Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 30
30 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HAMINGJAN er smitandi, smitast milli vina, nágranna, systkina og maka líkt og flensa, sam- kvæmt viðamikilli rannsókn vísindamanna við Harvard-háskóla og Kaliforníuháskóla. Rannsóknin byggist á gagnagrunni umfangs- mikillar hjartarannsóknar sem staðið hefur í nokkra áratugi og er kennd við bæinn Fram- ingham í Massachusetts. Nýja rannsóknin náði til 4.739 manna sem svöruðu spurningum vís- indamanna á árunum 1983 til 2003. Rannsóknin bendir meðal annars til þess að líkurnar á því að fólk sé hamingjusamt aukist um 15,3% að meðaltali við það eitt að umgangast hamingjusaman mann. Hamingjusamur vinur vinar eykur líkurnar um 9,8% að meðaltali og jafnvel vinur systur nágrannans getur aukið hamingjulíkurnar um 5,6%. Hamingja vinnu- félaga virðist hins vegar ekki hafa áhrif á það hvort fólk er hamingjusamt. Skýrt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í breska læknatímaritinu BMJ sem kom út í gær. „Rannsókn okkar sýnir að hamingja vinar vin- ar hefur meiri áhrif á það hvort fólk er ham- ingjusamt en umtalsverð launahækkun,“ sagði James Fowler, stjórnmálafræðingur við Kali- forníuháskóla, annar af höfundum greinarinnar. Hamingjan smitast milli manna Þeir sem eiga hamingjusama vini, ættingja og nágranna eru mun líklegri til að vera hamingjusamir sjálfir samkvæmt viðamikilli rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum Í HNOTSKURN » Hamingjusamur vinur,sem býr í minna en 800 metra fjarlægð, eykur lík- urnar á hamingju þinni um 42%, en aðeins um 22% ef fjarlægðin er þrír km. » Hamingjusöm systkiniauka líkurnar á hamingju um 14% ef þau búa í minna en 1,6 km fjarlægð. » Hamingjusamur makieykur líkurnar um 8%. » Nágranni í næstu íbúðeykur líkurnar á ham- ingju um 34% en aðrir ná- grannar hafa ekki áhrif. Hamingjufólk Rannsókn hefur leitt í ljós að maðurinn er ekki bara sjálfur sinnar hamingju smiður. FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LÍK 30 manna fundust í Mexíkó í fyrradag og í borginni Tijuana voru 37 manns myrtir um síðustu helgi. Á einu ári hafa um 4.500 manns fallið í valinn og ófáir verið afhöfðaðir. Í Mexíkó geisar blóðugt stríð og grimmdin og miskunnarleysið eiga sér varla neina hliðstæðu. Mexíkó er orðið að mestu miðstöð eiturlyfjasmygls í heiminum. Kók- aínið, sem framleitt er í Suður- Ameríku, einkum Kólumbíu, er ekki lengur flutt um Karíbahaf til Banda- ríkjanna, sem eru helsti markaður- inn, heldur með sérbyggðum hrað- bátum til Mexíkó. Áætlað er, að eiturlyfjahringarnir velti rúmlega 3.000 milljörðum ísl. kr. á ári. Morð og manndráp víða um heim vekja athygli en í Mexíkó er svo komið, að landsmenn sjálfir eru að verða ónæmir fyrir daglegum frétt- um um dauða tuga manna, oft sak- lausra borgara, karla, kvenna og barna, og ósjaldan hefur fólkið verið hroðalega pyntað og höfuðin höggv- in af. Fyrir tveimur árum olli það hneykslun og reiði þegar höfðum fimm manna var kastað inn á dans- gólf í ríkinu Michoacan en nú þykir slíkt varla tiltökumál. Barist á mörgum vígstöðvum Stríðið stendur annars vegar á milli lögreglunnar og hersins og hins vegar milli eiturlyfjahringanna. Þar við bætist síðan, að eiturlyfjahóp- arnir eiga í blóðugu stríði sín í milli. Þegar Felipe Calderón tók við for- setaembættinu fyrir tveimur árum setti hann 30.000 hermenn í það eitt að kljást við glæpahringana og margir foringjar þeirra hafa verið handteknir og sumir framseldir til Bandaríkjanna. Það hefur svo aftur valdið því, að samtökin hafa brotnað upp í minni hópa, sem berjast um yf- irráðin. Önnur ástæða fyrir átök- unum á milli glæpagengjanna er, að metamfetamín er farið að veita kók- aíninu harða samkeppni á Banda- ríkjamarkaði. Eru sum gengin tekin til við sölu á því og þar með farin að grafa undan kókaínsölunni. Að síð- ustu má nefna þá skýringu á við- bjóðnum og grimmdinni, að