Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 29
Fréttir 29VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 STJÓRN Exista hefur samþykkt að hefja viðræður við einkahlutafélag í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona um kaup Exista á öllu hlutafé í félaginu Kvakki ehf. Þá hefur stjórnin samþykkt í framhaldi af þessu að nýta heimild hluthafa- fundar Exista frá 30. október sl. um að auka hlutafé í félaginu um 50 milljarða hluta til greiðslu fyrir hluti í Kvakki ehf. Í tilkynningu frá Exista segir að tilgangur Kvakks sé varsla hand- bærs fjár. Þá segir að viðræðurnar feli í sér að Ágúst og Lýður leggi handbært fé Kvakks til Exista í skiptum fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Markmiðið með viðræðunum sé að styðja við eiginfjárgrunn Exista og að auka handbært fé og styrkja frek- ar stöðu félagsins í viðræðum sem nú standi yfir við fjármálastofnanir og lánardrottna. Verðið í viðskiptunum hefur ekki verið ákveðið. Stjórn Exista hefur samþykkt að boða til hluthafafundar eigi síðar en 31. desember 2008 þar sem lögð verður fram tillaga um niðurfærslu á hlutafé félagsins. gretar@mbl.is Markmið að styðja við eiginfjárgrunn Exista Morgunblaðið/Frikki Fundur Lýður Guðmundsson á hlut- hafafundi Exista í lok október. Fjármálaeft- irlitið (FME) hefur lagt 20 milljóna króna stjórnvaldssekt á Eimskipa- félagið. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu inn- herjaupplýsinga vegna fjárhags- erfiðleika Innovate Holdings, dótt- urfélags Eimskips í Bretlandi, síðastliðið vor. Málefni Innovate voru til um- ræðu á stjórnarfundi Eimskips í febrúarmánuði síðastliðnum og kom þá fram að áætlanir vegna Innovate gengu ekki eftir. Segir FME að Eimskip hefði átt að til- kynna strax þá um erfiðleikana, en ekki bíða með það í fjóra mánuði. Hefur FME því komist að þeirri niðurstöðu að Eimskipafélagið hafi brotið gegn lögum um verðbréfa- viðskipti. gretar@mbl.is Sektað um 20 milljónir króna Setti slys strik í þinn reikning? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys breyta aðstæðum í lífi okkar og starfi. Fáðu greiddar þær bætur sem þú átt rétt á. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR var óhagstæður um 109,6 milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa árs, en það er nokkru minna en á fjórð- ungnum á undan er hallinn var um 128 milljarðar. Þetta eru niðurstöður bráðabirgðayfirlits um greiðslujöfn- uð við útlönd og erlenda stöðu þjóð- arbúsins sem Seðlabankinn birti í gær. Endalok tímabils Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að skoða megi bráðabirgðayfir- litið frá Seðlabankanum sem svip- mynd af endalokum tímabils. Viku eftir lok þriðja ársfjórðungs hafi neyðarlögin verið sett og hrun ís- lenska bankakerfisins hafi þá verið staðreynd. Með því hafi ýmsar þær stærðir sem ráða miklu um þróun viðskiptajafnaðar breyst. Til að mynda sé ljóst að þáttatekjujöfnuð- ur muni spila talsvert minna hlut- verk næsta kastið en verið hefur undanfarin ár, og afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði sé tekinn við af miklum halla á undangengnum miss- erum. „Því er líklegt að tímar mikils viðskiptahalla séu að baki og að nið- urstaðan verði nálægt núllinu, eða hugsanlega nokkur afgangur af ut- anríkisviðskiptum næstu árin,“ segir í Morgunkorninu. Viðskiptajöfnuður batnar á milli ársfjórðunga Í HNOTSKURN » Minni halli þáttatekna ogá þjónustjöfnuði skýra að mestu þá breytingu sem varð á viðskiptajöfnuði milli annars og þriðja ársfjórðungs. » Hreint fjárinnstreyminam 166,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. » Bein fjárfesting innlendraaðila erlendis jókst um 49 milljarða en bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi dróst saman um 18,8 milljarða. » Umtalsverður samdrátturvarð á verðbréfafjárfest- ingum erlendra aðila á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Morgunblaðið/Golli Viðskiptajöfnuður Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Seðlabankans var við- skiptajöfnuður óhagstæður um 109,6 milljarða á þriðja ársfjóðungi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.