Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 54
54 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Sudoku Frumstig 7 8 1 6 2 3 2 8 7 1 3 5 4 1 6 8 8 9 6 5 6 1 3 9 8 7 2 2 4 1 9 9 7 8 3 2 2 9 1 9 8 5 6 4 7 2 2 4 3 6 5 6 2 9 7 5 6 4 6 7 2 1 6 9 3 7 5 2 3 2 7 8 1 5 5 3 7 6 8 3 6 3 5 1 2 1 9 5 7 4 6 2 8 5 2 1 2 6 4 5 9 1 3 7 8 8 3 1 4 7 2 6 9 5 7 5 9 8 3 6 1 4 2 9 8 3 7 2 4 5 6 1 4 1 5 3 6 8 9 2 7 6 2 7 9 1 5 4 8 3 5 7 6 1 8 9 2 3 4 1 9 8 2 4 3 7 5 6 3 4 2 6 5 7 8 1 9 2 6 4 7 9 5 8 1 3 7 3 5 8 6 1 2 9 4 9 8 1 2 4 3 7 6 5 8 5 6 1 2 4 3 7 9 4 9 3 6 7 8 1 5 2 1 2 7 5 3 9 6 4 8 3 4 8 9 1 6 5 2 7 5 1 2 4 8 7 9 3 6 6 7 9 3 5 2 4 8 1 4 5 9 3 7 6 2 1 8 1 2 7 4 9 8 6 3 5 3 8 6 2 5 1 7 9 4 8 4 5 6 2 9 1 7 3 7 9 1 5 8 3 4 6 2 2 6 3 7 1 4 5 8 9 5 3 2 8 6 7 9 4 1 9 7 8 1 4 5 3 2 6 6 1 4 9 3 2 8 5 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er laugardagur 6. desember, 341. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverji dagsins er alls engingrænmetisæta, þótt honum líki djúpsteiktar kartöflur ágætlega með brösuðu kjöti. Nýlega gerði Víkverji sér tvær ferðir í bílalúgur til að kaupa slíkar frelsiskartöflur. Fyrst var haldið á Aktu-taktu við Sæbraut. Þar mátti Víkverji fyrst bíða í tæpt kortér eftir frelsinu og svo punga út dágóðri summu fyrir herlegheitin. Næsta ferð var að hinni fornfrægu búllu BSÍ við Hringbraut. Þar stóð ekki á þjón- ustunni. Afgreiðslan tók um helmingi skemmri tíma. Skammturinn var nánast tvisvar sinnum stærri. Kokk- teilsósa kom með í kaupbæti. Verðið var lægra. Þá veit Víkverji við hvora stofnæðina frelsið er að finna. x x x Víkverji veit það sem satt er, að tilað stuðla að hamingjuríku sam- bandi er mikilvægt að hrósa maka sín- um reglulega og láta fögur orð falla í garð hans. Það varð Víkverja því mikið umhugsunarefni þegar spúsa hans tjáði honum nýlega að helstu hrós- yrðin sem henni hefðu borist á und- anförnum dögum væru að hún væri annars vegar „alveg hreint ágæt“ og hins vegar „mjög viðkunnanleg“. Þetta var auðvitað þörf ábending og hefur Víkverji einsett sér að viðhafa gífuryrði ekki einungis um ýmsa stjórnmála- og embættismenn héðan í frá, heldur einnig um ástina í lífi sínu. x x x Víkverji var mjög ánægður með yf-irlýsingu frægasta seðlabanka- stjórans, þess efnis að hann gæti snú- ið aftur á markaðstorg stjórnmálanna. Víkverji telur að það sé eina færa leiðin að því markmiði að seðlabankastjórinn og þjóðin samein- ist í þeirri afstöðu að hann þurfi að víkja úr Seðlabankanum sem fyrst. Auðvitað væri mun sniðugra að láta gengi hans ráðast á markaði en að hafa hann áfram í því fastgengisfyr- irkomulagi sem hann er í núna. Reyndar er það svipað með seðla- bankastjórann og krónuna. Til að eiga afturkvæmt á markað þarf hann stóra stuðningsaðila á bak við sig til að auka trúverðugleika, enda rúinn trausti. En hver vill veita þann stuðn- ing? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 berja, 4 tor- veldi, 7 storknað blóð, 8 tæli, 9 kvíði, 11 sárt, 13 skörp, 14 vottar fyrir, 15 kuta, 17 uxar, 20 lítil, 22 gera léttari, 23 virðum, 24 sefast, 25 líkams- hlutar. Lóðrétt | 1 stilla á ská, 2 fuglum, 3 leðju, 4 hæð, 5 skóflar, 6 duglegur, 10 fót, 12 frestur, 13 kona, 15 maður, 16 bumba, 18 fuglar, 19 lofar, 20 rétt, 21 tunnan. