Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 ✝ Jóna Ólafsdóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 31.12. 1946. Hún andaðist þar 29.11. 2008. Hún var dóttir hjónanna Önnu Svölu Árnadótt- ur Johnsen,, f. 19.10. 1917,, d. 16.1. 1995 og Ólafs Þórðarsonar,, f. 30.1. 1911,, d. 1.1. 1996, sem lengst af bjuggu í Suðurgarði. Systkini Jónu eru Þuríður, f. 19.2. 1935, Ásta, f. 18.7. 1936, Árni Óli, f. 24.3. 1945 og Margrét, f. 9.11. 1960. Jóna giftist 30.11. 1969 Má Jóns- syni,, f. 16.4. 1943, syni hjónanna Kjartaníu Vilhjálmsdóttur,, f. 16.11. 1922 og Jóns Markússonar, f. 30.11. 1915,, d. 13.6. 1989. Börn Jónu og Más eru Dröfn Ólöf,, f. 5.1. 1970, gift Gunnlaugi Grettissyni,, f. 4.3. 1966 og Markús Orri,, f. 9.1. 1976. Barnabörnin eru Kristín Rós, f. 10.10. 1995, Andrea, f. 7.3. 2002 og Ólafur Már, f. 19.10. 2003 Gunn- laugsbörn. Jóna ólst upp í Eyj- um og lauk þar grunnskólanámi. Síð- an lá leiðin í MA og þaðan útskrifaðist hún, stúdent, 1966. Kennaraprófi frá KÍ lauk hún 1968 og hóf kennslu við BV sama ár. Hún var aðstoð- arskólastjóri við þann skóla í 14 ár og síðan tók hún við starfi for- stöðukonu Athvarfs- ins í Eyjum, ætlað til stuðnings grunn- skólanemendum. Þar líkaði henni vel og hafði mikla ánægju af því starfi sem hún sinnti af alúð og kost- gæfni uns hún neyddist til að hætta vegna vágests þess er tók af henni völdin og dró hana til dauða. Jóna hafði mikinn áhuga á garð- rækt og veitti hún henni mikla ánægju. Notaði hún frístundirnar óspart í garði sínum og var hann valinn sá fegursti í Eyjum árið 2002. Útför Jónu fer fram frá Landa- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku mamma. Ég sit hér úti í sólhúsinu sem þú hélst svo mikið upp á, með kveikt á kertum líkt og þú gerðir jafnan á kvöldin. Og þar sem ég sit hérna, horfi á mynd af þér og hugsa um þig, allar góðu minningarnar sem upp koma, þá get ég ómögulega lýst því hversu erfitt mér er að skrifa þessi minningarorð um þig yndislegust allra. Það er allt svo tómlegt án þín, að hugsa til þess að ég eigi aldrei eft- ir að sjá þig aftur. Ég er engan veg- inn tilbúinn að missa þig úr lífi mínu. En þótt ég sé reiður og sár yfir að þú skulir hafa verið tekin frá mér svona snemma er eitt efst í huga mér og það er þakklæti fyrir að þú skyld- ir fá að fara svo friðsællega eftir hetjulegu baráttu við þennan ömur- lega sjúkdóm. Nú eru rúm tvö ár síðan við feng- um þær skelfilegu fréttir að þú hefð- ir greinst. Frá fyrsta degi tókstu þeim af miklum hetjuskap, varst ákveðin í að takast á við veikindin líkt og hvert annað verkefni og það gerðirðu svo sannarlega. Ég mun alltaf muna daginn sem við fórum saman í okkar fyrsta göngutúr eftir slæmu tíðindin, þú þreyttist fljótt en með þínum mikla krafti og vilja náðirðu að þjálfa þig mikið upp og innan fárra vikna varstu farin að ganga um alla Heimaey, sama hvernig viðraði, fórst m.a. á fjöll sem var mikið afrek. Aldrei kom annað til greina hjá þér en barátta og þessi mikli lífskraftur og dugnaður sem þú bjóst yfir duld- ist engum og smitaði út frá sér. Að gefast upp var ekki til í þínum huga. Hvernig þú tókst á við veikindin var aðdáunarvert. Þú varst alltaf jákvæð og kraftmikil, hélst svo mikilli reisn alla leið, bugaðist aldrei. Ég á þér allt að þakka mamma. Við vorum svo tengd, þú talaðir oft um að enginn þekkti mig eins og þú gerðir. Það voru orð að sönnu. Þú fylgdist með mér úr fjarlægð, und- anfarin ár, gera ýmislegt sem betur hefði mátt fara. En alltaf beiðstu mín með fangið opið, gafst mér ráð, studdir mig. Það voru engin tak- mörk