Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Bjartari tímarFangaðu ljósið og færðu stofuna út í sumar Lambo Lounger 69.900,- einfaldlega betri kostur 30 % af slá ttu r af öll um Si len ce dý nu m Lambo Lounger. NÝTT. Garðsófi. Ø165cm. Innifalið í verði er sessa og 5 púðar.69.900,- einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Skoðaðu hann á www.ILVA.is NÝRSUMARBÆKLINGUR NÝTT KORTATÍMABIL Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FORYSTUMENN VR hafa óskað eftir því við fulltrúa félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að þeir stígi til hliðar svo unnt sé að skipa nýja menn. Forstjóri lífeyris- sjóðsins hefur sagt upp störfum. Þorgeir Eyjólfsson, sem verið hef- ur forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna í 25 ár, tilkynnti stjórn félags- ins uppsögn sína í gær. „Ákvörðunin er tekin í framhaldi nýlegra breyt- inga í baklandi sjóðsins,“ sagði Þor- geir við mbl.is í gær. Í vetur var kosinn nýr formaður í stjórn VR og voru málefni Lífeyr- issjóðs verslunarmanna mikið til um- ræðu fyrir kosningarnar og síðan. Þannig er stjórn VR að undirbúa til- lögu sem lögð verður fyrir ársfund lífeyrissjóðsins 25. maí nk. þess efnis að laun forstjóra lækki. Laun for- sætisráðherra verði viðmiðið. Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, er formaður stjórnar lífeyrissjóðsins og á eitt ár eftir af kjörtímabilinu. Kristinn Örn Jó- hannesson, for- maður VR, stað- festir að rætt hafi verið við fulltrúa VR í stjórninni um „að þeir skapi svigrúm fyrir nýja menn í stjórnina“, eins og hann tekur til orða. Þær samræður séu í gangi. „Ég tel að niðurstöður kosninganna í VR sýni að menn vilja breytingar,“ segir Kristinn. Gunnar Páll segir að stjórnin muni fara vel yfir þessi mál á fundi sínum nk. mánudag. Þar verður jafnframt rætt um ráðningu nýs forstjóra. Rými fyrir nýjum mönnum  Forysta VR vill nýja menn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og lækka laun forstjóra  Þorgeir Eyjólfsson hefur sagt upp störfum sem forstjóri sjóðsins Þorgeir Eyjólfsson Gunnar Páll Pálsson Kristinn Örn Jóhannesson Í HNOTSKURN »Stjórn Lífeyrissjóðs versl-unarmanna er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir af sam- tökum atvinnurekenda. »Kjörtímabil stjórnar erþrjú ár. Núverandi stjórn var skipuð frá 1. mars 2007 og situr að óbreyttu fram á næsta ár. »Þorgeir Eyjólfsson hefursex mánaða uppsagn- arfrest sem hann fær greidd- an en ekki sérstakar starfs- lokagreiðslur. Gerðu betur en Birgitta Haukdal Morgunblaðið/Eggert Evróvisjón 2003 í flutningi Birgittu Haukdal. Stúlkurnar gerðu því betur. Tvær stúlkur döns- uðu í myndbandinu og allir bekkurinn var með. Þátttakendur sendu inn myndbönd og í gær voru gefin stig. Tvær stúlkur úr fjórða bekk sungu lagið „Open your heart“ sem varð í níunda sæti í FULLTRÚAR Íslands urðu í 4. sæti í „Schoolo- vision“-söngkeppninni. Flataskóli í Garðabæ tók þátt í keppninni ásamt 30 evrópskum skólum. EITT þeirra fjöl- mörgu listverk- efna sem lands- menn fá að njóta á vegum Listahá- tíðar í Reykjavík tengist fjórum vitum á landinu. Ásdís Sif Gunn- arsdóttir sýnir í Kópaskersvita við Öxarfjörð, Curver Thorodd- sen sýnir í Bjargtangavita á Vest- fjörðum, Unnar Örn sýnir í Dala- tangavita á Austfjörðum og Gjörningaklúbburinn í Garð- skagavita á Suðurnesjum. Listamennirnir eru í