Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1953, Blaðsíða 15
Æ G I R 9 Vélsmiðjan lílettur i Hafn- ar/irði hefur smíðað skreið- arpressur, er hafa reynzt vel. 1‘ressur þessar kosta um 50 þús. kr. Hér cr birl mijnd af þessari pökkunar- lH’l- T. v. er búið að leggja fiskinn í pressuna, en ekki búið að loka henni. T. li. er verið að pressa fiskitin. að jarðslaga, þá er ekki um annað að ræða heldur en taka fiskinn niður og inn í gott hús, ef ekki er hægt að stafla honum úti á góðum stað, undir góðri vatnsheldri yfirbreiðslu. Hvort sem gert er, þarf að láta vel undir fiskinn, stafla honum í þunna stafla og láta loftið leika sem bezt í gegn. °ft viH fiskurinn færast saman í hjöll- unum í rokum og jafnvel færast rárnar Hka til í stórviðrum. Þetta þarf auðvitað að laga strax og veðrinu hefur slotað. Brotni rár eða ef hjallar falla niður, þarf að bæta úr því sem fyrst, a. m. k. hengja fiskinn strax upp aftur. Hvernig eiga geymsluhús fyrir skreið að vera? Geymsluhús fyrir skreið þurfa að vera rúmgóð og björt, vera rakalaus og hafa mjög góða loftræstingu. Þrátt fyrir það, að loftið þurfi að geta leikið sem bezt í gegnum slík hús, t. d. á meðan fiskurinn er að brjóta sig, sem kallað er, eða jafna sig eftir að hafa verið tekinn inn á vorin og fyrri hluta sumars, þá þurfa þau einnig að vera þétt og vera svo útbúin, að auð- velt sé að loka þeim vel fyrir utan að kom- andi raka, þegar úti loftið er rakt, eins og oft er t. d. á haustin. Þá er svo hætt við, að fiskurinn vilji mygla. En þegar veðrið er þurrt, þarf loftið að leika sem mest gegnum fiskinn. Hér á landi hafa braggar eða birgða- skemmur verið notaðar nokkuð og yfir- leitt gefizt vel. Steinhúsin hafa ekki reynzt eins vel, sízt ef þau eru einnig notuð fyrir saltfisk. Salt ætti aldrei að koma nálægt skreið. Geymsluhús fyrir skreið þurfa að vera örugg fyrir rottum, sem sækja mjög í hana og valda oft rniklu tjóni, einkum þó á ráskerðingi. Skreiðin er fyrirferðarmikil og þarf því mikið geymslurúm. Það mun láta nokkuð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.