Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 56
56 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 GALLERÍIÐ Luhring Augustine í New York hefur sent frá sér til- kynningu um að Ragnar Kjart- ansson sé orðinn einn af listamönn- um gallerísins. Á snærum þess eru nú um tuttugu listamenn, þar á meðal Rachel Whiteread, Pipilotti Rist, Joel Sternfeld og Josh Smith. Ragnar er sagður hafa skapað einstök verk þar sem hann blandi á sérlega kraftmikinn hátt saman há- stemmdri list, dægurmenningu, leiklist og tónlist. Í verkum Ragn- ars birtast andstæðar kenndir: dep- urð og hamingja, hryllingur og feg- urð, drama og húmor. Í sumar var sett upp samsýning íslenskra listamanna, undir stjórn Markúsar Þórs Andréssonar, í Gall- ery Luhring Augustine. Ragnar átti verk á þeirri sýningu. Ragnar til Luhring Augustine Ragnar Í innsetningunni Guð. HARMONIKUFÉLAGIÐ Hljómur heldur tónleika á morgun kl. 16 í Ráðhúsinu. Á efnisskrá tónleikana eru létt lög úr ýmsum áttum, flest út- sett af Karli Jónatanssyni. Hljómsveitin Hljómur spilar nokkur lög undir stjórn Sig- urðar Alfonssonar, hljóm- sveitin samanstendur af minni hópum sem heita: Eldborgin, Fönix, Smárinn og Dragspils- drottningar og hver þeirra mun spila nokkur lög. Góðkunnir einleikarar stíga á svið, þar á meðal Karl Jónatansson. Guðmundur Steingrímsson spilar með á trommur og Carl D. Tulinius á gítar. Tónlist Harmonikan dunar í Ráðhúsinu Karl Jónatansson GRAFÍSKI hönnuðurinn Jeff- rey Nebolini heldur hádeg- isfyrirlestur í Opna listaháskól- anum á þriðjudag kl. 12 í Skipholti 1, stofu 113. Jeffrey Nebolini er listrænn stjórnandi/hönnuður með ræt- ur í pönkrokki, hjólabretta- menningu, hjólum, jöklum, Arts & Crafts-hreyfingunni, ítölskum „opulence og 50’s“- módernisma. Jeffrey Nebolini er listrænn stjórn- andi IDEO-hönnunarstofunnar í San Francisco. Áður starfaði hann sem aðalhönnuður Burton Snowboards, jafnframt hefur hann unnið með fjölda hönnuða. Hönnun Jeffrey Nebolini talar um hönnun Verk eftir Nebolini JÓLATÓNLEIKAR Kórs Neskirkju verða haldnir á morgun kl. 17 í kirkjunni. Á efnisskránni eru jólalög og sálmar eftir Bach, Sigvalda Kaldalóns, Fauré, Mendels- sohn o.fl. Einsöngvari á tón- leikunum er Gissur Páll Giss- urarsson tenór, organisti með kórnum er Magnús Ragnarson og stjórnandi Steingrímur Þór- hallsson. Fimm hundruð krón- ur af hverjum seldum miða renna til hjálparstarfa í Afríku á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar til minningar um nýlátinn kórfélaga, Ásdísi Ein- arsdóttur, sem bjó um tíma í Afríku. Tónlist Jólatónleikar til styrktar Afríku Gissur Páll Gissurarson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞAÐ er eins og runnið hafi á mig æði í sumar. Þá málaði ég yfir 100 vatnslitamyndir á þremur mán- uðum.“ Jón Axel Björnsson myndlist- armaður er í Studio Stafni í Ingólfs- strætinu og beygir sig yfir kassa sem eru fullir af innrömmuðum vatns- litamyndunum sem hann opnar sýn- ingu á í dag klukkan 16.00. Hann byrjar að raða myndunum á gólfið. - Þú hefur ekki sýnt í átta ár en glímir áfram við fólk í rýminu. „Ég hef alltaf haft áhuga á því. Inn í það koma allskyns hugmyndir. Ég hef eiginlega alltaf verið hrifnastur af geómetrískri myndlist. Hún hefur þó aldrei nægt mér í minni framleiðslu.“ Jón Axel hættir augnablik að tína myndirnar úr kössunum og hugsar sig um. „Ég vil ekki að myndirnar séu lesnar eins og ég hugsa þær. Þetta er þó eiginlega mín analýsa – naflaskoðun. Mér hefur alltaf verið fúlasta al- vara með mínum myndum. Ég trúi á að tilfinningasemi í listum sé eig- inlega bjargræði í listum. Þá á ég við tilfinningasemi í jákvæðum skilningi, ekki móðursýkislega. Ég trúi ekki á neitt nýtt, nema það sem hver sendir frá sér, frá sínu brjósti. Það er alltaf nýtt. Ég vakna sjálfur alltaf með nýjar tilfinningar og get brætt þær inn í þetta form.“ Form flytur hugmyndir Hann er búinn að tæma einn kassa af verkum og hinkrar við. „Ég er orðinn leiður á öllu „nýju“. Með aldrinum verður manni líka andskotans sama hvað er í gangi, miðað við það sem þarf að gera. Ég hef alltaf verið með þessi geó- metrísku form á fletinum. Og ég hef aldrei reynt að komast undan þess- um dekóratífa þætti. Hinsvegar hendi ég mynd ef hún gengur ekki upp inntakslega. Margir samverk- andi þættir gera mynd einhvers virði. Skilurðu hvað ég á við?“ Nú er Jón Axel að byrja að króa sig af með nýju verkunum, sem hann raðar í kringum sig á gólfið. „Ég hef alltaf unnið mjög hratt. Þegar ég er kominn í rétta gírinn fer eitt að leiða af öðru. Þá er maður far- inn að renna niður brekkuna á hjól- inu í stað þess að puða upp.