Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 45
Minningar 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Vinur okkar Oddur lést á Sjúkra- húsi Seyðisfjarðar 25. nóvember Hermann Oddur Sigurjónsson ✝ Hermann OddurSigurjónsson fæddist á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð 23. maí 1919. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallfríður Her- mannsdóttir hús- móðir og Sigurjón Oddsson trésmiður. Oddur var næst- yngstur fimm systk- ina, sem öll eru látin. Hin voru Hulda, Rögnvaldur, Katr- ín og Guðrún. Oddur ólst upp og stundaði al- menna verkamannavinnu á Seyð- isfirði og víðar. Útför Odds fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 2008 og vantaði því að- eins 6 mánuði í 90 ára afmælið. Hann var traustur vinur og tryggur. Þessi gamli maður lét sig ekki muna um það að koma á þorra- blót síðast liðinn vetur og ganga í hálkunni frá spítalanum og nið- ur í Herðubreið eða koma alla leið suður til Reykjavíkur til að koma á Sólarkaffi brottfluttra Seyðfirð- inga sem haldið er yfirleitt í kringum 19. febrúar ár hvert og svo aftur heim að því loknu, meðan við sem yngri erum veltum því fyrir okkur hvort við förum á sólarkaffi eða þorrablót ef veðrið er vont. Nei, Oddur mætti og var með allan tímann fram á síðustu stund. Þegar við vorum á tjaldsvæðinu á Seyðisfirði síðastliðið sumar, kom þessi gamli maður röltandi niður eft- ir til Eddu frænku sinnar, Bóbós og okkar, færandi öllum gjafir, sem hann gerði reyndar á hverju ári, þeg- ar við komum austur. Alltaf þegar við komum til að sinna viðhaldi á húsi Seyðfirðinga- félagsins þá var honum mikið kapps- mál að Edda og Stebba færu með honum inn í kirkjugarð til að ganga frá blómum og hugsa um leiði for- eldra sinna og Jönu, ekki mátti gleyma henni. Þegar við kvöddumst síðastliðið sumar þá var honum mjög í mun að vita hvort við kæmum ekki öll aftur á þorrablótið fyrir austan næsta vetur. Það verður mikil breyting fyrir okkur að koma austur næst. Við munum sakna þín, Oddur minn, og minnast með hlýjum hug. Megi þú hvíla í friði. Hefjum upp augu’ og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesú vér fáum sjálfan séð, sorg öll og kvíði’ er þá fjarri. Senn kemur eilíf sumartíð, sólunni fegri’, er ljómar blíð Drottins í dýrðinni skærri. (Valdimar Briem.) Stefanía og Þór. ✝ Ásmundur Frí-mannsson fæddist í Neskoti í Flókadal 31. júlí 1919. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Siglufjarðar 30. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Frímann Viktor Guðbrandsson bóndi og kona hans Jósefína Jósefsdóttir. Ásmund- ur átti 15 systkini, þau eru: Jón, f. 1913, látinn, Katrín, f. 1914, látin, Jórunn, f. 1915, Sigurbjörn, f. 1917, látinn, Stefanía, f. 1920, látin, Guðbrandur, f. 1922, látinn, Gestur Árelíus, f. 1924, lát- inn, Þórhallur, f. 1925, látinn, Haf- liði, f. 1927, Guðmundur, f. 1929, Benedikt, f. 1930, Sveinsína, f. 1931, Zophonías, f. 1933, Pálína, f. 1935, og Regína, f. 1936. Kona Ásmundar var Ólöf Svein- björg Örnólfsdóttir frá Norðfirði, f. 20. júlí 1919, d. 6. ágúst 2007. Börn þeirra eru: a) Frímann, f. 23. ágúst 1942, kvæntur Aud Hole Ásmunds- son, þau eiga þrjá syni og eitt barnabarn. b) Þórir Jón, f. 2. júní 1947, kvæntur Margréti