Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 20
20 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Ómissandi með jólamatnum Piparrótarsósa Góð með Roast Beef og reyktum laxi Cranberry sósa góð með Kalkún, Villibráð og Paté Myntuhlaup Gott með lambakjöti Jarðaberjasulta Góð í jólabaksturinn Enskt Seville marmelaði Fyrir jólamorgunmatinn Sítrónu-Lime marmelaði Gott á ristað brauð og kex Mincemeat tarts Walkers jólakaka Árið 1981 fæddist ég. Ári síð-ar varð Davíð nokkurOddsson borgarstjóri íReykjavík. Ég bjó að vísu ekki í Reykjavík en var samt varla búin að læra nöfn foreldra minna þegar ég lærði nafn Davíðs. Hann var í fréttunum. Klippti á borða, hélt áhrifamiklar ræður, æsti fólk, róaði fólk. Hann var vinsæll og óvinsæll. Fólk elskaði að hata hann og hataði að elska hann. Davíð var í áramóta- skaupinu – aftur og aftur og aftur. Og við börnin þekktum ekki endi- lega muninn á honum og Erni Árna- syni. Þegar ég útvíkkaði skilning minn á deilingu með tveggja stafa tölum varð Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Þegar ég var í samræmdu prófunum var hann forsætisráð- herra og þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla var hann forsætisráð- herra. Svo lauk ég kennaranámi og enn var Davíð forsætisráðherra. Mín kynslóð þekkir ekkert annað en að Davíð Oddsson sé þunga- miðjan í allri stjórnmálaumræðu landsins. Davíð, Davíð, Davíð Ég byrjaði að vinna á Morg- unblaðinu eftir kennaranámið og ekki svo löngu síðar gerðist Davíð seðlabankastjóri. Hann var því hætt- ur í stjórnmálum, að nafninu til a.m.k., þegar ég varð þingfréttarit- ari. Einhvern veginn hefur Davíð samt alltaf verið nálægur í þinginu. Aðrir stjórnmálaleiðtogar eru bornir saman við hann og sumir reyna að herma eftir honum, við litla hrifn- ingu fjölmiðlafólks, sem var lang- þreytt á mislyndi gamla landsföð- urins. Í fyrradag voru þrjár fyrstu frétt- ir sjónvarpsins um Davíð Oddsson. Davíð sagði þetta, Davíð vill þetta, Davíð lét svona. Davíð, Davíð, Davíð. Og okkur blaðamönnunum sárnar að hann hafi talað við fjónskt héraðs- blað frekar en okkur, sem vikum, mánuðum, árum og áratugum saman höfum reynt að fá Davíð til að tala. Þó að Davíð segi að orð hans hafi verið tekin úr samhengi er alveg ljóst að hann ætlar sér ekki að setj- ast í helgan stein. Þess vegna hljóm- ar það eins og hótun í eyrum margra, í samblandi við undarlegt píslarvætti, að hann ætli að demba sér í stjórnmálin ef hann verður hrakinn úr stóli seðlabankastjóra. Fyrir vikið varð varla það hvers- dagslega samtal í þinghúsinu í vik- unni að Davíð væri ekki nefndur á nafn. Nefndarmenn viðskipta- nefndar voru hálfsjokkeraðir eftir fund með seðlabankastjóranum að morgni fimmtudags þar sem hann er sagður hafa kastað hnífum í allar áttir. En upplýsingarnar sem kallað var eftir komu að sjálfsögðu ekki fram. Mörgum þykir Davíð leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á formenn beggja stjórnarflokkanna. Hann þrengir að eftirmanni sínum, Geir H. Haarde, sem er nú milli tveggja elda. Fundað fram á Þorlák? Þó að Davíð sé ræddur í kaffipás- um fer lítið fyrir nærveru hans í þingsal. Þar voru m.a. afgreiddar þingsályktunartillögur í vikunni þar sem ríkisstjórninni er veitt umboð til að leiða Icesave-deiluna og sam- komulag við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn til lykta. Mesta þingstarfið fer þó fram á vettvangi nefnda þessa dagana og þá helst fjárlaganefndar. Afgreiðsla fjárlagafrumvarpsins mun hafa úr- slitaáhrif á hvenær þingmenn kom- ast í jólafrí. Þorláksmessufundur, segja sumir en upphaflega stóð til að þingið fundaði aðeins út næstu viku. Enginn hefur trú á því. En vonandi verða fjárlög samþykkt fyrir jól. Davíð Oddsson ná- lægur í fjarveru sinni ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir MIKIÐ mæddi á Bjarna Benediktssyni, formanni utanríkismálanefndar, á Alþingi í gær þegar þingsályktunartillögur um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave voru ræddar. Hann gaf sér þó tíma til að spjalla við Framsókn- armanninn Magnús Stefánsson. Magnús var alls ekki sáttur við niðurstöðu meirihluta nefndarinnar en líklega var það ekki sú afstaða sem fékk Bjarna til að brosa. halla@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Eitt glaðlegt bros til andstæðingsins Mega leigja húsið sitt af Íbúðalánasjóði Tvenn ný lög voru samþykkt á Alþingi í gær, annars vegar um að úrskurð- arnefnd á sviði siglingamála verði lögð niður og hins vegar um húsnæð- ismál. Samkvæmt þeim síðarnefndu má