fyrir hversu langt þú varst tilbúin að ganga til að hjálpa mér og verja mig þegar ég þurfti þess með. Þú varst ákveðin kona, sérlega skyn- söm. Þú komst mér í gegnum margt erfitt tímabilið með þolinmæði, hvatningu og ást. Því mun ég aldrei gleyma. Það er þess vegna sérstak- lega erfitt að hafa ekki getað gert það sama fyrir þig í eina skiptið sem þú virkilega þurftir á því að halda í lífinu, heldur þurfa að standa ráða- laus og máttvana gagnvart því sem þú varst að berjast við. Stundum er talað um að maður geti undirbúið sig að einhverju leyti ef maður veit hvað er í vændum. Ég sé núna að aldrei hefði ég mögulega getað undirbúið mig fyrir þá sorg og þann missi sem ég finn innra með mér nú þegar þú ert horfin á braut elsku mamma. Ég kveð þig með harm í sál og hjarta. En þú munt lifa með mér um ókomna tíð og ég mun varðveita minningu þína. Þú trúðir staðfast- lega á að eitthvað annað biði okkar á öðrum stað þegar ferðalagi okkar hér væri lokið, ég ætla að trúa því líka og að við munum hittast á ný. Ég veit þú munt vaka yfir mér. Vertu sæl elsku mamma mín. Þín verður sárt saknað. Ég elska þig að eilífu. Markús Orri. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Jónu Ólafsdóttur. Mín fyrstu kynni af Jónu voru árið 1990 þegar við Dröfn vorum nýfarin að vera saman. Við Dröfn kynntumst um Þjóðhátíð, en þó ekki í Eyjum eins og Eyjalög gera ráð fyrir, held- ur á Þingvöllum þar sem hún vann þetta sumar. Eftir sumarvinnuna fór Dröfn í lestarferð með vinkonum sínum um Evrópu en hafði lítið fyrir því að láta áhyggjufulla foreldra sína vita um framgang ferðarinnar en ég fékk auðvitað símtöl og bréf frá hverri borg. Jóna og Már voru eðli- lega farin að ókyrrast og gáfust loks upp á biðinni og hófu að leita uppi þennan dreng sem allt í einu vissi meira um ferðir frumburðarins en þau sjálf. Það var svo síðar um haustið að ég kom í fyrsta skipti í heimsókn á Heiðarveginn og þá strax tókst með okkur Jónu góður vinskapur enda vorum við oftar en ekki sammála um málefni líðandi stundar og þá oft þvert á skoðanir dótturinnar. Í þeirri ferð fékk ég sannkallaða fjölskyldueldskírn því í gangi var sláturgerð í Suðurgarði. Þar hitti ég í fyrsta skipti m.a. ömmu hennar og afa og móðurbróðir Jónu, Árni Óli, er gríðarlega öflugur slát- urgerðarmaður. Tengdasonurinn, sem seinna varð, var settur í að sauma saman sláturkeppi sem gekk prýðilega að eigin mati. Við komum oft til Eyja og vorum m.a. þar fyrstu jól og áramót eftir að Kristín Rós, elsta barn okkar, fæddist árið 1995. Það var svo árið 2001 að við Dröfn ákváðum að flytja til Eyja og síðan þá hafa okkur fæðst tvö börn, Andr- ea og Ólafur Már. Eftir flutninginn til Eyja urðu samskiptin mun meiri og nánari og fyrir það ber að þakka. Það er margs að minnast en upp úr standa margar skemmtilegar sumarhúsaferðir með þeim Jónu og Má auk þess sem Markús Orri og langamman Kjartanía komu stund- um með. Um haustið 2006 ákváðum við að vera öll saman erlendis yfir jól og áramót í tilefni 60 ára afmælis Jónu en þá kom áfallið, Jóna greind- ist með krabbamein, sem á endanum tók hana frá okkur allt of fljótt. Mikil breyting varð á Jónu eftir grein- inguna. Hálfháir hælar, pils og Sa- lem voru lögð til hliðar og í þeirra stað komu íþróttaskór og göngugalli. Skemmtilegar fjöruferðir með ömmubörnin og önnur útivera urðu efst á listanum. Sumarið 2007 var al- veg stórkostlegt. Þá vorum við m.a. í viku í sumarhúsi á Skógum. Barátt- an við sjúkdóminn gekk vel og Jónu leið vel. Hún fór á hverju kvöldi í göngutúr og ofar en ekki slógust ömmubörnin og/eða Dröfn með í för. Toppurinn á ferðinni var svo gangan upp á Skógafoss sem var fyrir konu í hennar ástandi gríðarlegt afrek en upp fór hún við mikinn fögnuð okkar allra. Minningarnar og myndirnar frá Skógum og öðrum ferðum munu lifa með okkur um ókomna framtíð. Í hjarta mínu mun ég geyma minningu um hetjulega baráttu þeirra hjóna. Már kletturinn hennar og hún kletturinn hans. Mikill er okkar allra missir. Elsku Már, Markús, Dröfn og ömmubörnin, framundan er mikið fjölskylduverkefni og minning Jónu lifir í okkur öllum. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu, þess vegna er ég betri maður. Gunnlaugur Grettisson. Elsku amma. Það er svo skrýtin tilfinning að vita að þú sért farin. Það mun samt ylja mér að vita að þú ert enn í hjarta mínu og fylgir mér hvert sem er. Amma, þú varst með mér í 13 ár og þau voru öll frábær. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér, svo margt sem ég mun ekki gleyma. Svo margt vekur minningu um þig. Allar þær minningar sem ég á um þig eru frábærar, þú varst yndisleg amma. Öllum leið vel í kringum þig enda ekki hægt annað. Þú lést manni líða svo vel, þú hrósaðir manni og varst svo góð. Ég vil að þú vitir að þú varst alltaf sú sem ég treysti. Ég man á gamlársdag þegar ég var lítil og hrædd við flugeldana og þér þótti þeir ekkert sérstaklega skemmtileg- ir þá sátum við alltaf saman inni í eldhúsi og horfðum á öll hin úti að sprengja. Þegar fólk talaði um að við værum líkar fannst mér það eitt það besta hrós sem ég gat fengið. Hverjum gæti verið betra að líkjast en ynd- islegri, góðri og frábærri konu? Núna þegar ég er að skrifa þetta rifj- ast svo margt upp, svo margar góðar minningar. Eins og í öll skiptin sem við fórum út að labba saman, þegar við sátum heilu klukkustundirnar og töluðum og þegar við hlógum saman. Allt voru þetta frábærir tímar og að geta átt þá með þér er ennþá betra. Kristín Rós. Eftir langa samleið er erfitt að sætta sig við að henni sé nú lokið. Jóna mágkona mín kvaddi að morgni 29. nóv. sl. eftir kraftmikla, þrotlausa, en hljóðláta baráttu við þann vágest sem að lokum lagði hana að velli. Þegar ég kom inn í fjölskylduna (sem oftast er kennd við Suðurgarð í Ve.) var Jóna í námi á Akureyri. Síð- an lá leiðin í Kennaraskólann. Kenn- arastarfið varð svo hennar ævistarf. starf sem hún lagði mikla rækt og til- finningar í alla tíð. Við áttum margar góðar stundir saman, og nú þjóta þær um hugann hver af annarri. Jóna var fædd á gamlársdag „Þegar draslinu er brennt“ voru hennar orð, þegar hún lítil var spurð, hvenær hún ætti afmæli. Já, minning um góða konu, móður, systur og ömmu fylla nú hugann. Minningar sem ekki hverfa, né kveðja. Minningar sem veita nú hlýju og styrk. Jóna var trygg, ekki bara sem mágkona og systir, hún stóð sig bet- ur en margur annar í hlutverki frænku. Oft var leitað til hennar eftir svörum, og ætíð var hún tilbúin að gera sitt besta til að svara þeim spurningum. Hún var dagfarsprúð kona, en föst fyrir og hafði fastar skoðanir á mál- efnum líðandi stundar. Jónu leið hvergi betur en á Eyj- unni sinni fögru, og átti óskir og væntingar henni til handa. Með trega og söknuði kveðjum við þig, kæra systir og mágkona. Við þökkum þér ánægjulega samfylgd. Minning um góða konu mun lifa. Elsku Már, Dröfn og fjölskylda, og Markús Orri, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tíma. Hanna Birna, Árni Óli. Í anddyri Langholtskirkju þar sem ég beið þess að jólatónleikar hæfust blöstu við orðin úr Filppí- bréfinu „verið glaðir“, „verið létt- lyndir“. Fyrr dagsins hafði fregnin borist