Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Fons átti FS37 sem varð Stím  Fons átti FS37 ehf., félag sem síðar var endurnefnt Stím  Annað félag í eigu Fons, FS38 ehf., lánaði FS37 2,5 milljarða króna  Verulegur vafi leikur á innheimtu lánsins samkvæmt ársreikningi FS38 ehf. Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@mbl.is FS37 ehf., sem síðar var endurnefnt Stím, var í eigu Fons. Þetta kemur fram í ársreikningi annars félags, FS38 ehf.. Eini hluthafinn í FS38 ehf. er Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristins- sonar, og félagið er skráð til heimilis í höf- uðstöðvum Fons að Suðurgötu 22 í Reykjavík. Fons átti því bæði félögin. FS37 ehf. keypti bréf í Glitni og FL Group fyrir samtals 24,8 milljarða króna þann 14. nóvember 2007. Félagið breytti nafni sínu í Stím ehf. tveimur dögum síðar. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna en lánaði Stím 19,6 milljarða króna til kaupanna. Stærsti eigandi Glitnis var FL Group sem í dag heitir Stoðir. Fons var á meðal stærstu eigenda FL Group sem átti um þriðjungshlut í Glitni. FS38 lánaði FS37 fyrir hluta af kaupum Samkvæmt ársreikningi lánaði FS38 tengd- um aðila, FS37 sem síðar varð Stím, 2,5 millj- arða íslenskra króna árið 2007 með einum gjalddaga á árinu 2008. Í ársreikningnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, stendur orðrétt að „félagið [FS38] hefur lánað FS37 ehf. sem er í eigu Fons hf. 2.500 milljónir króna með einum gjalddaga á árinu 2008. Lánið er víkjandi fyrir öðrum lánum FS37 ehf. Miðað við eignastöðu FS37 ehf. er verulegur vafi um innheimtanleika kröfunnar.“ Stím ehf. hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum dögum vegna ógagnsærra við- skiptahátta. Eini stjórnarmeðlimur félagsins var skráður Jakob Valgeir Flosason, útgerð- armaður frá Bolungarvík, og félagið var skráð til heimilis hjá Saga Capital á Akureyri. Jakob vildi í fyrstu ekkert láta uppi um eignarhald á félaginu en eftir mikla umfjöllun fjölmiðla sendi hann frá sér yfirlýsingu. Í henni sagði Jakob að hann og fleiri fjárfestar hefðu keypt í Stími eftir að starfsmenn Glitnis hefðu kynnt þetta viðskiptatækifæri fyrir þeim. Í HNOTSKURN »23. október 2007 er FS37 stofnað.Það félag var í eigu Fons. »14. nóvember keypti FS37 hlutabréf íGlitni og FL Group af Glitni fyrir 24,8 milljarða. FS38 og Glitnir lánaðu FS37 90 prósent af kaupverðinu. »16. nóvember er haldinn hluthafa-fundur í FS38 þar sem stjórn félags- ins er kosin. Sama dag er nafni FS37 ehf. breytt í Stím ehf. BENSÍNVERÐ og verð á dísilolíu hefur lækkað nokkuð undanfarna daga á sama tíma og krónan hefur styrkst og heims- markaðsverð á hráolíu hefur lækkað. Lækkunin er eitthvað misjöfn eftir fé- lögum en algengt er að bensín hafi lækkað um 5-7 krónur frá mánaðamótum og dís- ilolía um 4-7 krónur. Í gær var algengt verð á 95 oktana bensíni á bilinu 141-143 krónur og verð á dísilolíu um 172-173 kr. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, segir lækkun jákvæða, „en við hefðum viljað sjá þetta gerast örar. Betur má ef duga skal. Vegna gengisþróunar og lækkunar á heimsmörk- uðum lækkaði kostnaðarverð á bensínlítra um að með- altali 4 krónur í gær [ á fimmtudag] og kostnaðarverð á dísilolíu um álíka mikið,“ segir hann. Þetta hefði átt að geta skilað sér í um fimm króna lækkun til neytenda. „Álagningin á bensín hefur heldur lækkað í byrjun des- ember á meðan álagningin á dísilolíu hefur haldið áfram að hækka. Þarna er komið gap á milli. Ef það væru sam- bærilegar forsendur væri munur á kostn- aðarverði á bensíni og dísilolíu um 21 króna, en í útsöluverði er munurinn um 31 króna.