Hjaltadótt- ur, þau eiga tvær dætur og sex barnabörn. c) Þórey, f. 26. júní 1948, gift Herði Jósefssyni, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. d) Guðrún Hjördís, f. 14. september 1951, gift Kristni Jóhannessyni, þau eiga tvær dætur og sjö barnabörn. e) Þórhallur, f. 23. febr- úar 1953, sambýlis- kona Halla Kjart- ansdóttir. Þórhallur á tvö börn og Halla þrjú, saman eiga þau fimm barnabörn. f) Örnólfur, f. 2. maí 1954, kvæntur Ásdísi Magn- úsdóttur, þau eiga fjögur börn og fyrir átti Örnólfur soninn Kristján sem á einn son. g) Kristinn Brynjar, f. 21. júlí 1955, sambýliskona Sig- rún Ósk Snorradóttir. Kristinn á fjögur börn, Sigrún sex og saman eiga þau 22 barnabörn. h) Jósep Smári, f. 10. júní 1957, kvæntur Re- bekku Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Ásmundur verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður á Barði í Fljót- um. Elsku Addi minn, þá er kallið kom- ið og þú kominn við hlið hennar Ollu þinnar þar sem þér hefur ávallt liðið svo vel. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka fyrir að hafa átt þig fyrir tengdaföður. Ég kom fyrst heim að Austari-Hóli fyrir u.þ.b. 30 árum þegar við Öddi sonur þinn vorum að draga okkur saman. Það var oft margt um manninn enda börnin átta og svo voru það tengdabörnin og barnabörn. En alltaf var nóg pláss. Þó svona eftir á að hyggja hafi nú húsa- kynni í gamla bænum ekki verið mikil þá var þar nóg hjartarými og gest- risni í hávegum höfð. Það breyttist ekki við að flytja í nýja húsið, það eina sem breyttist var að húsplássið varð meira og allur aðbúnaður mun betri. Þið hjónin voruð ákaflega samhent og hjálpuðust gjarna að. Þegar mér verður hugsað til þess hversu þið nut- uð þess að fá heimsóknir sé ég Adda fyrir mér með kíkinn að fylgjast með umferðinni í dalnum, athuga hver væri á ferð og hvort það væri ekki örugglega einhver sem væri að koma að Austari-Hóli. Ekki var hægt að koma þeim á óvart, þau höfðu séð til ferða okkar og voru ávallt tilbúin að taka á móti okkur. Flókadalurinn var þér einkar hug- leikinn, enda fæddur þar og uppalinn, þar hófst þú þinn búskap með henni Ollu þinni og áttir þar heima þar til heilsan fór að gefa sig og þið fluttuð til Siglufjarðar. Ekki ferðaðist þú nú mikið um dagana og bílpróf tókst þú aldrei, fórst þínar verslunarferðir nið- ur í Haganesvík og síðar á Ketilásinn á dráttarvélinni, sem hefur tekið sinn tíma, það var ekki stressinu fyrir að fara þar. Eftir að þið fluttuð til Siglufjarðar fjölgaði samverustundum okkar. Súkkulaðiskálin góða er börnunum okkar minnisstæð. Meðan þið bjugg- uð á Skálarhlíð spilaðir þú mikið. Makkerinn þinn var farinn að tapa verulega sjón og þið kannski ekki mikið að spá í hvernig spilaðist úr spilunum. Ég er viss um að þið hafið ekki oft unnið spil, en það var fé- lagsskapurinn sem skipti máli og leik- gleðin sem réð ríkjum. Veit ég heldur ekki til þess að það hafi kastast í kekki á milli ykkar í spilunum þó svo ekki hafi alltaf verið farið eftir spila- reglum, jafnvel stundum svikið lit. Satt að segja man ég ekki eftir að hafa séð þig skipta skapi, þú hafðir svo ein- staklega gott lundarfar. Þú áttir ekki mikinn veraldlegan auð enda var það ekki það sem þú sóttist eftir heldur voru það