Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eyjafjarðarsveit | Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mund- ir. Haldið var upp á það um liðna helgi. Þá var messað í kirkjunni og kom vígslubiskupinn á Hólum, séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, og pre- dikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt sóknarprestinum, séra Hannesi Erni Blandon, prófasti Eyjafjarð- arprófastsdæmis. Kirkjukór Lauga- landsprestakalls söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Kristjana Arngrímsdóttir á Tjörn í Svarf- aðardal söng einsöng við undirleik Daníels. Kirkjan var þéttsetin og þurftu sumir að standa. Tryggvi Sveinbjörnsson frá Hrísum tók að sér að aka brottfluttum Eyfirðingum, sem nú búa á Akureyri, í athöfnina. Eftir messuna bauð kvenfélagið Hjálpin til kaffisamsætis í Sólgarði. Þar flutti Guðrún Harðardóttir frá Þjóðminjasafni Íslands erindi um Saurbæjarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson sýndi teikningar að hugmyndum um endurgerð Saurbæj- arkirkjugarðs. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius, sem uppi var á árunum 1790-1870, lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóð- minjavarðar. Haldið upp á 150 ára af- mæli Saurbæjarkirkju Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Gengið úr kirkju Kirkjugestir fengu kaffi í boði kvenfélagsins að lokinni af- mælisathöfninni í Saurbæjarkirkju sem nú fagnar 150 ára afmæli. EINAR Skúlason hefur verið ráð- inn skrifstofu- stjóri þingflokks framsóknar- manna og tekur við því starfi af Helgu Sigrúnu Harðardóttur. Einar hefur und- anfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Alþjóða- húss, nánar tiltekið frá árinu 2003. Einar er með BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Ed- inborg. Einar hefur áður tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins og gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Hann sat m.a. í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá 1996 til 2002, þar af sem formaður 1999- 2002. Einar sat einnig í Stúdentaráði HÍ fyrir Röskvu – samtök fé- lagshyggjufólks, árin 1995-1997 og gegndi starfi framkvæmdastjóra þess árin 1996-1997. Einar mun hefja störf hjá þing- flokknum um næstu áramót. Skrifstofu- stjóri Fram- sóknar Einar Skúlason HAPPDRÆTTI Háskóla Íslands stendur um þessar mundir á tíma- mótum en happdrættið fagnar 75 ára afmæli sínu þann 10. mars árið 2009. Af þessu tilefni verður sérstakur aukaútdráttur í desember 2009. Þá geta miðaeigendur unnið 75 milljónir á miðann sinn, auk allra hinna millj- ónavinninganna og smærri vinninga allt árið. Afmælissýning var opnuð í gær en á henni geta gestir og gangandi skoðað ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt tengt langri og við- burðaríkri sögu happdrættisins. 75 milljónir á einn miða HVERFISRÁÐ Háaleitis- og Bú- staðahverfis krefst þess að fallið verði frá lokun á vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Hverfisráðið gagnrýnir það jafn- framt ef ráðast á í þessa framkvæmd án nauðsynlegra mótvægisaðgerða til að tryggja öryggi barna og ann- arra íbúa í hverfinu. Borgarráð samþykkti fyrir skömmu tillögu þess efnis að loka vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Lokað verður í ársbyrjun 2009 og varir lokunin í sex mánuði til reynslu. Mótmæla beygjubanni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sakfelldi í gær lögreglumann fyrir líkamsárás og dæmdi hann til að greiða 120.000 krónur í sekt til rík- issjóðs. Þá á maðurinn að greiða fórnarlambinu 60.000 krónur. Árásin átti sér stað í verslun 10-11 í Grímsbæ í vor. Lögreglumaðurinn var ásamt öðrum kallaður til vegna meints þjófnaðar. Eftir nokkur orða- skipti greip lögreglumaðurinn um háls mannsins og upphófust átök áð- ur en maðurinn var handtekinn. Myndbandsupptaka úr verslun- inni sýndi aðdragandann og átökin. Áður en átökin hófust uppnefndi sá er ráðist var á, lögreglumenn og spurði m.a. lögreglumanninn hvort hann væri „fokking þroskaheftur“. Dæmdur fyrir árás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.