Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 30

Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 30
30 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HAMINGJAN er smitandi, smitast milli vina, nágranna, systkina og maka líkt og flensa, sam- kvæmt viðamikilli rannsókn vísindamanna við Harvard-háskóla og Kaliforníuháskóla. Rannsóknin byggist á gagnagrunni umfangs- mikillar hjartarannsóknar sem staðið hefur í nokkra áratugi og er kennd við bæinn Fram- ingham í Massachusetts. Nýja rannsóknin náði til 4.739 manna sem svöruðu spurningum vís- indamanna á árunum 1983 til 2003. Rannsóknin bendir meðal annars til þess að líkurnar á því að fólk sé hamingjusamt aukist um 15,3% að meðaltali við það eitt að umgangast hamingjusaman mann. Hamingjusamur vinur vinar eykur líkurnar um 9,8% að meðaltali og jafnvel vinur systur nágrannans getur aukið hamingjulíkurnar um 5,6%. Hamingja vinnu- félaga virðist hins vegar ekki hafa áhrif á það hvort fólk er hamingjusamt. Skýrt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í breska læknatímaritinu BMJ sem kom út í gær. „Rannsókn okkar sýnir að hamingja vinar vin- ar hefur meiri áhrif á það hvort fólk er ham- ingjusamt en umtalsverð launahækkun,“ sagði James Fowler, stjórnmálafræðingur við Kali- forníuháskóla, annar af höfundum greinarinnar. Hamingjan smitast milli manna Þeir sem eiga hamingjusama vini, ættingja og nágranna eru mun líklegri til að vera hamingjusamir sjálfir samkvæmt viðamikilli rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum Í HNOTSKURN » Hamingjusamur vinur,sem býr í minna en 800 metra fjarlægð, eykur lík- urnar á hamingju þinni um 42%, en aðeins um 22% ef fjarlægðin er þrír km. » Hamingjusöm systkiniauka líkurnar á hamingju um 14% ef þau búa í minna en 1,6 km fjarlægð. » Hamingjusamur makieykur líkurnar um 8%. » Nágranni í næstu íbúðeykur líkurnar á ham- ingju um 34% en aðrir ná- grannar hafa ekki áhrif. Hamingjufólk Rannsókn hefur leitt í ljós að maðurinn er ekki bara sjálfur sinnar hamingju smiður. FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LÍK 30 manna fundust í Mexíkó í fyrradag og í borginni Tijuana voru 37 manns myrtir um síðustu helgi. Á einu ári hafa um 4.500 manns fallið í valinn og ófáir verið afhöfðaðir. Í Mexíkó geisar blóðugt stríð og grimmdin og miskunnarleysið eiga sér varla neina hliðstæðu. Mexíkó er orðið að mestu miðstöð eiturlyfjasmygls í heiminum. Kók- aínið, sem framleitt er í Suður- Ameríku, einkum Kólumbíu, er ekki lengur flutt um Karíbahaf til Banda- ríkjanna, sem eru helsti markaður- inn, heldur með sérbyggðum hrað- bátum til Mexíkó. Áætlað er, að eiturlyfjahringarnir velti rúmlega 3.000 milljörðum ísl. kr. á ári. Morð og manndráp víða um heim vekja athygli en í Mexíkó er svo komið, að landsmenn sjálfir eru að verða ónæmir fyrir daglegum frétt- um um dauða tuga manna, oft sak- lausra borgara, karla, kvenna og barna, og ósjaldan hefur fólkið verið hroðalega pyntað og höfuðin höggv- in af. Fyrir tveimur árum olli það hneykslun og reiði þegar höfðum fimm manna var kastað inn á dans- gólf í ríkinu Michoacan en nú þykir slíkt varla tiltökumál. Barist á mörgum vígstöðvum Stríðið stendur annars vegar á milli lögreglunnar og hersins og hins vegar milli eiturlyfjahringanna. Þar við bætist síðan, að eiturlyfjahóp- arnir eiga í blóðugu stríði sín í milli. Þegar Felipe Calderón tók við for- setaembættinu fyrir tveimur árum setti hann 30.000 hermenn í það eitt að kljást við glæpahringana og margir foringjar þeirra hafa verið handteknir og sumir framseldir til Bandaríkjanna. Það hefur svo aftur valdið því, að samtökin hafa brotnað upp í minni hópa, sem berjast um yf- irráðin. Önnur ástæða fyrir átök- unum á milli glæpagengjanna er, að metamfetamín er farið að veita kók- aíninu harða samkeppni á Banda- ríkjamarkaði. Eru sum gengin tekin til við sölu á því og þar með farin að grafa undan kókaínsölunni. Að síð- ustu má nefna þá skýringu