börnin, síðan barnabörnin og barnabarna- börnin sem skiptu þig máli. Er mér það t.d. minnisstætt þegar við Öddi eignuðumst yngsta barnið okkar að þið Olla frestuðuð för í Fljótin. Þið voruð þá búsett á Skálarhlíð en fóruð gjarnan yfir hásumarið heim að Aust- ari-Hóli enda sveitin ykkur einstak- lega hugleikin. En þrátt fyrir að barn- ið væri ekki væntanlegt fyrr í byrjun júlí vilduð þið bíða eftir fæðingunni áður en þið færuð í sveitina ykkar. Undanfarin ár dvöldust þau hjónin á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, fyrst saman eða þar til Olla lést 6. ágúst 2007. Þar nutu þau ætíð fyrsta flokks umönnunar. Viljum við Öddi þakka öllu því yndislega starfsfólki sem þar starfar fyrir þeirra ómetan- lega starf. Að lokum vill fjölskyldan þakka fyrir allar dýrmætu samverustund- irnar og þann fjársjóð minninga sem við eigum. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Ásdís. Elsku afi, nú hefur þú fengið hvíld- ina þína. Búinn að kveðja þennan heim og kominn heim til ömmu þar sem hún hefur sjálfsagt beðið þín með kökugerðarsvuntuna um mittið, sól- skinsbros á vör og nýbakaðar lumm- ur. Það er fallegt að hugsa um það að nú séuð þið saman á ný. Afi og amma í sveitinni, nú sveit himnanna. Við sitj- um eftir og hugsum um allar góðu stundirnar sem við áttum saman í sveitinni hjá þér og ömmu. Það voru yndislegar stundir. Minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Heillin mín eru orð sem koma strax upp í hugann, þú varst vanur að kalla „jæja heillin mín“. Það var gaman að vakna á morgnana, finna kakóilminn streyma inn í herbergi og heyra þig hlusta á veðurfréttirnar á gufunni. Svo var farið með þér út í fjárhús að stússast með mjólkurpela handa heimalningnum og mat í dalli handa kisunum, þér þótti aldrei neitt mál að hafa krakkaskarann á eftir þér og þú leyfðir okkur oft að leika inni í hlöðu og þar var endalaust hægt að raða böggum og búa til heilu húsin. Hey- skapurinn í sveitinni lifir sterkt í minningunni og það var sama sagan þar, aldrei fundum við krakkarnir fyrir því að við værum fyrir, þótt mik- ið lægi við að heyja, og fengum við að hjálpa eins og hægt var. Það þótti mikið sport að fá að sitja á vagninum þegar var verið að tína saman bagg- ana og keyra heim í hlöðu og allra skemmtilegast var að fá að sitja þér við hlið í traktornum. Þær voru líka góðar stundirnar við matarborðið sem svignaði undan kræsingunum hennar ömmu og oft margir svangir munnar að metta eftir slátt eða hey- skap. Þar var notalegt að sitja með þér á legubekknum þínum við eldhús- borðið þar sem þú lagðir þig svo eftir hádegismatinn og hlustaðir á fréttir og veðurfréttir á gömlu gufunni, sem í dag eru ljúfar minningar tengdar afa í sveitinni. Nú kveðjum við þig með söknuði og hlýju. Takk fyrir allar þessar góðu stund- ir sem við áttum með þér, elsku afi. Elsku mamma (Gunna) og aðrir að- standendur, við biðjum góðan Guð að halda fallega utan um ykkur öll. Birgitta og Erla Guðrún. Ásmundur Frímannsson Alltaf stóðu dyrnar hjá ykkur ömmu opnar og vel var tekið á móti okkur. