Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 16
10 Æ G I R „Klelts“pressa. T. v. búið að fullpressa. Pakkastœrð i7X72X25 cm. T. h. hejur fiskur verið lagðnr i hóifið. nærri, að hver smálest af vel uppstaflaðri skreið þurfi rúm, sem er um einn tenings- faðmur eða 6.64 m3. Þó fer þetta að sjálf- sögðu nokkuð eftir stærð og stöflun og eftir því, hvort um er að ræða bolfisk eða ráslcerðing. Rúmtak skreiðarinnar, eftir að hún er pökkuð, er að sjálfsögðu miklu minni, eða sem næst þetta: 1. Vélbundin skreið í góðum vélpress- um um 3.24 m3 pr. smál. 2. Vélbundin skreið í lakari vélpressum um 5.10 m3 pr. smálest. 3. Skreið bundin í handpressum um 5.60 m3 pr. smálest. Hver eru gæðatakmörk skreiðarinnar? Verkunaraðferðir á skreið eru tvenns konar, annaðhvort er fiskurinn hengdur upp heill, þ. e. óflattur og kallast þá bol- fiskur, eða hann er hengdur upp flattur og kallast þá ráskerðingur. Þegar um bolfisk1 *) er að ræða, fer mat- ið mjög eftir útliti fisksins að utan, t. d. lit roðsins og skiptir þungi fisksins þá miklu i undirflokkana í prima og sekunda. En i ráskerðingi er útlit fisksins talið afgerandi atriði og undirflokkarnir flokk- aðir eftir lengd fisksins. Allur harðfiskur er í mati mældur frá kluinbabeini framan- verðu í aftasta lið í sporði. Afríka eða þriðji gæðaflokkur flokkast í undirflokka alltaf eftir lengd. Fyrsti gæðaflokkur, eða öðru nafni prima, skiptist í marga undirflokka, og um þá alla er það sameiginlegt, að þeir þurfa að vera framleiddir úr nýju hrá- efni, hafa fengið rétta meðferð, komizt strax upp í hjallana og að hafa fengið hagstæða veðráttu. Fiskurinn verður að hafa verið blóðgaður, má ekki hafa frosið, verður að vera hreinn og hafa gott útlit 1) „Rund“-fiskur er hér alls staðar nefndur bolfiskur. ■

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.