á við- bjóðnum og grimmdinni, að liðs- menn glæpahópanna eru oftast sjálfir útdópaðir við morðverkin. Farnir að sakna „einræðisins“ Margir óttast, að eiturlyfjastríðið í Mexíkó sé farið að ógna lýðræðinu í landinu. Spilling er þar rótgróin, í stjórnkerfinu, lögreglu og her, en á 70 ára valdaskeiði PRI, Stofn- anabundna byltingarflokksins, virt- ist þó aldrei vera hætta á beinu stjórnkerfishruni. Það breyttist þó þegar hann hrökklaðist frá völdum og dyrnar opnuðust fyrir miklu fleiri flokka en áður. Þá sáu eiturlyfjabar- ónarnir sér leik á borði og tóku að styðja ákveðna flokka og frambjóð- endur á laun og kaupa eða múta sér þannig leið inn í innstu kima stjórn- kerfisins. Þessi þróun er kjósendum í Mexíkó mikið umhugsunarefni og það birtist í því, að í hverri könn- uninni á fætur annarri rýkur upp fylgið við PRI, hinn gamla einvalds- flokk, sem svo má kalla. Eiturlyfin ógna Mexíkó  Stórstyrjöld með miklu mannfalli geisar í landinu og grimmdin á varla sinn líka  Kjósendur horfa með söknuði til þess tíma er einn flokkur fór með öll völdin KOMIÐ hefur í ljós við rann- sóknir, að neysla bláberja bætir minnisgetuna og hún getur því skipt máli við meðhöndlun sjúk- dóma á borð við Alzheimers. Vísindamenn við háskóla í Read- ing á Englandi komust að því að bláber og aðrir ávextir ríkir af svokölluðu flavín ynnu ekki aðeins gegn sindurefnum í frumunum, heldur virkjuðu þau þann hluta heilans sem stjórnar námi og minni. Dr. Jeremy Spencer, einn vís- indamannanna, sagði, að rann- sóknin sýndi fram á hollustu blá- berja en þau eru auk annars talin bæta sjónina, einkum nætursjón. Í síðasta stríði voru bláber fastur kostur margra herflugmanna. svs@mbl.is Bláber eru góð við minnisleysi VEGNA samdráttarins í efnahags- lífinu um allan heim hefur olíu- verðið snarlækkað og er því spáð, að sú þróun muni halda áfram á næsta ári en snúast við á síðara misseri þess. IEA, Alþjóðaorkumálastofnunin, hefur skorið niður fyrri spá sína um eftirspurn eftir olíu og banda- ríski bankinn Merrill Lynch spáir því, að í mars og apríl, þegar eft- irspurnin er jafnan minnst, muni verðið jafnvel fara niður í 25 doll- ara fatið. Er þá gert ráð fyrir því, að efnahagssamdrátturinn nái líka til Kína. svs@mbl.is Olíuverðið á niðurleið TÍUNDI hver Dani sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús sýkist þar af einhverri bakteríu eða veiru. Nú hefur verið lagt til að þrifnaður á sjúkrahúsunum verði tekinn gagn- gerðrar endurskoðunar. Í dönskum fjölmiðlum segir að það sé ekki nema fyrir hraustasta fólk að gista danskt sjúkrahús og jafnaðarmenn á þingi segja að það sé ótækt að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að vera meðal þeirra 10% sem smitast á spít- alanum. Hafa þeir lagt til að reglur um þrifnað verði yfirfarnar og einkum þar sem staðan er verst. svs@mbl.is 10. hver smit- ast á spítala Hvernig eru eiturlyfin flutt til Bandaríkjanna frá Mexíkó? Að mestu leyti falin í varningi, sem þangað er fluttur en viðskipti milli landanna hafa stóraukist vegna NAFTA-fríverslunarsamningsins. Hvar er ástandið verst í Mexíkó? Líklega í borginni Juárez. Hún er rétt sunnan við bandarísku landamærin og skammt frá bandarísku borginni El Paso, sem er næstfriðsamlegasta borg í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa verið framin 15 morð í El Paso en í Juárez eru þau orðin hvorki meira né minna en 1.300 það sem af er árinu. S&S ÁRLEG pílagrímsferð múslima (hajj) til heilögu borgarinnar Mekka hefst í dag og stendur hún í fimm daga. Hajj er ein af fimm stoðum íslams og er öllum múslimum sem efni og heilsu hafa til ætlað að fara í slíka ferð a.m.k. einu sinni á ævinni. Í ár er búist við metfjölda pílagríma til Mekka og hafa yfir 100.000 öryggisverðir verið kallaðir til starfa til að varna troðningi eða óeirðum þegar um þrjár milljónir manna safnast saman. jmv@mbl.is Reuters Gengið í kringum Ka’aba í Mekka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.