“ Forvígismenn olíufélaganna tali hins vegar eina stundina um að taka verði tillit til verðþróunar á hverjum degi í ljósi gengisþróunar og þróunar heimsmarkaðs- verðs. Hina stundina sé talað um að hafa hliðsjón af skipaferðum. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir að þar teygi menn sig eins langt og hægt sé í verðlækkunum. Mjög erfitt sé að meta þró- un á næstunni. Fyrir viku hafi hann ekki getað séð fyrir þá þróun sem nú hafi orðið. Krónan hafi styrkst mikið í gær og fyrradag, en hver verði staða hennar skipti miklu máli á næstu vikum. Hann segir að dísilolía sé hlutfalls- lega dýrari núna á heimsmarkaði heldur en bensín. Það skýrist af vetrarkuldum. Ingvi Ingvason, rekstrarstjóri hjá Skeljungi, segir að styrkist krónan frekar verði meiri lækkun. „Við tökum púlsinn á þessu á hverjum degi,“ segir hann. elva@mbl.is Bensínverð hefur lækkað um nokkrar krónur Hefðum viljað sjá þetta gerast örar og betur má ef duga skal, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB HARÐUR árekstur varð á Vest- urlandsvegi við Borgarnes um kvöldmatarleytið í gær þegar tveir bílar rákust saman. Kona og barn, sem voru í öðrum bílnum, voru flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Bílarnir eru báðir ónýtir en ekki var vitað um tildrög slyssins í gær- kvöldi, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi en mikil hálka var á vegum um það leyti sem slysið varð. Talsverðar tafir urðu á umferð við Borgarnes vegna slyssins allt til klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Árekstur við Borgarnes ANNEY Birta Jóhannesdóttir, sem afhenti í gær Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrsta eintakið af silfurhálsmeni til styrktar Neistanum, styrkt- arfélagi hjartveikra barna, er sex ára hnáta sem hefur farið sex sinnum til Boston í hjartaaðgerð. Móðir Anneyjar Birtu, Guðrún Bergmann, sem er formaður Neistans, kveðst afar þakklát fyrir stuðninginn við félagið en á hverju ári fæð- ast hér á landi allt að 70 börn með hjartagalla. Hálsmenið ber heitið Hjartarfi og er það selt í versluninni Leonard. Hönnuðir eru Eggert Pét- ursson og Sif Jakobs. Sérhannað íslenskt hálsmen til styrktar hjartveikum börnum Morgunblaðið/Kristinn Sex ára og sex sinnum í hjartaaðgerð HRÍFANDI BÓK SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Ljúfsár ... hrífandi ... dramatísk og einlæg. Einar Falur Ingólfsson, Lesb. Mbl. Unaðslegt að lesa þetta ... virkilega góð bók. Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan FORMLEGRI leit að Trausta Gunn- arssyni, sem saknað hefur verið í tæpa viku, hefur verið hætt vegna aðstæðna á leitarsvæðinu. Snjóföl er yfir Skáldabúðaheiði og því erf- itt að leita. Að sögn Odds Árnason- ar, yfirlögregluþjóns á Selfossi, verður fylgst með aðstæðum og far- ið til leitar ef þær gefa tilefni til. Um 200 björgunarsveitarmenn og sjálfboðaliðar víða að af landinu hafa árangurslaust leitað að Trausta sem er sjötugur að aldri og til heimilis að Eskihlíð 12b í Reykja- vík. Engin von er talin til þess að Trausti sé enn á lífi. Hann lætur eft- ir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. jmv@mbl.is Hætta leit að rjúpnaskyttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.