Lengd 30 fet, þvermál 8 þuml. í rót og 4 þuml. í topp. 210 trönur. Lengd 10 fet, þvermál 4 þuml. í rót og 4 þuml. í topp. 600 rúr. Lengd 20—24 fet, þvermál 3 þuml. í rót og 2 þuml. í topp. Auk þess þarf svo eitthvað af borðvið. Að því er snertir ása- og trönufjöldann getur þetta þó verið nokkuð breytilegt eftir uppsetningu. Uppistöður undir hverjum 2 ásum þurfa að vera ekki færri en hér segir: hrír fjórfótungar (þ. e. 4 trönur) undir endunum og undir samskeytum ásanna. Tveir tvifótungar eða trönur, þ. e. á bil- unum á milli fjórfótunganna. Frágangur og val hjallstæða? Nauðsynlegt er að vanda vel allan frá- gang og uppsetningu á hjöllunum. Undir- stöður þurfa að vera fastar og traustar. Á báðum endum hvers hjalls svo og á miðj- um hjalli, þar sem ásarnir koma saman, þurfa að vera sterkar rár og verður að negla þær vel fastar niður í ásana. Margir setja auk þess vírstög á alla ásendana og festa niður í jarðfasta steina. Hjallarnir þurfa ekki einungis að bera uppi mikinn þunga, heldur jafnframt að standa af sér mikil veður. Hafa má í huga, þegar gengið er frá hjöllunum, að það er mikið tjón, sem af því hlýzt, ef þeir detta niður. Þeir brotna á því, fiskurinn stórskemmist eða eyðileggst, og það kostar mikla fyrirhöfn. og vinnu að setja þá upp aftur. Um staðsetningu á hjöllunum er það helzt að segja, að þeir þurfa að standa hátt, á bersvæði, jarðvegurinn þarf helzt að vera fastur í sér. Það þarf að vera akfært að hjöllunum og inn á svæðið á milli þeirra. Undir þeinr þarf að vera þurrt, helzt ekki mikill grasgróður. Ekki má vera hætta á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.