Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Styrkingkrónunnareykur landsmönnum nú bjartsýni eftir nokkrar mjög erf- iðar vikur. Það var tími til kominn að sjá smá ljós- tíru við enda ganganna sem við fetum okkur nú í gegnum. Stórar en ekki óyfirstíg- anlegar hindranir eru samt á veginum framundan. Núver- andi gjaldeyrishöft gefa rík- isstjórninni gálgafrest til að hafa stjórn á krónunni. Það mun ekki ganga til langs tíma. Róttæk breyting var gerð á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá alþjóðlega matsfyrirtæk- inu Moody’s í fyrradag. Sér- fræðingar fyrirtækisins þekkja vel til Íslands og hafa heimsótt landið til að kynna sér aðstæður í kjölfar banka- hrunsins. Það er því full ástæða til að taka umsögn þeirra um efnahag þjóð- arinnar alvarlega. Lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs hefur kannski ekki bein áhrif á lánakjör á alþjóð- legum mörkuðum að þessu sinni. Aðgangur að lánum á al- mennum markaði er takmark- aður og stjórnvöld þurfa að reiða sig á lánafyrirgreiðslu frá öðrum ríkjum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Lækkunin er hins vegar táknræn fyrir þá stöðu sem ríkissjóður Íslands er í. Í fyrra var hlutfall skulda af landsframleiðslu einungis um 28%. Þetta hlutfall stefnir í að verða 150% á næsta ári samkvæmt Moody’s. Skuldirnar eru með öðrum orðum að aukast gíf- urlega um leið og kostnaður við lántökuna hækkar og tekjur ríkissjóðs dragast sam- an. Það er gott að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu bjart- sýnir á að ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar og náð tökum á efnahagsástandinu eins og lesa mátti úr ummæl- um Árna Mathiesen fjár- málaráðherra og Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Morgunblaðinu í gær. Mark- miðið er auðvitað að hækka lánshæfiseinkunnir ríkisins því með tíð og tíma þarf að leita aftur á erlenda fjár- málamarkaði til að fá fé að láni. Til að það gangi eftir má ekkert út af bregða. Vítin eru mörg og þau ber að varast með styrkri stjórn efnahagsmála. Misstígi ríkisstjórnin sig er raunveruleg hætta á að allt fari á versta veg. Fyrirtæki, einstaklingar og heimili eru ekki bara aðþrengd í krepp- unni. Ríkissjóður er það einn- ig. Lækkun lánshæfis- mats er táknræn fyrir þá stöðu sem ríkissjóður er í } Aðþrengdur ríkissjóður Margir þeirra,sem nú sitja í fangelsi á Ís- landi, eiga það sammerkt að hafa átt við námsörð- ugleika að stríða í æsku. Til þessara vandræða má rekja að þeir flosnuðu upp úr námi og urðu utanveltu í samfélag- inu. Þetta gerðist ekki á einni nóttu, heldur smám saman, en þar kom að þessir ein- staklingar voru komnir svo kirfilega út á kant að nánast var búið að stimpla þá út úr samfélaginu og leiðin til baka orðin ófær. Um þessi mál var fjallað á málþingi Félagsfræðinga- félags Íslands í fyrradag og kom þar meðal annars fram hvað miklu máli það gæti skipt að fangar gætu mennt- að sig. En þar þarf ekki síst að huga að því að þeir geti fengið menntun við hæfi. Margir þeirra eru nefnilega að taka upp þráð sem slitnaði þegar þeir voru börn að aldri. Nú er mest áhersla lögð á nám á framhaldsskólastigi, en suma vantar þann grunn, sem átti að leggja meðan á skólaskyldunni stóð. Einnig þarf nám að vera á boðstólum allan ársins hring þannig að fangar geti byrjað að leggja drög að nýju lífi án tillits til þess á hvaða árstíma afplánun hefst. Helst þarf þó að efla aðstoð fyrir börn með námserf- iðleika. Á Íslandi á að heita jafnrétti til náms. Lesblinda kemur andlegu atgervi ein- staklinga ekki við, en getur verið stórkostleg hindrun í námi ef ekkert