samstarfi við Lesbók Morgunblaðsins vegna verk- efnisins og munu verk sem þeir hafa unnið sérstaklega fyrir Lesbókina rata á síður hennar af þessu tilefni á næstu vikum. Curver Thoroddsen ríður á vaðið þessa helgi og birtist verk hans tengt Bjargtangavita á baksíðu Lesbókarinnar í dag. Sýningarstjórar verkefnisins eru þau Dorotheé Kirch og Markús Þór Andrésson. Samstarfsaðilar eru, auk Listahátíðar, Siglingastofnun Ís- lands, vitaverðir vitanna og menn- ingarfulltrúar viðkomandi sveitarfé- laga. Leiftur af öðru tagi Heiti sýningarinnar er sótt í ljóð Davíðs Stefánssonar, sem ort var í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Þar er vitum lýst sem leiðarljósum sjófarenda. Í verkum myndlist- armannanna er vitunum ætlað að beina leiftri af öðru tagi inn í landið. Fólk er hvatt til að ferðast á milli vita í sumar og taka þátt í þessum menningarviðburði og njóta um leið einstakra mannvirkja og náttúrufeg- urðar. Sýningarnar munu standa fram yfir Listahátíð og lýkur ekki fyrr en í byrjun ágúst. fbi@mbl.is Brennið þið vitar Samstarf Lesbókar við Listahátíð OFSAAKSTRI 16 ára ökumanns í gær lauk með því að bíllinn sem hann ók hafnaði á hvolfi ofan í skurði á móts við Gljúfrárholt í Ölfusi. Eldur kom upp í bílnum og slökktu lögreglumenn hann með handslökkvitæki. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði til að koma piltinum út úr bílnum. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi er hann ekki talinn alvar- lega slasaður. Lögreglunni barst tilkynning um tvöleytið í gær um ofsaakstur fólks- bifreiðar við Rauðavatn á leið aust- ur. Fleiri tilkynningar bárust síðar um ofsaakstur piltsins. Lögreglumenn við umferðareft- irlit mættu bílnum rétt austan við Hveragerði og var ökuhraðinn þá 118 km á klst. Lögreglumennirnir sneru við á eftir bílnum en pilturinn hélt ferð sinni áfram með fyrr- greindum afleiðingum. Bíllinn er ónýtur. ingibjorg@mbl.is Ofsaakstri lauk með bílveltu Ökumaður bifreið- arinnar aðeins 16 ára Morgunblaðið/Guðmundur Karl Á slysstað Lögreglumenn og slökkvilið að störfum. ORKUSTOFNUN bárust tvær um- sóknir um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði. Umsóknarfrestur rann út í gær. Umsóknirnar verða opnaðar næstkomandi mánudag og nöfn fyr- irtækjanna kunngjörð ásamt núm- erum reitanna sem sótt var um. Orkustofnun fagnar áhuga um- sækjenda á útboðinu og vekur at- hygli á að leitin sé kostnaðar- og áhættusamt langtímaverkefni fyrir væntanlegan leyfishafa en ávinn- ingur geti orðið mikill ef leitin ber árangur. helgi@mbl.is Tveir vilja Drekasvæði HÓPUR fólks gagnrýndi í gær stefnu stjórnvalda í málefnum flóttamanna sem hér leita hælis með setuverkfalli í dómsmálaráðu- neytinu. Í hópnum voru um þrjátíu manns. Lögregla var kölluð til. Hópurinn yfirgaf ráðuneytið án þess að til átaka kæmi. Fólkið notaði einnig tækifærið til að vekja athygli á máli hælisleitanda sem hefur verið 24 daga í hungurverkfalli. Setuverkfall í ráðuneytinu SLÖKKVILIÐIÐ slökkti eld sem kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Suðurhóla í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúarnir yfirgáfu húsið ásamt öðr- um íbúum stigagangsins. Slökkviliðsmenn unnu að reyk- ræstingu í gærkvöldi. Eldurinn kom upp í eldhúsi íbúðarinnar. Ekki var vitað um eldsupptök. Eldur í blokk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.