“ Hann tekur fram mynd og horfir hugsi á hana; geislar skella á höfði. - Þú hefur ekki sýnt síðan árið 2000, í Listasafni ASÍ. „Það er síðasta einkasýningin – ég var ánægður með hana. Ég var búinn að plana aðra í Ásmundarsalinn en hún fórst fyrir. Þegar það gerðist ákvað ég að hægja á, enda var ég bú- inn að sýna mikið og ört. En þá kem- ur eitthvað annað í lífinu og þess vegna verður þetta bil svona langt. Ég hef aldrei hætt að vinna en það hefur verið ómarkvisst síðustu ár.“ Ramminn nauðsynlegur Nú er farið að grynnka í kössunum og Jón Axel réttir úr sér. „Ég er ekki planaður í listinni. Ég er einn í þessu í rólegheitum, eins og andinn býður mér í hvert skipti. Þetta er allt mjög tilfinningalegs eðl- is. Helst vil ég skokka einn. Eitt það hryggilegasta sem ég sé – með und- antekningum að vísu – eru hóp- skokkarar. En þegar maður finnur taktinn leiðir eitt verk inn í næsta.“ Nú er síðasta verkið komið á gólf- ið; grænn geómetrískur bakgrunnur og höfuð sem virðist týnt. „Þá er þetta komið! Þá ertu búninn að sjá sýninguna,“ segir Jón Axel. „Nú fáum við okkur kaffi.“ Eftir átta ára sýningahlé sýnir Jón Axel Björnsson nýja röð vatnslitamynda Hefur alltaf verið fúlasta alvara Skokkar einn „Ég trúi á að tilfinningasemi í listum sé eiginlega bjargræði í listum,“ segir Jón Axel þar sem hann situr milli stafla af vatnslitamyndum. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ kynntumst þegar Katie kom til starfa við Sinfóníuhljómsveitina fyrir nokkrum árum og spiluðum fyrst saman í Kristalnum (Kamm- ertónleikaröð Sinfóníuhljómsveit- arinnar), við höfum líka spilað á Gljúfrasteini og stefnum á að fara um landsbyggðina. Flestir hörpu- leikarar hafa einhvern tíma spilað með flautu og flestir flautuleikarar spilað með hörpu, þetta er hefð- bundið dúó,“ segir Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari, en þær Kat- ie Elizabeth Buckley hörpuleikari halda tónleika á morgun í 15:15- tónleikaröðinni í Norræna húsinu, kl. 15.15. En hvers vegna eiga flauta og harpa svona vel saman? Streittist lengi á móti hörpunni „Þetta eru sykursæt hljóðfæri og hafa mikið impressjónískt flæði. Ég streittist nú lengi á móti því að spila með hörpu, en svo leyfði ég sjálfri mér að falla ljúflega í það. Það er líka til hellingur af tónlist fyrir flautu og hörpu. En auðvitað hafa þær eins og öll önnur hljóðfæri mismunandi tón og karakter eftir því hvaða verk er verið að spila.“ Fjölbreytileiki hljóðfæranna mun sannarlega sýna sig á tónleikunum, því Katie og Áshildur leika verk sem spanna fjórar aldir og þrjár heimsálfur. „Við erum til dæmis með indverskt verk eftir Ravi Shankar. Það er gjörólíkt Greens- leeves-tilbrigðunum og rómantísku verki eftir Donizetti,“ segir Áshild- ur. Þær spila þrjú frönsk impress- jónísk verk eftir Ibert, Renié og Saint-Saëns, en með impressjón- ismanum segir Áshildur að hafi haf- ist göllöld hörpunnar og flautunnar. Kvöldlokka eftir ameríska tón- skáldið Perischetti er líka á dag- skrá auk fyrrnefndra verka, en Greensleeves-tilbrigðin eru frá 16. öld. Katie Buckley og Áshildur Haraldsdóttir spila í 15:15 Þetta eru sykursæt hljóðfæri Impressjónískt flæði Katie Buckley og Áshildur Haraldsdóttir. Jón Axel Björnsson hefur frá því hann kom fram sem þroskaður málari á 9. áratugnum ávallt notað miðil sinn á frásagn- arlegan máta. Jafnframt má segja að hann hafi miðlað sterk- ari nærveru sjálfsins en títt er í íslenskri samtímamyndlist... Ýmis myndtákn sem kenna má við myndlykla í stafrófi verka hans ganga reglulega aftur svo minnir á reglufestu helgimynda. Úr texta Auðar A. Ólafsdóttur í skránni. Nærvera sjálfsins Eftir Fighting-Shit tónleika fór maður bara heim að sofa, gjör- samlega búinn á því. 58 » Í UMFJÖLLUN um tónleika Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna urðu þau mistök að rangur tónleikastaður var gefinn upp. Hið rétta er að tón- leikarnir verða í Fella- og Hóla- kirkju klukkan 17.00 á morgun, sunnudag. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTTING SÝNING á verkum Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar myndlist- armanns stendur nú yfir á The Bridge-listakaupstefnunni í Miami, á vegum Gallery Boreas. The Bridge-kaupstefnan fer fram um leið og Art Basel Miami. Þessar kaupstefnur eru sagðar til samans draga að fleiri safnara, sýning- arstjóra og myndlistarunnendur en aðrar slíkar uppákomur. Á sýningu Birgis er úrval úr myndröðum sem hann hefur unnið að og sýnt hér á liðnum árum. Birgir Snæ- björn í Miami Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.