lengja lánstíma skuldbreytingar- lána, sem Íbúðalánasjóður má veita fólki í greiðsluerfiðleikum, úr 15 ár- um í 30. Þá mun fólk sem missir húsnæði sitt vegna vangoldinna skulda geta átt þess kost að leigja það áfram af Íbúðalánasjóði. „Nei“ „Nei,“ er stutt og laggott svar sem Siv Friðleifs- dóttir, Framsókn, hefur fengið við skriflegri fyr- irspurn sinni til Árna M. Mathie- sen, fjár- málaráðherra, um hvort honum hafi verið kunnugt um að fyrir bankahrun- ið hefði breska fjármálaeftirlitið ver- ið tilbúið til að færa reikninga Ice- save í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu. Siv spurði einnig út í til hvers var vísað í samtali Árna og fjármálaráðherra Breta þar sem sá síðarnefndi talaði um loforð Landsbankans um 200 milljóna punda í reiðufé. Segist Árni í svarinu hafa talið að þar væri vísað til fyrirgreiðslu sem Landsbankinn hefði farið fram á frá Seðlabanka Ís- lands en ekki fengið. Siv Friðleifsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ALÞINGI samþykkti í gær tvær þingsályktunartillögur sem veita ríkisstjórninni umboð til að leiða til lykta annars vegar samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hins vegar Icesave-deiluna. Fyrri tillagan var samþykkt með 32 atkvæðum en 6 þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði á móti. Seinni tillagan var samþykkt með 29 atkvæðum en 7 þingmenn sögðu nei, 6 þingmenn Vinstri grænna og Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður efnahags- og við- skiptanefndar. Hann greiddi at- kvæði gegn tillögunni um Icesave-deiluna á þeirri forsendu að hún væri of opin. Vilja ítarlega efnahagsáætlun Utanríkismálanefnd hafði bæði málin til umfjöllunar og meirihlutinn lagði ekki til neinar breytingar á til- lögunum. Bjarni Benediktsson, for- maður nefndarinnar, sagði að með Icesave-tillögunni væri ríkisstjórn- inni gefinn pólitískur stuðningur við stefnumörkun í yfirstandandi samn- ingum og að miklir hagsmunir væru í húfi. Meirihlutinn taldi einnig mikil- vægt að gengið væri til samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en lagði áherslu á að ríkisstjórnin og Seðla- bankinn settu fram ítarlega áætlun um fyrirkomulag efnahagsstjórnar næstu mánuði. Stjórnarandstöðu- þingmenn gerðu hins vegar mikla fyrirvara við báðar tillögurnar. Flokkarnir þrír lögðu hver fram sitt álit í utanríkismálanefnd en voru all- ir sammála um að of lítið samráð hefði verið haft við Alþingi. Sam- þykkis þess væri leitað eftir á og þingsályktunartillögurnar því aðeins settar fram til málamynda. Að sama skapi þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem aðrir möguleikar út úr þrengingunum hefðu ekki verið reyndir. Ísland hefði gengist of auðveldlega inn á skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og samið sig út í horn í Icesave-deil- unni. Framsóknarmenn lögðu áherslu á að ríkisstjórnin bæri fulla ábyrgð á þessum málum. Heildarsýn skorti sárlega og Alþingi væri því í þeirri stöðu að eiga mjög erfitt með að átta sig á efnisþáttum og afleið- ingum samkomulagsins við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Tvær tillögur um frávísun Vinstri græn gagnrýndu vinnu- brögð stjórnvalda harðlega og lagði Steingrímur J. Sigfússon til að Al- þjóðagjaldeyrissjóðs-tillögunni yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Lagði Steingrímur jafnframt til að Icesave-tillögunni yrði vísað frá með svonefndri rökstuddri dagskrá en að yrði það ekki samþykkt ætti ekki að ganga til viðræðna fyrr en Bretar hefðu aflétt hryðjuverkalögum á ís- lensk fyrirtæki. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, lagði fram sambæri- lega tillögu og óskaði eftir því að Al- þingi myndi ekkert aðhafast í Ice- save-málinu fyrr en Bretar hefðu samþykkt að bæta skaðann sem beit- ing hryðjuverkalaga hafði í för með sér. Vildi hann að þær bætur yrðu nýttar til að greiða ábyrgðir af Ice- save-reikningnum. Með umboð Alþingis Tvær þingsályktunartillögur voru samþykktar í gær um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og um Icesave-deiluna Össur Skarphéðinsson, iðn- aðarráðherra, sagði á þingi í gær að væri Davíð Oddsson undirmaður sinn myndu upp- lýsingar hans um hvað varð til þess að Bretar beittu Ísland hryðjuverkalögum liggja fyrir. „Ég tel m.a. að það sé aum- ingjaskapur íslenskra fjölmiðla sem gerir það að verkum að hann getur setið inni með þess- ar upplýsingar,“ sagði Össur og kallaði tal Davíðs gáleysislegt. Gáleysislegt tal ÞETTA HELST …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.