Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 RAUÐI krossinn er fjöldahreyfing borin uppi af starfi milljóna sjálfboðaliða sem hafa það að markmiði að aðstoða þar sem þörf- in er mest hvar sem er í heiminum. Sú starfsemi fer fram á hverjum degi og oftar en ekki í kyrrþey og fjarri sviðsljós- inu. Það sama á við um yfir 2000 sjálfboðaliða Rauða kross Íslands sem daglega vinna að aukinni vel- ferð fólks í okkar eigin samfélagi. Störf þeirra eru ekki metin til fjár í þjóðfélaginu og oftar en ekki verða eingöngu þeir sem njóta þjónustunnar hennar varir. Á alþjóðadegi sjálfboðaliðans 5. desember, sem haldinn er hátíð- legur um allan heim, fer því vel að vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands inna af hendi um allt land og þakka þeim vel unnin störf. Nú á tímum efnahagsþreng- inga og vaxandi atvinnuleysis hef- ur þörfin fyrir sjálfboðið starf ef til vill aldrei verið meiri. Rauði krossinn býr sig því undir það að eftirspurn eftir sjálfboðnu starfi muni aukast á næstu miss- erum – bæði vegna þess að skjól- stæðingar kunna að verða fleiri en ekki síður vegna þess að mik- ilvægt er að bjóða þeim sem missa vinnuna tækifæri til að halda sér virkum í samfélaginu með því að taka þátt í sjálfboðnum verk- efnum. Við höfum trú á því að flestir geti fundið sér vettvang innan Rauða krossins og félagið leggur sig fram við að laga starfsemina að nýjum þörfum sem kunna að koma upp í því erfiða árferði sem Íslendingar ganga nú í gegnum. Deildir Rauða krossins eru 50 og halda uppi öflugu sjálfboðaliða- starfi um allt land. Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja mörg hundruð ein- staklinga í hverri viku og sinna einnig stuðningi við flóttafólk og hælisleitendur hér á landi. Rauði krossinn stendur fyrir fatasöfnun á öllu landinu sem nýtist til hjálp- arstarfs bæði innanlands og utan. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sjá um söfnun og flokkun fata, vinna við úthlutun til nauðstaddra eða standa vaktina í Rauðakrossbúð- unum í Reykjavík og Hafnarfirði. Sjálfboðaliðar sinna gestum sem koma á hverjum degi í athvörf fyrir fólk með geðraskanir, en Rauði krossinn tekur þátt í rekstri sjö slíkra athvarfa um allt land. Sjálfboðaliðar svara einnig í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, fjárhagsáhyggna eða jafnvel sjálfsvígshugsana. Þá gegna sjálf- boðaliðar Rauða krossins mik- ilvægu hlutverki í skipulagi al- mannavarna og neyðaraðstoð, skyndihjálp og sálrænum stuðn- ingi. Félagið vinnur með börnum og ungmennum og finnur ungu fólki vettvang fyrir hugsjónastarf innan Rauða krossins. Allt þetta starf væri ekki hægt nema fyrir elju- semi sjálfboðaliða Rauða krossins sem gefa vinnu sína til að aðstoða þá hópa sem minnst mega sín í samfélaginu og eiga sér fæsta málsvara. Við hvetjum fólk til að kynna sér starfsemi Rauða kross- ins á raudikrossinn.is og leggja sitt af mörkum með sjálfboðnu starfi. Þörfin fyrir sjálfboðið starf aldrei verið meiri Anna Stefánsdóttir og Kristján Sturlu- son minna á hjálp- arstarf Rauða krossins » Á tímum efnahags- þrenginga og vax- andi atvinnuleysis hefur þörfin fyrir sjálfboðið starf ef til vill aldrei ver- ið meiri. Kristján Sturluson Anna er formaður Rauða kross Íslands og Kristján er fram- kvæmdastjóri