Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Krókhálsi 3 569 1900Sv un tu ro g di sk am ot tu r Leður- svunturnar vinsælu • svartar • brúnar • rauðar Verð kr. 9.900 Diskamottur úr leðri • svartar • dökkbrúnar Verð kr. 2.100 PO RT hö nn un Opið kl. 8:30-16:30 mán.-fös. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 44 39 1 11 /0 8 JÓLAGJÖFIN SEM FLÝGUR ÚT JÓLAPAKKAR ICELANDAIR VERÐ FRÁ 26.900 KR. + Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009. + Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is I EF ÞÚ BORGAR JÓLAPAKKANN MEÐ VILDARKORTI VISA OG ICELANDAIR FÆRÐU 5.000 AUKA VILDARPUNKTA. I ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR HÓTELGISTINGU MEÐ VILDARPUNKTUM, FRÁ 14.000 PUNKTUM Á NÓTT FYRIR TVO. Traustur íslenskur ferðafélagi * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2008 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009. Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 750–11.200 Vildarpunkta. Eftir Önund Pál Ragnarsson og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur FRUMVARP um launalækkun ráð- herra og þingmanna var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorg- un. Frumvarpið var í kjölfarið sent til þingflokka stjórnarflokkanna, en gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi í næstu viku. „Við eftirlátum ráðinu hina end- anlegu ákvörðun um hina endanlegu lækkun. Ráðið fær þá lagaskyldu að úrskurða um slíka lækkun, í fyrsta lagi hjá þingmönnum og ráðherrum og svo í öðru lagi að meta hvernig það gæti átt við um aðra,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir fundinn. Geir sendi formanni kjararáðs, Guðrúnu Zoëga, bréf fyrir tveimur vikum og mæltist til þess að ráðið lækkaði kjör æðstu ráðamanna um 5-15% eftir tekjum hvers og eins. Ráðið taldi sig hins vegar ekki hafa lagaheimild til slíkrar lækkunar og því verður lagaskylda sett á það. Tímabundin lækkun Geir sagði frumvarpið gera ráð fyrir launalækkun allt árið 2009, þetta væri tímabundin lækkun. „Svo verða menn að taka afstöðu til þess eftir 2009 hvað tekur við. Það fer mikið eftir því hvað gerist úti á hin- um almenna markaði, því það er sú viðmiðun sem kjararáð á að nota, svona almennt talað,“ sagði hann. Lækkunin nær til þingmanna og ráð- herra, en kjararáði er eftirlátið að meta með hvaða hætti á að ná til ann- arra sem undir það heyra. Setja lagaskyldu á kjararáð Launalækkunin samþykkt í ríkisstjórn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÁRLAGANEFND Alþingis vinn- ur að frumvarpi til breytingar á lög- um um Ríkisendurskoðun. Tilgang- urinn er sá að Ríkisendurskoðun, sem er undirstofnun þingsins, fái heimild til þess að veita fjárlaga- nefnd aðgang að þeim gögnum sem hún safnar samkvæmt endurskoðun ríkisreikninga. Þetta á ekki síst við upplýsingar um rekstur opinberra hlutafélaga á borð við Landsvirkjun, RÚV, nýju bankana og Flugstoðir svo eitthvað sé nefnt. Opinber hluta- félög nefnast e-hluta stofnanir í rík- isreikningnum. Gunnar Svavarsson, formaður nefndarinnar, segir Alþingi ekki fá nægjanlegar upplýsingar um þenn- an rekstur, hann sé nokkurs konar fríðsvæði. Hins vegar sé eðlilegt að þar sé gengið í takt við rík- isreksturinn að mörgu leyti, t.d. í launamálum þeg- ar harðnar á dalnum. „Það kallast jöfnuður,“ segir Gunnar. Hann segir þagnarskyldu þá gilda um þær upp- lýsingar sem nefndin fær, en þær verði hægt að nota til samanburðar við ríkisreksturinn í heild. „Það er þó alltaf ákvörðun hluthafans, en ekki fjárlaganefndar, ráðherrans á hverju sviði, hvort hann sendir stjórn fyrirtækisins tilmæli um ein- hverja stefnubreytingu,“ segir Gunnar. Meiri vitneskju um ohf. hlutann Jafnt gangi yfir alla í ríkisrekstrinum Gunnar Svavarsson Hafði ekki greitt Bæjarstjórinn í Kópavogi hafði ekki greitt fyrir lóðina í Fróðaþingi. Bæj- arráð afturkallaði úthlutun lóð- arinnar til bæjarstjórans þegar það kom í ljós að lóðin hafði ekki verið auglýst eins og reglur kveða á um. Víkurvagnar smíðuðu þjóðarskútuna Þau leiðu mistök urðu í umfjöllun um úthlutun Mæðrastyrksnefndar í blaðinu á fimmtudag að nafn fyr- irtækisins sem smíðaði og gefur nefndinni Þjóðarskútuna svokölluðu misritaðist. Hið rétta er að það eru Víkurvagnar sem eiga heiðurinn af skútunni. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni eftir hádegi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 20 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl um fertugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnamála. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkni- efna en sem fyrr vill lögreglan minna á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefna- mál. Fíkniefnasíminn er samvinnu- verkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefna- vandann. Ræktaði kannabis í miðbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.