Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 19

Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eyjafjarðarsveit | Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mund- ir. Haldið var upp á það um liðna helgi. Þá var messað í kirkjunni og kom vígslubiskupinn á Hólum, séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, og pre- dikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt sóknarprestinum, séra Hannesi Erni Blandon, prófasti Eyjafjarð- arprófastsdæmis. Kirkjukór Lauga- landsprestakalls söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Kristjana Arngrímsdóttir á Tjörn í Svarf- aðardal söng einsöng við undirleik Daníels. Kirkjan var þéttsetin og þurftu sumir að standa. Tryggvi Sveinbjörnsson frá Hrísum tók að sér að aka brottfluttum Eyfirðingum, sem nú búa á Akureyri, í athöfnina. Eftir messuna bauð kvenfélagið Hjálpin til kaffisamsætis í Sólgarði. Þar flutti Guðrún Harðardóttir frá Þjóðminjasafni Íslands erindi um Saurbæjarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson sýndi teikningar að hugmyndum um endurgerð Saurbæj- arkirkjugarðs. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius, sem uppi var á árunum 1790-1870, lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóð- minjavarðar. Haldið upp á 150 ára af- mæli Saurbæjarkirkju Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Gengið úr kirkju Kirkjugestir fengu kaffi í boði kvenfélagsins að lokinni af- mælisathöfninni í Saurbæjarkirkju sem nú fagnar 150 ára afmæli. EINAR Skúlason hefur verið ráð- inn skrifstofu- stjóri þingflokks framsóknar- manna og tekur við því starfi af Helgu Sigrúnu Harðardóttur. Einar hefur und- anfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Alþjóða- húss, nánar tiltekið frá árinu 2003. Einar er með BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Ed- inborg. Einar hefur áður tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins og gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Hann sat m.a. í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá 1996 til 2002, þar af sem formaður 1999- 2002. Einar sat einnig í Stúdentaráði HÍ fyrir Röskvu – samtök fé- lagshyggjufólks, árin 1995-1997 og gegndi starfi framkvæmdastjóra þess árin 1996-1997. Einar mun hefja störf hjá þing- flokknum um næstu áramót. Skrifstofu- stjóri Fram- sóknar Einar Skúlason HAPPDRÆTTI Háskóla Íslands stendur um þessar mundir á tíma- mótum en happdrættið fagnar 75 ára afmæli sínu þann 10. mars árið 2009. Af þessu tilefni verður sérstakur aukaútdráttur í desember 2009. Þá geta miðaeigendur unnið 75 milljónir á miðann sinn, auk allra hinna millj- ónavinninganna og smærri vinninga allt árið. Afmælissýning var opnuð í gær en á henni geta gestir og gangandi skoðað ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt tengt langri og við- burðaríkri sögu happdrættisins. 75 milljónir á einn miða HVERFISRÁÐ Háaleitis- og Bú- staðahverfis krefst þess að fallið verði frá lokun á vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Hverfisráðið gagnrýnir það jafn- framt ef ráðast á í þessa framkvæmd án nauðsynlegra mótvægisaðgerða til að tryggja öryggi barna og ann- arra íbúa í hverfinu. Borgarráð samþykkti fyrir skömmu tillögu þess efnis að loka vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Lokað verður í ársbyrjun 2009 og varir lokunin í sex mánuði til reynslu. Mótmæla beygjubanni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sakfelldi í gær lögreglumann fyrir líkamsárás og dæmdi hann til að greiða 120.000 krónur í sekt til rík- issjóðs. Þá á maðurinn að greiða fórnarlambinu 60.000 krónur. Árásin átti sér stað í verslun 10-11 í Grímsbæ í vor. Lögreglumaðurinn var ásamt öðrum kallaður til vegna meints þjófnaðar. Eftir nokkur orða- skipti greip lögreglumaðurinn um háls mannsins og upphófust átök áð- ur en maðurinn var handtekinn. Myndbandsupptaka úr verslun- inni sýndi aðdragandann og átökin. Áður en átökin hófust uppnefndi sá er ráðist var á, lögreglumenn og spurði m.a. lögreglumanninn hvort hann væri „fokking þroskaheftur“. Dæmdur fyrir árás

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.