félagsins. Anna Stefánsdóttir Á KIRKJUÞINGI hinn 28. nóvember síðastliðinn var sam- þykkt nýtt frumvarp til laga um þjóðkirkj- una. Starfandi forseti guðfræði- og trúar- bragðafræðideildar Háskóla Íslands, dr. Pétur Pétursson, fjallar þann sama dag um frum- varpsdrögin, sem þá lágu fyrir, í grein í Morgunblaðinu. Hér verður brugðist við umfjöll- un og gagnrýni deildarforsetans og efni hins nýja frumvarps, sem sannarlega varðar þjóðkirkjuna alla, skýrt. Á kirkjuþingi 2007 var kirkju- ráði falið að skipa nefnd, kirkju- laganefnd, til að endurskoða gild- andi lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. Formaður þeirrar nefndar var Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings. Nefndin lagði fram áfangaskýrslu og frumvarpsdrög á kirkjuþingi í október. Þingið tók frumvarpsdrögin til efnislegrar umfjöllunar og ákvað síðan að kirkjuþingi yrði frestað í fjórar vikur svo unnt væri að kynna efni þess í prófastsdæmunum vítt um landið; það var og gert og komu fram margvíslegar og þarflegar ábendingar og athugasemdir. Lögin frá 1997 voru tímamóta- gjörningur í íslenskum kirkjurétti. Þar var gengið frá rammalöggjöf sem færði kirkjunni mun meira sjálfstæði og var í raun stórt skref í þá átt að skilja að ríki og kirkju. Í því frumvarpi er nú liggur fyr- ir eru í sjálfu sér ekki gerðar breytingar á sambandi ríkis og kirkju, sem byggt er á 62. grein stjórnarskrárinnar. Meginbreyt- ingin felst annars vegar í því að auka sjálfstæði kirkjunnar varð- andi stjórnsýslu í málum sínum og hins vegar í að styrkja stöðu kirkjuþings innan kirkjunnar. Í grein sinni fjallar dr. Pétur um þá hugmynd og stefnumörkun sem var uppi á níunda áratugnum um þrjú biskupsdæmi. Sú hug- mynd gekk ekki eftir og með kirkjulögum frá 1990 var ákveðið að biskupsdæmið væri eitt, en vígslubiskupar yrðu til aðstoðar í biskupsdæminu og hefðu aðsetur á Hólum og í Skálholti. Þar með urðu til raunveruleg embætti, en fram að því voru vígslubiskupar starfandi sóknarprestar. Deildarforsetinn virðist í grein sinni kalla eftir þremur bisk- upsdæmum og gefur til kynna að kirkjuþing sé með verkum sínum nú að færa enn meira vald í hend- ur biskups Íslands. Varðandi fyrra atriðið má taka fram að almenn sátt virðist hafa ríkt í kirkjunni um það fyrirkomulag sem nú er, að við hlið biskups Íslands og í umboði hans starfi biskupar, með aðsetur á hinum fornu bisk- upsstólum. Að skipta kirkjunni upp í þrjú sjálfstæð biskupsdæmi væri mjög róttæk breyting á kirkjuskipaninni. Það kirkjuþing er nú situr hefur ekkert umboð frá prófastsdæmunum til að gera svo afgerandi tillögu til Alþingis. Með því er ekki sagt að þetta sé ónýt eða fráleit hugmynd, en þannig til- laga frá kirkjuþingi hefði engan trúverðugleika, gagnvart umbjóð- endum sínum og Alþingi, nema fram hefði farið rækileg, lýðræð- isleg og skipuleg umfjöllun á hin- um almenna kirkjulega vettvangi. Nú er hins vegar lagt til að vígslu- biskupsheitið falli niður og bisk- uparnir verði kenndir við staði sína, Hóla og Skálholt; kirkjuþing mun hafa á valdi sínu að setja reglur um starfssvið og umdæmi biskupanna. Hvað varðar frum- kvæði og ábyrgð, sem deildarforseti telur að færist í auknum mæli í hendur embættis- skrifstofu biskups Ís- lands, þá er ómögulegt að sjá að hann hafi gaumgæft efni þessa frumvarps og vekur það nokkra undrun. Í frum- varpinu er þvert á móti gert ráð fyrir að kirkjuþing, sem lýtur stjórn forseta sem kosinn er úr röðum leikmanna, fái aukin völd og áhrif á kostnað kirkjuráðs, þar sem biskup Íslands er forseti. Í 7. