Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Peugeot framleiddi sína fyrstu piparkvörn 1840. Verkið í kvörnunum er ennþá það áreiðanlegasta á markaðinum og ástæðan fyrir því að Peugeot býður 30 ára ábyrgð. Peugeot kvarnir fást hjá: Kokku á Laugavegi 47, Duka Kringlunni, Tekk Company Bæjarlind 14-16 í Kópavogi, Pottum og Prikum á Strandgötu 25 á Akureyri og Cabo við Hafnargötu 23 í Keflavík. Svo er auðvitað hægt að kaupa þær á kokka.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Peugeot, skoðaður til 2038 Sagt er frá athafna- mönnum og farand- verkafólki, knattspyrnuköppum og stjórnmálamönnum og síðast en ekki síst baráttunni um fram- tíð byggðar í Vestmannaeyjum. holar@simnet.is Hér eru sögurnar óteljandi Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is JÓRUNN Viðar tónskáld, píanó- leikari og tónlistarkennari verður níræð á morgun. Í samtali við blaðamann sló hún á sína léttustu strengi, hló dátt og gladdist yfir tilverunni. Skemmtilegri mann- eskjur eru vandfundar. „Þú ert ekki billeg,“ segir hún hlæjandi þegar blaðamaður ber upp erindi sitt. „Ég hef frá mörgu að segja og þú gætir lent í því að ég talaði endalaust,“ bætir hún við sposk. „Ég er sko orðin kvikmynda- leikkona, og myndin verður sýnd í dag, – það er fyrsta sýning, bara prufa fyrir gesti. Það var þannig að Ari Alexand- er heimtaði bara að fá að gera um mig heimildamynd, og er búinn að vera hjá mér eins og grár köttur í heilt ár, og ég ekkert nema feimn- in og kem engu út úr mér,“ segir Jórunn og ég veit ekki hvort þetta eru öfugmæli, þar til hún tekur af skarið. „Ég skal segja þér, að ég er orðin svo mælsk að undir það síðasta talaði ég beint inn á mynd- ina sjálfa. Þú sérð að það er ým- islegt sem ég stend í, að verða ní- ræð.“ Fyrsta kvikmyndatónskáldið Jórunn Viðar á langan feril að baki sem tónskáld, píanóleikari og tónlistarkennari. Meðal verka hennar eru píanókonsertinn Slátta, ballettarnir Eldur og Ólaf- ur Liljurós, Mansöngur fyrir Ólafs rímu Grænlendings, Tilbrigði um íslenskt þjóðlag fyrir selló og pí- anó, Íslensk svíta fyrir fiðlu og pí- anó, fjöldi sönglaga og kórverka. Jórunn er líka höfundur fyrstu ís- lensku kvikmyndatónlistarinnar; hún samdi hana við mynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í daln- um. Það er ekki langt síðan Jór- unn sá myndina aftur, en þá hafði hún ekki séð hana frá því 1950 þegar hún var gerð. „Ég varð al- veg undrandi hvað myndin var góð, eftir allan þennan tíma. Ósk- ar Gíslason sýndi hana út um allt, og hún gerði mikla lukku.“ Mahler er góður förunautur Jórunn kveðst hafa ætlað sér að láta níræðisafmæli sitt líða hljóð- laust hjá. „Ég kemst víst ekki upp með það. Það er mikil upphefð fyrir mig, að Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ætlar á morgun að spila Eldinn minn og þar á eftir fyrstu sinfóníu Mahlers. Að setja okkur Mahler í eina flækju þykir mér afskaplega gaman – Mahler er góður förunautur og ég ætla að mæta á tónleikana.