að okkar kæra Jóna hefði sofnað svefninum langa. Orðin minntu á Jónu, á gleði hennar og létta lund. Jóna í Suðurgarði var fyr- irmynd mín í stórum frændsystkina- hópi. Nú hefur Jóna fyrst í hópnum kvatt allt of fljótt. Við söknum henn- ar sárt. Í dag þegar við fylgjum henni síðasta spölinn erum við þakk- lát fyrir að hafa fengið að deila og læra af þessum mælda tíma með henni. Á mér og Jónu var níu ára aldurs- munur. Upp hrannast minningar úr ofanbyggjarasamfélaginu og upp blossa myndir af Jónu. Jóna var vel gerð, hún hafði erft það besta frá for- eldrum sínum Óla og Svölu í Suð- urgarði. Henni var ummunað að vera vel til fara og var stúdentsdragtin fengin frá Hamborg með aðstoð Irmu á Steinsstöðum og ekki ósenni- legt að Svala hafi haft áhrif á það. Jóna og Már maðurinn hennar og afburða íslenskukennari bjuggu fyrst í litlu húsi við Brekastíg með frumburðinn Dröfn. Þá eitt sinn sagðist Svala þurfa að dobla mig, Már væri farinn í úteyjalífið í Hana og Jóna kynni ekki við sig ein í hús- inu. Svo var það frágengið mál; ég flutti í stuttan tíma og ekki leiðinlegt að vera 14 ára unglingur í vist hjá Jónu; gestagangur og svo fannst mér gaman að strauja og það vissi ráðagóð Svala. Jóna sagði mér frá menntaskólaárunum á Akureyri og gangastúlkusumrunum á Sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum. Vistin varð til þess að við urðum nánar frænkur. Ég fetaði mig í lífinu með hana sem fyrirmynd; fékk næsta sumar vinnu á Sjúkrahúsinu, fór í MA og kenndi um tíma í Barnaskólanum. Aldrei hittumst við án þess að hún rifjaði upp tímann í vistinni og dásamaði unglinginn. Það var Jóna í hnot- skurn; allltaf í góða gírnum, hrós- andi kankvíst og svo fylgdi kímnin, brosið og klukkuhreinn hláturinn með. Jóna ræktaði garðinn sinn af natni, í hófi og án hégóma hvort sem það var lífsins urtagarður eða fal- legur verðlaunagarðurinn við húsið þeirra á Heiðarvegi. Við uxum öll og döfnuðum í garði Jónu en fegursta blómið í garðinum var ávallt hún sjálf. Á afmælisdaginn minn fyrir ári hringdi hún, alltaf jafn yndisleg, með góðar fréttir af heilsufarinu, var staðráðin í að ná bata og sjá túlip- analaukana sem hún hafði sett niður blómstra að vori. Með einstökum dugnaði, daglegum gönguferðum og því uppbyggilega hugarfari sem henni var gefið varð henni að ósk sinni um hríð. Jóna tók meininu með æðruleysi og eðlislægri bjartsýni. Hún hafði óbifandi stuðning Más og barnanna sinna. Fyrr í haust hitt- umst við þegar hún var hér til lækn- inga með Má og Markúsi. Við glödd- umst yfir minningum úr ofanbyggjarasamfélaginu og góðu sambandi hennar og mömmu minn- ar. Hún lét sér þá sem fyrr annt um Ingibjörgu Iris Mai Svölu og Max. Ég bið minningu Jónu Ólafsdóttur blessunar og votta Má, Dröfn, Mark- úsi, Gunnlaugi og barnabörnum, systkinum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð með von um huggun og styrk. Guðrún Garðarsdóttir. Það var skrýtinn síðasti laugar- dagsmorgunn þegar ég fékk tilkynn- ingu um að Jóna frænka mín væri dáin. Þó svo að ég hafi vitað að sjúk- dómur hennar væri kominn á alvar- legt stig var ég alltaf að vonast eftir kraftaverki. Jóna mín, þú varst svo dugleg í veikindum þínum, kvartaðir aldrei en sagðist stundum vera svo- lítið löt. Þú fórst alltaf í göngu einu sinni til tvisvar á dag þegar þú hafðir orku til. Þegar ég var að hæla þér sagðir þú: „Þetta er bara mín vinna.“ Ég var svo heppin hvað þú varst dugleg að koma í búðina til mín í kaffi eftir að þú hættir að vinna og leyfa frænku að fylgjast með hvernig gengi. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir. Þú varst mér og fjölskyldu minni alltaf svo góð og ég tala nú ekki um hvað þú varst móður minni góð, henni fannst alltaf að þú værir hin stelpan sín. Elsku Jóna, þú varst alltaf stóra frænkan sem ég leit upp til og var mjög montin þegar ég var unglingur að eiga frænku í Menntaskólanum á Akureyri. Elsku frænka, nú er þrautagöngu þinni lokið, það verður vel tekið á móti þér. Guð blessi þig elsku Jóna mín. Már, Markús Orri, Dröfn, Gulli, Kristín, Andrea og Óli Már. Guð styrki ykkur og huggi á þessum erf- iðu tímum. Áslaug, Grétar og fjölsk. Eðalperla í yndislegri manneskju var hún Jóna í Suðurgarði frænka mín. Það var ótrúleg upplifun að alast upp í Ofanbyggjarabyggðinni, sveitabæjunum fyrir ofan hraun á Heimaey. Við frændurnir, Sigurgeir og Árni Óli vorum aðeins eldri en Jóna, en hún hafði þegar á unglings- árum mun meiri þroska yfir að ráða en í okkur bjó. Jóna Ólafsdóttir var ankerið okkar í þessari villtu veröld Ofanbyggjarakúrekanna. Hún var alltaf svo skynsöm, yfirveguð og með tillögur sem okkur hefði aldrei dottið í hug. En hún hafði alltaf rétt fyrir sér og mátaði okkur ósjaldan með næmi sínu. Jóna var að sumu leyti gömul persóna í ungri sál og líktist bæði Sigfúsi M. Johnsen sýslumanni og afabróður okkar og Ingu Þórð- ardóttur föðursystur sinni á Akur- eyri, en fyrst og fremst var Jóna með heilsteyptan og mjög aðlaðandi per- sónuleika sem bæði Dröfn og Mark- ús Orri, börn þeirra Más, búa yfir. Þau Suðurgarðssystkin, Addi Óli, Jóna og Magga, eiga margt sameig- inlegt og eitt af því skemmtilegra var hvernig þau settu í brýrnar ef þeim líkaði ekki eitthvað. Maður var fljótur að sjá að það var suðaustan 14 í aðsigi, en hann var aldrei hávær hjá stelpunum. Þær urðu hneykslaðar inn á við eins og Svala mamma þeirra. Suðurgarðsheimilið var í bland sveitaheimili, sjómannsheimili og veiðimannsheimili og allir sem þar komu gengu til verka. Þar voru ríkar hefðir í matargerð, slátri, kjöti, fýl, lunda og súlu, sölum, fiðurvinnsla í heimasaumaðar sængur, kleinugerð, flatkökur og fleira og fleira. Þetta var aðalsmerki beggja ættanna sem bjuggu í Suðurgarði þeirra Svölu og Óla. Jóna kom aftur inn í myndina í framhaldsnámi okkar þriggja frændanna í Kennaraskólanum og auðvitað náði hún okkur af því að hún var frábær námsmaður en við svona og svona, allavega nafnarnir. Jóna var rómaður kennari og stjórn- andi í skólastarfinu og mannkostir hennar nutu sín vel þar. Jóna var alla tíð stoltið okkar, traust og óað- finnanleg, stóð fast á sínu en sann- girnin var hennar aðalsmerki. Hún fór aldrei um hlöð með hávaða, hún var eins og blómgrösin í hlíðinni sem báru vindinn í fangi sínu blítt og mildilega. Svo skall stormurinn á, sjúkdóm- urinn sem er svo sækinn og mis- kunnarlaus. Jóna barðist við hann af sama æðruleysinu og einkenndi lífs- stíl hennar, horfði í gegnum kólgu- haf og himin, naut þess sem stundin hafði upp á að bjóða og fólkið hennar umvafði hana. Þessi barátta var ugg- laust ekki síst erfið fyrir Má eigin- mann hennar sem býr yfir miklu skapi og þrautseigju og það hefur verið sár kvöl fyrir hann að geta ekki breytt til batnaðar því sem sótti að Jónu en umhyggja hans var mikil. Svo féll Suðurgarðsblómið okkar langt fyrir aldur fram og það er söknuður í Ofanbyggjarabyggðinni, það hljóðnaði um hlöð og hafgolan titraði með sorgartrega. Góður Guð varðveiti eftirlifandi og sefi missi þeirra. Í eilífðinni býr nú yndisleg eðalperla. Árni Johnsen. Jóna Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jónu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.