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá ykkur ömmu og litlu ömmu fjögur sumur meðan ég vann í frysti- húsinu, og eru þau mér mjög dýr- mæt. Er þetta hverful hilling og hugarburður manns? Nei, það er fögur fylling á fyrirheitum hans, er sýnir oss í anda Guðs eilíft hjálparráð, og stríðsmenn Guðs þar standa við stól hins allvaldanda. Þar allt er eilíf náð. (Vald. Briem) Elsku afi, þegar ég kveð þig nú veit ég að þú ert þar sem þú vilt vera, við hliðina á ömmu, þar sem þú stóðst eins og klettur í gegnum öll hennar veikindi. Enda sagði ég oft að svona ást vildi ég eiga eins og þið tvö áttuð. Væntumþykjan og ástin geislaði af ykkur hvoru til annars alla tíð. Bless elsku afi minn og knús- aðu hana ömmu frá mér. Ég hitti ykkur í draumum mínum og minn- ingum. Eygló. Stórbrotinn maður hefur nú kvatt þennan heim. Afa skildi ég ekki allt- af sem barn, en kynntist því betur eftir því sem ég fullorðnaðist. Eftir að hann hætti að stunda sjó hafði hann alltaf eitthvað fyrir stafni, oft- ast í bílskúrnum. Alltaf var eitthvað til að dútla við, bilaður bíll eða reið- hjól. Fyrsta hjólið mitt án hjálpar- dekkja var gamalt hjól sem þú hafðir tekið í gegn og málað appelsínugult. Ég man þegar þú varst að mála hjól- ið, mér fannst það svo flott, en ég vissi ekki að það væri ætlað mér fyrr en þú og pabbi teymduð það út á lóð og kölluðuð á mig til að reyna að hjóla á grasinu. Seinna þetta sumar sprakk dekk og ég var fullviss um að hjólið væri ónýtt. Pabbi sagði mér að teyma hjólið til þín og sjá hvað þú gætir gert. Þá stundina hafði ég ekki mikla trú á Tomma afa. Grátandi kom ég með hjólið og stuttri stund seinna var dekkið klárt. Þá vissi ég að þú gætir lagað bókstaflega allt. Mörg reiðhjól lagaðir þú fyrir mig eftir það og í bílskúrnum kenndir þú mér margt um bílaviðgerðir. Þessi kunnátta hefur reynst mér vel í gegnum tíðina. Benna amma hefur verið glöð að fá manninn sinn til sín. Þið tvö voruð einstök saman. Þegar ég horfði á ykkur faðmast eða kyssast inni í eld- húsi hugsaði ég með mér að svona vildi ég verða þegar ég yrði eldri. Nú eruð þið saman á ný. Ég þakka þér fyrir allar okkar samverustundir. Öll leikföngin sem þú lagaðir og samtölin sem við áttum við eldhúsborðið í Hafsteini. Ég kveð þig með þakklæti, söknuði og sátt. Hvíl í friði, elsku afi minn. Benna Símonar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Móðurbróðir okkar hann Tommi í Hafsteini hefur kvatt þetta líf. Æskuminningar okkar systkinanna eru mjög tengdar Hafsteinsheim- ilinu. Oft fengum við að gista hjá ömmu Kristínu á loftinu. Alltaf bauð Benna upp á mjólk og köku. Það var gott að koma í Hafstein. Benna var ætið tilbúin að klippa okkur og laga á okkur hárið. Það var mikil samvinna og vinátta milli heimilis okkar og Hafsteinsheimilisins. Við kveðjum kæran frænda með virðingu og þökk. Elsku Viktor, Kalli, Systa, Símon og fjölskyldur, guð blessi ykkur og styrki. F.h. systkina minna, Guðbjörg Kristín Víglundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Tóm- as Karlsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. saman á tónleika í Reykholtskirkju, en þar var góð kunningjakona mín að syngja. Hann var alsæll og ekki skemmdi fyrir, að á eftir fórum við til hennar og hann gat í eigin per- sónu sagt henni að hún væri eig- inlega sú besta, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hafði mjög gaman af að ferðast og hefði áreiðanlega gert meira