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bolfiskur, 8 útboð, 9 subba, 10 lús, 11 tíðka, 13 aftra, 15 hjall, 18 ansar, 21 inn, 22 líkið, 23 glóra, 24 brúðkaups. Lóðrétt: 2 ofboð, 3 fiðla, 4 sessa, 5 umbót, 6 fúlt, 7 bana, 12 kul, 14 fín, 15 hald, 16 arkar, 17 liðið, 18 angra, 19 skólp, 20 róar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Rxe4 4. Bd3 d5 5. Rxe5 Rd7 6. Rc3 Rxe5 7. dxe5 Rxc3 8. bxc3 Be7 9. O-O O-O 10. Hb1 b6 11. Dh5 g6 12. De2 Be6 13. Bb5 Bd7 14. c4 c6 15. Ba6 d4 16. Hd1 Bc5 17. c3 dxc3 18. Bh6 Dh4 19. Hxd7 Dxh6 20. e6 c2 21. Dxc2 fxe6 22. Hf1 Hf6 23. Kh1 Haf8 24. f3 Be3 25. Hxa7 Bf4 26. g4 Hd8 27. Hf2 Be3 28. g5 Dxg5 29. Hg2 Dh4 30. De2 Staðan kom upp í opnum flokki á Ól- ympíuskákmótinu í Dresden í Þýska- landi. Hollenski stórmeistarinn Jan Smeets (2604) hafði svart gegn kollega sínum Viorel Iordachescu (2572) frá Moldavíu. 30… Hxf3! 31. Hxg6+ hvítur hefði orðið mát eftir 31. Dxf3 De1+. 31… hxg6 32. Dxf3 Hd1+! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát eftir 33. Dxd1 De4+. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Multi-slaufa. Norður ♠5 ♥875 ♦KG64 ♣K7632 Vestur Austur ♠G82 ♠Á109763 ♥Á104 ♥K62 ♦Á10853 ♦9 ♣104 ♣D98 Suður ♠KD4 ♥DG93 ♦D72 ♣ÁG5 Suður spilar 3G. Fyrir aðdáendur multi-sagnvenj- unnar er fróðlegt að skoða netta sagns- laufu bandarísku höfundanna Woolsey og Stewart. Þeir spiluðu saman í öld- ungamóti á haustleikunum í Boston og mættu þar öðrum bridshöfundi, Hol- lendingnum Jan van Cleeff. Sá var hrifinn af útfærslunni og gat hennar í mótsblaðinu. Van Cleeff var í norður. Stewart vakti í austur á multi 2♦ til að sýna veika tvo í öðrum hálitnum. Bretinn Kendrick kom inn á 2G og nú sagði Woolsey 3♣ með austurspilin í merkingunni: „Makker, ef mótherj- arnir fara í 3G ber þér að dobla með hjartalit, en passa með spaða.“ Hér er sem sagt verið að leggja grunn að vörninni. Því miður fyrir fræðimennina fóru Kendrick og van Cleeff í 3G og unnu auðveldlega vegna hagstæðrar legu í laufinu. En slaufan er fögur. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þig langar mest til þess að eyða deginum í félagsskap vina og gera eins lít- ið og mögulegt er. Vertu upp með þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft á hvíld að halda og hefðir gott af því að njóta samvista við vini. Spáðu í hvað þú getur gert fleira til þess að bæta frammistöðuna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Tvíburinn kemur auga á snilld- arlegar lausnir þegar honum sýnist svo. Dagurinn mun bjóða þér ýmsa raunsæja möguleika. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það hentar þér betur að einbeita þér að einu í einu en að gera margt sam- tímis. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú skalt búa þig undir að geta átt stund með vinum þínum. Veittu þeim þá handleiðslu sem þér er unnt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Einhver leitar til þín í dag vegna persónulegra erfiðleika og þú mátt reikna með að þurfa gefa honum drjúgan tíma. Sá sem stendur með þér skilur þig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Líttu á jákvæðar hliðar og láttu ekk- ert draga þig í neikvæð viðhorf. Vanda- málin eru eftir sem áður til staðar og eina leiðin er að bretta leysa þau. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þótt best sé jafnan að hafa ör- yggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið. Slepptu ósiðunum sem koma í veg fyrir frama þinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hæg þróun í vissu sambandi veldur þér vonbrigðum. Byrjaðu að mat- búa, lífið kallar á þig. Vertu ekki afundinn þótt aðrir reyni að hjálpa þér til þess. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gaumgæfðu stefnuna sem ótil- greint samband er að taka. Allt fellur í ljúfa löð innan fárra mánaða. Sýndu um- burðarlyndi en haltu þínu striki. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það getur svo sem hitnað í kol- unum við fyrstu kynni en þeir logar deyja oft fljótt. En oftast eru smáatriðin ekki síður mikilvæg og því þarf að gefa þeim gaum líka. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fjölskyldan sameinast á jákvæðan máta og mun deila bæði sorg og hug- myndum um breytingar til batnaðar. Þú ert í stuði til þess að stíga fram og predika yfir náunganum. Stjörnuspá 6. desember 1593 Yfirdómur, æðsti dómstóll á Alþingi, var stofnaður. Hann starfaði í rúmar tvær aldir. 6. desember 1963 Þrír blaðamenn frá franska stórblaðinu Paris Match urðu fyrstir til að stíga á land á Surtsey (sem þá var nefnd Syðstaey) eldgos hófst þar þremur vikum áður. Viku eftir landgöngu Frakkanna komust Vestmannaeyingar út í eyj- una. 6. desember 1965 Íþróttahöllin í Laugardal var formlega tekin í notkun. Hún var talin marka þáttaskil fyrir innanhússíþróttir og sýn- ingahald. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Anna Margrét Elíasdóttir er níutíu og fimm ára í dag, 6. des- ember. Hún dvel- ur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. 95 ára Kristján Björnsson verð- ur fimmtugur í dag, 6. desem- ber. Þeim sem vilja gleðjast með honum og fjölskyldu hans er boðið í sal frí- múrara við Bá- saskersbryggju í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 19 og þiggja léttar veitingar. Í stað gjafa biður hann fólk að koma með gleðina með sér en leggja fé sitt frekar til líknar- og styrktarsjóða. 50 ára Helga Guðrún Jónasdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Cohn & Wolfe Íslandi, er 45 ára í dag. Hún verður dekruð af eiginmanni sínum, en hann ætlar að sjá um að elda ofan í stórfjölskyld- una, sem boðið er í mat í tilefni dagsins. „Ég mun sitja eins og mjög fín afmælisfrú inni í stofu og njóta þess að láta manninn minn dekra við okkur,“ segir Helga Guðrún. Hvað verður reitt fram af kræsingum á að koma afmælisbarninu á óvart. Það verður nóg að gera hjá eiginmanni Helgu, enda koma nánustu ættingjar í mat, auk þess sem þau hjónin eiga samtals fimm börn. Helga Guðrún segir hafa verið frábært að eiga afmæli í desember á æskuárunum. „Þá var maður hálfgert jólabarn.“ Sjarminn hafi aðeins farið af seinna, einkum á menntaskólaárunum, afmælið bar upp á prófatíð. Hún segir eitt eftirminnilegasta afmælið sitt vera fertugsafmælið. Það héldu hún og maður hennar, Kristinn Sigurbergsson, sem fæddur er í febrúar sama ár, saman. „Við ákváðum að halda sameiginlega veislu. Við eigum ágætis pall og garð og gátum nýtt það til veislunnar, sem var mjög vel heppnuð.“ elva@mbl.is Helga Guðrún Jónasdóttir 45 ára í dag Matardekur á afmælisdegi Nýirborgarar Sviss Kristófer Dagur fæddist 5. september kl. 16.15. Hann vó 3.150 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Aðalheiður Hann- esdóttir og Guðmundur Ragnar Sverrisson. Keflavík Lilja María fæddist 2. maí kl. 3.57. Hún vó 3.440 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Ragnheiður Ingi- björg Halldórsdóttir og Finnbogi Þór Erlendsson. Reykjavík Aron Snær fæddist 14. september. Hann vó 3.360 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Hilm- arsdóttir og Jóhann Örn Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.