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir því að kirkjuþing fái í hendur æðsta vald í fjármálum kirkjunnar. Þá er gert ráð fyrir því, að ótví- rætt sé, að kirkjuráð beri ábyrgð gagnvart kirkjuþingi. Kirkjuþing getur þannig vikið frá einstökum kirkjuráðsmönnum, öðrum en biskupi Íslands, ef svo ber undir; þetta eru afgerandi nýmæli. Þann- ig eru skerpt skil milli kirkjuþings og kirkjuráðs sem fer með fram- kvæmdavald kirkjunnar í umboði þingsins. Þá er aukin frumkvæð- isskylda forseta þingsins gagnvart málefnum þess. Varðandi skipan kirkjuþingsins, þá er lagt til að það sjálft ákveði með starfsreglum ákvæði um kjör til þingsins og þingsköp og seturétt annarra en kjörinna fulltrúa og hversu oft þingið komi saman. Þess má geta að nú eiga sæti á kirkjuþingi 12 fulltrúar vígðra og 17 fulltrúar leikmanna. Seturétt með málfrelsi og tillögurétti eiga biskupar, fulltrúi ráðherra og fulltrúi guð- fræðideildar. Í frumvarpinu sem nú hefur ver- ið afgreitt er gengið enn frekar í þá átt, að kirkjuþing ákveði með starfsreglum skipan kirkjunnar og starfshætti. Þannig falla úr lögum viðamikil og íþyngjandi ákvæði um hvernig farið skuli með ágrein- ingsmál er upp kunna að koma á kirkjulegum vettvangi og verður það á valdi kirkuþings að setja starfsreglur þar um. Þarna er um að ræða verulega réttarbót. Markmið þessa frumvarps er að auka enn lýðræði í kirkjulegri stjórnun með sterkara kirkjuþingi og gera sjálfstæðri evangelísk- lútherskri þjóðkirkju hægara um vik í þjónustu sinni. Í upphafi frumvarpsins er kveðið á um að þjóðkirkjunni beri að tryggja að allir landsmenn geti átt kost á kirkjulegri þjónustu. Þetta ákvæði er nýmæli en sannarlega í sam- ræmi við yfirlýst markmið og sjálfskilning kirkjunnar, um aldir, að hún sé allra og reiðubúin að veita þjónustu þar sem eftir er leitað; kirkja sem einnig vill lifa og starfa í sátt við önnur trúfélög í landinu og eiga við þau samvinnu á jafnréttisgrundvelli um hvaðeina er bætir samfélag okkar og styrk- ir. Þorbjörn Hlynur Árnason svarar grein Péturs Péturssonar »Markmið þessa frumvarps er að auka enn lýðræði í kirkjulegri stjórnun … Höfundur er prófastur í Borgarfjarð- arprófastsdæmi og formaður löggjaf- arnefndar kirkjuþings. Sjálfstæði kirkj- unnar og frumvarp til þjóðkirkjulaga Þorbjörn Hlynur Árnason Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan           !" # $%& '%# ()  * % + , % ---./-/, 0%&#! ", 1- $%& '% )" ) 2 !)#!3 #  4 #  (# &!" #, )  +)  22  !+  !5  ! 6 2 !)#!3 # . ') + 7!!# !3%# 52  '! ) 1/ 2 )2  1811  5  ) +# "  )6 . "5 #  % ! # "#  # )" +3!#"2 9 +:  %) 1  6"2! 6  ) ;)5 $%& '% 5"<, 4# #) "!# , $%& '% =    )%$   7 2)" # )" () ! * % + ) 2 !)#!3 #   # 6 ' " !:! #  >%&52 +3!#"2 1/ +:  %) 1/ /  !% > :!%#   !" ! $%& '%# ! "# )"  % ! ) 2 !)#!3 #  + ) 7!! '  ) +# "! %  2 7 ! 2 %3+# 6 ()   % +   + 6  %3+#+ )%$  > 2# 52 2 2 +$ %3+# !  ' !' ! )2 1- & :  6  #??)@!.  2   +  6 + # AAA 2)  % <5 4 # (# &!" , >!)32 # ( BB * 0B ; Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.