af því ef búskapurinn hefði ekki tekið allan tíma þeirra hjóna. Enda var hugsað mjög vel um allar skepnur á Svarfhóli. Guð blessi minningu góðs manns. Ég bið góðan Guð að styrkja þig Hilda mín og alla ástvini þína. Rebekka Guðnadóttir. Elsku afi. Ég sakna þín sárt. Þær eru marg- ar minningarnar sem skýtur upp í kollinn þegar litið er um öxl. Allar þær samverustundir sem við áttum í sveitinni, sem voru nú ófáar. Ég var mjög ung þegar ég sótti það fast að komast að Svarfhóli til afa og ömmu. Á sumrin og á frídögum lá leiðin ávallt í sveitina til ykkar. Hjá ykkur ömmu var alltaf svo gott að vera. Ég vildi helst vera með þér í útistörf- unum og þar áttum við vel saman. Þú hvattir mig til dáða að verða hraust og gefast ekki upp þótt á móti blési. Þú kenndir mér svo margt í lífinu sem ég er þér æv- inlega þakklát fyrir. Ég leit alltaf svo mikið upp til þín og í mínum augum varstu mikil hetja. Það var alltaf stutt í kátínuna hjá þér og brosi þínu mun ég aldrei gleyma. Þú smitaðir mig snemma af hesta- mennskunni og vorum við með stór áform um hrossarækt. Ég var stolt- ust allra að vera á hestum frá þér og þegar vel gekk á hestamótum var ég svo montin að vera dótturdóttir Rabba á Svarfhóli. Ég man hvað þú söngst vel og var það umtalað í hér- aðinu, tenór af guðsnáð. Elsku afi, takk fyrir þann dýr- mæta tíma sem við áttum saman. Hvíldu í friði. Hildur Jónsdóttir. Elsku afi Rafn. Í dag er komið að kveðjustund. Við trúum ekki enn að þú sért farinn frá okkur en þú munt lifa áfram í hjörtum okkar allra um aldur og ævi. Við söknum þín óend- anlega mikið og erum þakklát fyrir að hafa haft þig sem fyrirmynd allt okkar líf. Þú varst ótrúlega sterkur karakt- er, besti afinn í öllum heiminum, átt- ir bestu hrossin í héraðinu, falleg- ustu jörðina og sagðir ótrúlegustu sögur af ævintýrum þínum um æv- ina. Oft fékk maður að heyra af refa- veiðum uppi á fjöllum, háskaför í leitum og margar hestasögurnar. Alltaf varst þú elsku afi hetjan okk- ar og gast allt. Þú varst mikill húm- oristi, hlýr og góður, stjórnaðir bú- skapnum af miklum myndarskap og til þín var alltaf gott að leita með alla skapaða hluti. Best var ef við systk- inin fengum að koma með í sveitina í græna Broncoinum og þá voru skemmtilegir dagar framundan. Við fengum að vera með í öllu, fara í fjósið og fjárhúsin, leika í hlöðunni, vaða í ánni, veiða síli í læknum, smala hrossunum, vaka lengi fram eftir og leika við allan krakkaskar- ann á Svarfhóli. Já það var aldrei lognmolla á Svarfhóli, alltaf líf og fjör og öllu stjórnaði afi styrkri hendi með ömmu sér við hlið. Í seinni tíð komum við svo með okkar börn að hitta langömmu og langafa og voru það alltaf jafn spennandi ferðir og yndislegt að ræða um dag- inn og veginn og leyfa börnunum að upplifa sveitina, leika í búinu og í ömmu Jó herbergi. Við lofum að passa vel upp á ömmu Hildu, elsku afi, og biðjum góðan guð að styrkja hana í sorg- inni. Við lofum að segja börnunum okkar allar sögurnar af elsku lang- afa sem við nú kveðjum með ást og söknuði. Við þökkum fyrir að hafa átt þig að. Hvíl í friði elsku afi Rafn. Hugrún Íris og Finnur og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Garð- ar Rafn Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.