Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 33
Daglegt líf 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 fjölskyldan tilheyrðum efri millistétt, bjugg- um í stóru einbýlishúsi með tvöföldum bílskúr og sundlaug í bakgarðinum. Þegar ég var tíu ára varð pabbi, sem var byggingaverkfræð- ingur, gjaldþrota og við misstum allt. Pabbi hvarf og mamma fór með okkur börnin til Ís- lands. Við fluttum inn í pínulitla íbúð sem bærinn leigði okkur á Faxabraut 22 í Kefla- vík. Þetta var ekki slæmt fyrir okkur börnin en erfitt fyrir mömmu í byrjun. Eftir þetta varð manna mjög stór og merkileg kona af því hún hafði farið í gegnum þrengingar og þroskast af þeim. Þegar ég var þrítugur fór ég að vinna fyrir mér sem götusöngvari. Á vetrum bjó ég ásamt konu og börnum í íbúð en strax í maí fluttum við í húsbíl og vorum þar fram í sept- ember. Ég borgaði ekki rafmagnsreikning og borgaði ekki skatt. Þannig lifði ég í fimm ár, átti ekki neitt og skuldaði ekki neitt. Á hverj- um degi fór ég út á götu og spilaði og pening- arnir sem ég fékk nægðu fyrir mat þann dag- inn. Þetta var einfalt og dásamlegt líf. Eins og eilíft sumarfrí. Í dag á ég hús með bankanum mínum, ég borga af því til bankans í hverjum mánuði eins og ég sé að borga leigu. Þegar menn eru með hús og bíl á lánum þá eru þeir orðnir hálfgerðir þrælar í þjóðfélaginu.“ Slæmar fyrirmyndir Það er mikil reiði í þjóðfélaginu út af efna- hagsástandinu og vegna þess hversu útrás- arvíkingarnir lifðu hátt og skildu svo eftir sig sviðna jörð. Hvað finnst þér að fólk eigi að gera. Á það að leyfa sér að vera reitt eða á það að taka hlutunum með jafnaðargeði? „Þegar ég var yngri fór fólk leynt með það ef það átti mikið meira en aðrir. Það skamm- aðist sín meira að segja svolítið fyrir það. En á þeim góðæristíma sem nú er nýlega lokið spratt upp fullt af ungum spútnikum sem voru ófeimnir við að grobba af eigin ágæti. Þeir opinberuðu gríðarlegan hroka og sjálfs- ánægju. Hér áður fyrr þótti ekki fínt að grobba af eigin ágæti en skyndilega áttu menn að vera ánægðir með sjálfan sig og ber- ast á. Litlu bankastrákarnir keyrðu um á Range Rover og gengu um í röndóttum jakka- fötum eins og Björgólfur Guðmundsson. Þetta urðu nýju lífsgildin. Krakkar í grunnskóla vildu ekki lengur verða slökkviliðsmenn eða löggur heldur verðbréfaspekúlantar og græða á tá og fingri og keyra um á lúxusjeppum og fara á milli landa í einkaþotum. Þetta eru slæmar fyrirmyndir fyrir æskuna. Vonandi breytist þetta núna. Græðgina ætti að flokka sem sjúkdóm, alveg eins og alkóhólisma, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma. Ég get ekki sagt fólki hvað það á að gera. En ég get sagt hvað við eigum að gera til að losna við að upplifa þetta ástand aftur. Við eigum að auka andlega velmegun, meðtaka þau almennu siðferðisgildi sem okkur voru kennd í æsku og fara eftir þeim. Við eigum að hlúa að þeim sem standa höllum fæti í lífinu og losa okkur við eigingirnina. Við fylgdum frjálshyggjunni of lengi. Þeir sem aðhyllast frjálshyggjuna eru menn sem aðhyllast glundroða og kaos. Þar hugsar hver um sig. Andleg velmegun er andstæða frjálshyggju. Ástæðan fyrir hruninu sem við höfum upp- lifað er að við vörpuðum siðferðisgildum fyrir borð. Um leið komumst við í andlega kreppu. Við þráum sennilega öll að vera andlega þroskuð og vel gefin. En til að geta verið and- lega þroskaður þarf maður að fara í gegnum hremmingar. Það er hluti af lífinu. Þær þrengingar sem við Íslendingar eigum von á og mikið er talað um eru því kannski byrjun á einhverju góðu.“ Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.