“ Það er fjarri lagi að Jórunn sé hætt að semja. Hún er nýbúin að klára verk sem hún samdi við þulu eftir tengda- son sinn, Valgarð Egilsson. Það heitir Gátur fyrir konunga. „Verk- ið er þannig í sniðum að það má breyta því í margra kvikinda líki. Það má til dæmis vera fyrir tvo kóra og tvo einsöngvara, ellegar getur píanóleikari brillerað á pí- anóið með fínan einsöngvara, ell- egar þá að allir sitji og prjóni meðan þeir raula það,“ segir Jór- unn og hlær og staðfestir að fleiri verk séu í smíðum. Putti í umsátri um tónlistina Þegar Jórunn er spurð að því hvort hún geri upp á milli barna sinna, tónskáldsins í sér og píanó- leikarans, svarar hún á sinn kerskna hátt: „Þetta kemur á óvart, því nú hef ég engan tíma til að hugsa mig um. Ég er börn- unum mínum – alvörubörnunum – góð mamma; mér finnst þau skemmtileg og það er gaman að vera með þeim. Dætur mínar þekkja líka kvalastundirnar sem maður gengur í gegnum, til dæmis þegar maður er ekki viss um að maður kunni hundrað prósent það sem maður á spila næsta dag og er að velta því fyrir sér hvort maður hljóti ekki að ruglast í takti 28. Þá verður maður að brjótast í gegnum það sem erfiðast er í hug- anum. En puttarnir eru sniðugir, því oft kunna þeir hlutina betur en maður heldur; það er eins og beygjan á miðjum fingri sé búin að undirbúa allt og sé tilbúin í umsátri sínu um tónlistina. En í alvöru talað, þá hef ég aldrei getað hætt að spila. Ef ég sleppi því má alls ekki líða einu sinni vika á milli því píanóið togar í mig og ég verð bara að halda áfram. Þess vegna spila ég enn. Þó á tónskáldið sterkari ítök í mér. Ég var þriggja ára þegar ég gat spilað Heims um ból á píanóið, en ég var líka ung þegar ég samdi mín fyrstu verk, mars og sönglag. Ég hafði góða áheyrendur heima því Drífa systir mín tók vel und- ir.“ Falleg túlkun og seiður Í vinnslu er plata með söng- lögum eftir Jórunni en flytjend- urnir eru Helga Rós Indriðadóttir söngkona og Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir píanóleikari. „Þetta er mikið mál, því það er erfitt og kostnaðarsamt nú til dags að gefa út. En tónskáld er ekki hálf mann- eskja nema það komi einhverju frá sér. Sum af lögunum er ég búin að eiga frá því í barnæsku. Eitt það fyrsta sem ég samdi var Sestu hérna hjá mér systir mín góð. Ég átti eina systur og hún var best í heimi. En þessar ungu konur eru góð- ar. Helga Rós er búin að syngja í mörg ár í óperuhúsum í Þýska- landi og hefur mjög fallega túlkun. Guðrún Dalía hefur seið sem margir píanóleikarar vita ekki hvað er. Seiðurinn ilmaði alveg fram að dyrum þegar ég heyrði hana æfa með Helgu Rós. Það er mikils virði fyrir mig að fá svona gott fólk til að flytja verkin mín.“ Í flækju með Mahler Jórunn Viðar tónskáld og píanóleikari fagnar níræðisafmæli Jórunn Viðar „Verkið er þannig í sniðum að það má breyta því í margra kvikinda líki,“ segir tónskáldið um verk sem hún hefur nýlokið við. Morgunblaðið/Brynjar Gauti »En puttarnir erusniðugir, því oft kunna þeir hlutina betur en maður heldur; það er eins og beygjan á miðjum fingri sé búin að undirbúa allt og sé tilbúin í umsátri sínu um tónlistina. RÚSÍNAN í pylsuenda Tónlist- ardaga Dómkirkjunnar, sem staðið hafa undanfarnar vikur, verður flutningur Dómkórsins á þremur fyrstu hlutum Jólaóratóríu Jóhanns Sebastians Bach í dag, á Nikulás- armessu, kl. 17 í Langholtskirkju. Flytjendur auk kórsins verða Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólf- ur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bariton, auk 25 manna hljómsveitar. Stjórnandi er Mar- teinn H. Friðriksson. Jólaóratórían hjá Dómkór Stjórnar Marteinn H. Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.