liðs- menn glæpahópanna eru oftast sjálfir útdópaðir við morðverkin. Farnir að sakna „einræðisins“ Margir óttast, að eiturlyfjastríðið í Mexíkó sé farið að ógna lýðræðinu í landinu. Spilling er þar rótgróin, í stjórnkerfinu, lögreglu og her, en á 70 ára valdaskeiði PRI, Stofn- anabundna byltingarflokksins, virt- ist þó aldrei vera hætta á beinu stjórnkerfishruni. Það breyttist þó þegar hann hrökklaðist frá völdum og dyrnar opnuðust fyrir miklu fleiri flokka en áður. Þá sáu eiturlyfjabar- ónarnir sér leik á borði og tóku að styðja ákveðna flokka og frambjóð- endur á laun og kaupa eða múta sér þannig leið inn í innstu kima stjórn- kerfisins. Þessi þróun er kjósendum í Mexíkó mikið umhugsunarefni og það birtist í því, að í hverri könn- uninni á fætur annarri rýkur upp fylgið við PRI, hinn gamla einvalds- flokk, sem svo má kalla. Eiturlyfin ógna Mexíkó  Stórstyrjöld með miklu mannfalli geisar í landinu og grimmdin á varla sinn líka  Kjósendur horfa með söknuði til þess tíma er einn flokkur fór með öll völdin KOMIÐ hefur í ljós við rann- sóknir, að neysla bláberja bætir minnisgetuna og hún getur því skipt máli við meðhöndlun sjúk- dóma á borð við Alzheimers. Vísindamenn við háskóla í Read- ing á Englandi komust að því að bláber og aðrir ávextir ríkir af svokölluðu flavín ynnu ekki aðeins gegn sindurefnum í frumunum, heldur virkjuðu þau þann hluta heilans sem stjórnar námi og minni. Dr. Jeremy Spencer, einn vís- indamannanna, sagði, að rann- sóknin sýndi fram á hollustu blá- berja en þau eru auk annars talin bæta sjónina, einkum nætursjón. Í síðasta stríði voru bláber fastur kostur margra herflugmanna. svs@mbl.is Bláber eru góð við minnisleysi VEGNA samdráttarins í efnahags- lífinu um allan heim hefur olíu- verðið snarlækkað og er því spáð, að sú þróun muni halda áfram á næsta ári en snúast við á síðara misseri þess. IEA, Alþjóðaorkumálastofnunin, hefur skorið niður fyrri spá sína um eftirspurn eftir olíu og banda- ríski bankinn Merrill Lynch spáir því, að í mars og apríl, þegar eft- irspurnin er jafnan minnst, muni verðið jafnvel fara niður í 25 doll- ara fatið. Er þá gert ráð fyrir því, að efnahagssamdrátturinn nái líka til Kína. svs@mbl.is Olíuverðið á niðurleið TÍUNDI hver Dani sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús sýkist þar af einhverri bakteríu eða veiru. Nú hefur verið lagt til að þrifnaður á sjúkrahúsunum verði tekinn gagn- gerðrar endurskoðunar. Í dönskum fjölmiðlum segir að það sé ekki nema fyrir hraustasta fólk að gista danskt sjúkrahús og jafnaðarmenn á þingi segja að það sé ótækt að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að vera meðal þeirra 10% sem smitast á spít- alanum. Hafa þeir lagt til að reglur um þrifnað verði yfirfarnar og einkum þar sem staðan er verst. svs@mbl.is 10. hver smit- ast á spítala Hvernig eru eiturlyfin flutt til Bandaríkjanna frá Mexíkó? Að mestu leyti falin í varningi, sem þangað er fluttur en viðskipti milli landanna hafa stóraukist vegna NAFTA-fríverslunarsamningsins. Hvar er ástandið verst í Mexíkó? Líklega í borginni Juárez. Hún er rétt sunnan við bandarísku landamærin og skammt frá bandarísku borginni El Paso, sem er næstfriðsamlegasta borg í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa verið framin 15 morð í El Paso en í Juárez eru þau orðin hvorki meira né minna en 1.300 það sem af er árinu. S&S ÁRLEG pílagrímsferð múslima (hajj) til heilögu borgarinnar Mekka hefst í dag og stendur hún í fimm daga. Hajj er ein af fimm stoðum íslams og er öllum múslimum sem efni og heilsu hafa til ætlað að fara í slíka ferð a.m.k. einu sinni á ævinni. Í ár er búist við metfjölda pílagríma til Mekka og hafa yfir 100.000 öryggisverðir verið kallaðir til starfa til að varna troðningi eða óeirðum þegar um þrjár milljónir manna safnast saman. jmv@mbl.is Reuters Gengið í kringum Ka’aba í Mekka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.