er að gert. Það væri of langt gengið að segja að íslensk fangelsi yrðu tóm eftir 15 til 20 ár ef tekið yrði á þessum málum af al- vöru, en það myndi hafa veruleg áhrif. Í kreppunni eru uppi há- vær köll um sparnað og er hætt við því að í skólum verði ekki umflúið að sérkennslu verði fórnað á altari nið- urskurðarins. Aðstoð við börn, sem eiga við námsörð- ugleika að stríða, er nú þegar ófullnægjandi og þennan þátt skyldi síst skera niður. Svo mikið er í húfi. Kreppan má ekki bitna á börnum með námserfiðleika } Menntun og fangelsi S tundum gerum við heiminn flókinn þegar prinsip lífsins eru tiltölulega einföld. Annað hvort stendur mað- ur með ófrísku konunni sem er sagt upp af því að hún er ófrísk eða mað- ur stendur með vinnuveitandanum sem rekur hana. Annað hvort stendur maður með faglega tæknimanninum sem er rekinn af því að hann neitar að beygja sig undir skoðanakúgun eða maður stendur með útvarpsstjóranum sem þiggur ofurlaun og lúxusbifreið og fer með al- mannaeign eins og hvern annan einkabisness. Annað hvort stendur maður með sjúkralið- anum, ljósmóðurinni, strætisvagnastjóranum og slökkviliðsmanninum sem þiggur eftirlaun opinberra starfsmanna eða maður stendur með ráðamönnum sem segjast vera að afnema eigin sérréttindi þegar þau í raun finna nýjar leiðir til að standa um þau vörð. Annað hvort stendur maður með rétti smáríkja til að standa jöfn gagnvart lögum og reglum á alþjóðlegum vettvangi eða maður stendur með misbeitingu valds, kúgun og ofurefli stærri ríkja og ríkja- sambanda. Þessa dagana erum við sem smáþjóð að kyssa hnefa- réttinn. Heyrðuð þið hvað fram kom á Alþingi í gær? Vaxtakostnaðurinn einn af lánum sem verið er að þröngva okkur til að taka gætu numið fjórðungi af öllum ríkisútgjöldum á árinu 2010 og svo áfram… og áfram. Það verður lítið eftir fyrir Droplaugarstaði þegar jafngildi nokkurra háskólasjúkrahúsa á ári fara í vaxtakostnað. Hinir „viljugu“ stuðningsmenn Íraksstríðsins hafa ekki sést fyrir í spilavíti heimskapítalism- ans. Þeir hafa spilað rassinn úr buxunum. En það hafa líka fleiri gert. Bandarísk fjármála- fyrirtæki hafa hrunið unnvörpum. Líka innan Evrópusambandsins. En það er ekki orð um það í Brussel. Hvers vegna skyldu Bretar beita hryðjuverkalögum gegn litla Íslandi en ekki Ameríku? Milljarðar á milljarða ofan hafa verið fluttir frá Bretlandi til Bandaríkj- anna. Þúsundir hafa misst vinnuna í ESB og enn fleiri tapað inneignum. En bara smáþjóðir eru krafðar um nýja Versalasamninga og ráð- leysingjar kvitta. Þetta er nýlendustefna ESB sem Afríka þekkir svo vel. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn dáist að vanda að djörfum göm- blurum og er ánægður með hina „viljugu“. En hann gefur lítið fyrir tapara. Ef pressan væri á þeim sem komu okkur í vandræðin þá væri það skiljanlegt út frá þeirri siðfræði sem okkur hefur flestum verið kennd – að þeir sem beri sök skuli axla ábyrgð. En nei, það er allt annað fólk sem á að borga. Það er nefnilega sjúkraliðinn, ljósmóðirin, strætóstjórinn og slökkviliðsmaðurinn. Og svo auðvitað litlu nýfæddu börnin sem ljósmæður taka á móti. Og ófæddu barna- börnin. Hver ætlar að standa með þeim? Evrópusambandið? Nei. Færeyingar? Já. Þarf að vera lítill og veikburða til að hugsa stórt? Bregðum spegli á heiminn. Kannski getum við eitthvað lært. liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Spegill heimsins FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is V ið höfum mestar áhyggj- ur af sjúklingunum sem fram til þessa hafa leit- að á Hringbraut, eins og hjarta- og krabbameins- sjúklingum og fólki