Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 20
14 Æ G I R Einnig sagði hann, að það hafi verið fyrir tilviljun, að hann hætti við landbún- aðarstörfin og sneri sér að sjávarútvegs- störfum, þá 22ja ára gamall og nýlega kvæntur. Fyrir áeggjan Þórarins Þorsteinssonar, sem ættaður var af Eyrarbakka, ákvað Óskar að hefja lifrarbræðslu á Stokkseyri og Eyrarbakka í félagi við hann. Átti ósk- ar að bræða lifrina, en félagi hans „að sjá um forretningshliðina". Var nú teningnum kastað í lífi Óskars til þess, er verða átti. Á þorra 1916 lagði Óskar af stað austur yfir fjall gangandi með hest í taumi klyfj- aðan lifrarbræðsluáhöldunum. Óskar lenti i ófærð á leiðinni, áhöldin hruklcu af klökkunum og klárinn sat fastur í sköfl- unum. Varð hann sjálfur að bera áhöldin og teyma hestinn gegnum slcaflana, en áfram komst hann þó. Þegar austur kom, brugðust vonir um lifrarkaupin á Stokks- eyri og Eyrarbalclca. Félaginn, sem átti að verða, hafði misst heilsuna og gat engu til vegar komið. Hélt Óskar þá til Þorláks- liafnar, en þar var allri lifur einnig ráð- stafað. Hélt Óskar enn áfram til Herdís- arvíkur, og þar bræddi hann lifur um vetur- inn og hagnaðist um 2000 krónur. Hélt hann áfram að starfa að lifrar- bræðslu um liríð og vann sjálfur að hræðsl- unni. og flutti sig til með áhöld sín eftir vertíðum. Var ýmist fyrir sunnan, norðan eða vestan. Til Siglufjarðar kom Óskar í fyrsta sinn eldsncmma morguns 10. júní 1917, einn síns liðs með lifrarbræðsluáhöld sín. Fyrslu mennirnir, sem hann sá, voru tveir ísfirzkir sjómenn, sem könnuðust við hann fyrir störf hans við lifrarbræðslu í Sand- gerði og í Naustum á ísafirði. Um leið og þeir tólcu á móti landfestum frá skipinu og sáu Óskar, sögðu þeir við hann: „Þú ert alls staðar eins og landafjandi og fylgir okkur eftir og alltaf með sömu pottana.“ Óskar gekk umhverfis eyrina um morg- uninn og að þeirri könnun lokinni kom hann inn í svokallaða Gránuverzlun. Þar leysti ungur maður, Andrés Hafliðason, greiðlega úr spurningum hans um aðstæð- ur allar til að koma fyrir lifrarbræðslu- áhöldunum. Sama dag festi Óskar kaup á lóð á bezta stað í eyrarkrikanum við Álalækinn, keypti byggingarefni, réð tvo smiði til að koma upp skúr yfir áhöldin, hlóð eldstæði úr múrsteinum og eldföstum leir, kom áhöldunum fyrir, velti sjálfur 15 tómfötum á staðinn, festi kaup á 700—800 lítrum af lifur, sótti hana og var byrjað- ur að bræða lifrina sjálfur um miðnætti þenna sama dag. Síðar stofnaði Óskar til lifrarbræðslu víða um land, meðal annars í Reykjavík og þar störfuðu mágar hans, Kjartan, Eggert og Þórður Ólafssynir hjá honum um tíma. Árið 1919 hóf Óskar síldarsöltun í stór- um stíl og síðan útgerð og hélt hvoru tveggja áfram allt til dauðadags. Óskar sagði, að síldin væri gull Islend- inga. En auðurinn er valtastur vina. Síldarsöltun á fyrstu árunum eftir lieimsstyrjöldina fyrri reyndist Óskari og öðrum, sem við hana fengust, mjög áhættu- söm. Óskari var það áskapað að sjá alltaf leiðir út úr örðugleikunum. Hann benti á i blaðagrein í dagblaðinu Vísi 11. apríl 1924 og síðan á Fiskifélagsfundi 1925 og útvegsmannafundi í Reykjavík 1926 að reisa þyrfti stórar síldarverksmiðjur til hagsbóta fyrir útveginn og landið í heild. Vegna mikils stofnkostnaðar væri það ekki á færi annarra en ríkisins að reisa slíkar verksmiðjur. Hann fékk inarga góða menn til fylgis við málið, þ. á m. Magnús heitinn Kristjánsson. Á Alþingi 1927 var sam- þykkt þingsályktunartillaga, sem Magnús bar fram um, að ríkisstjórnin léti rann- saka kostnað við að reisa síldarverksiniðju og gera áætlun um rekstur hennar. Jóni Þorlákssyni var falin rannsóknin og lauk hann henni fljótt og vel. Árið 1928 voru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.