með langvinn vandamál í nýrum og meltingu,“ seg- ir Bylgja Kjærnested, formaður hjúkrunarráðs Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH). Fram- kvæmdastjórn spítalans hefur ákveðið að sameina bráðamóttökuna við Hringbraut og slysa- og bráða- deildina í Fossvogi. Stefnt er að því að af sameiningunni verði á næsta ári og að bráðamóttakan verði í Foss- vogi. Með þessu á að reynast unnt að spara yfir 100 milljónir króna árlega, að sögn Björns Zoëga, fram- kvæmdasjóra lækninga á LSH. Í vikunni var skipaður starfshópur vegna sameiningarinnar, sem Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á bráðasviði LSH, fer fyrir. Hópurinn þarf að vinna hratt, en hann á að skila verkefnisáætlun eftir tvær vik- ur. Til grundvallar starfinu er að skoða hvernig tryggja megi öryggi sjúklinga og þjónustu við þá. Sér- staklega er lögð áhersla á að hóp- urinn hafi samvinnu og samráð við neyðarþjónustu og sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. „Eitthvað þarf að láta undan“ Fram til þessa hafa bráða- móttökurnar verið á tveimur stöðum. Til móttökunnar á Hringbraut hafa einkum leitað sjúklingar með hjarta- og kviðvandamál, krabbameinssjúkl- ingar og sjúklingar með blóð- sjúkdóma og þvagfæravandamál. Þar eru einnig legudeildir fyrir þessa sjúklingahópa. Í Fossvogi er starf- rækt slysa- og bráðadeild. Einn möguleiki sem til greina kemur er að efla flutninga milli húsa, en annar að flytja ákveðna starfsemi á milli, segir Már Kristjánsson. „Við þurfum að reikna út hvað er hag- felldast í þessu.“ „Núna er ljóst að það þarf að hag- ræða í ríkiskerfinu. Eitthvað þarf að láta undan og við ákváðum að leggja þetta til,“ segir Björn Zoëga. Hann segir sameiningu hafa verið rædda í mörg ár og hún feli í sér faglegt hag- ræði. Skoða þurfi aðstöðumálin vegna sameiningarinnar. Áhöld séu um það hversu mikið sé hægt að bæta við húsnæði bráðamóttökunnar í Foss- vogi, en Björn segir hugsanlegt að hægt sé að nýta það öðruvísi en nú er gert. Bylgja Kjærnested segir að menn vilji bíða niðurstaðna starfshópsins áður en hægt verði að gefa ítarlega umsögn um fyrirætlunina. Ljóst sé að standa þurfi vel að flutningum fólks milli sjúkrahúsa, sem muni mjög líklega aukast. Þá þurfi að huga að vinnuaðstöðu starfsmanna. Bylgja segir að sér lítist vel á nefndina sem skipuð hefur verið, þar hafi margir verið kallaðir til. Már Kristjánsson segir að með sameiningu verði hugsanlega hægt að fækka vaktalínum. Starfsfólk hafi eðlilega áhyggjur af fækkun starfa. „En eins og málin standa er ekkert sem segir að við þurfum að segja fólki upp,“ segir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að skoða kostnaðinn eftir sameininguna ekki aðeins með því að líta til eins fjárlagaárs. „Ef þetta gerist árið 2009 þá væri fyrirsjáanlegt að við gætum kostað meira það ár en 2008. En svo myndum við sjá heilmikinn arð [af breytingunum] 2010 og 2011.“ Morgunblaðið/ÞÖK Sameining Stefnt er að því að bráðamóttökur fari á einn stað á næsta ári. Ein bráðamóttaka sparar 100 milljónir „Við höfum verið að búa okkur undir að fara í nýtt [háskólasjúkra- hús],“ segir Már Kristjánsson. Menn hafi verið að gæla við að af því gæti orðið 2013 eða 2014. Vegna ástandsins í samfélaginu telji menn nú ekki óraunhæft að það dragist eitthvað. Morgunblaðið/Sverrir Á bráðasviði LSH eru um 250 stöðugildi. Rekstrarkostnaður sviðsins hefur verið um 1,5 millj- arðar á ári, sem eru um 5% af rekstrarkostnaði spítalans. Komur á slysa- og bráðadeild í Fossvogi og á bráðamóttöku við Hringbraut eru um 70 þúsund á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.