Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 48
48 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Alveg er það merkilegt hvað Ís-lendingar eiga stundum erfitt með að fylgja einföldustu reglum sem settar eru til þess að auðvelda sam- neyti manna. Ef til vill má rekja ástæðuna til fámennisins, því með allt okkar olnbogarými höfum við víst ekki þurft að tileinka okkur það eins og margar aðrar þjóðir að taka tillit hvert til annars. Sjálfur er Víkverji mátulega kæru- laus og upphefur ekki regluverkið, en það er nú einu sinni þannig að með hjálp sumra reglna gengur lífið mun ljúflegar fyrir sig. x x x Ein einföld og góð regla sem Vík-verja finnst hann stundum vera einn um að fara eftir er að vinstri ak- reinin sé hröðust ef akreinar eru tvær eða fleiri. Ártúnsbrekkan til dæmis. Ef bílstjórar vilja endilega keyra undir hámarkshraða mega þeir svo- sem gera það, en er bráðnauðsynlegt að gera það á vinstri akrein? Víkverja dauðleiðist að þurfa að taka fram úr fólki hægra megin (leið- ist er reyndar úrdráttur, sannleik- urinn er að það gerir Víkverja band- sjóðandi illan) en þegar hann lendir fyrir aftan enn ein 60 km bílinn á vinstri akrein sem harðneitar að gefa sig þá er fátt annað í boði. Á stundum sem þessum, sem ger- ast allt of oft, rifjar Víkverji andvarp- andi upp reynslu sína af keyrslu á evrópskum hraðbrautum, þar sem bílstjórar þekkja af reynslunni að umferðin er mun skemmtilegri ef all- ir taka tillit hver til annars … og eng- inn dólar sér á vinstri akrein. x x x Önnur algeng hunsun Íslendinga áeinföldum reglum sem hleypir illu blóði í Víkverja á sér stað í sund- laugunum. Þetta er ekkert flókið, á sundbraut gildir hægri umferð, alveg eins og í umferðinni. Hvers vegna gerist það þá á hverjum degi að sund- laugagestir eigna sér heila braut með því að synda fram og til baka svo eng- inn annar kemst að? Stundum mætti halda að Íslend- ingar taki ekki einu sinni eftir því að þeir eru ekki einir í heiminum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Sudoku Frumstig 9 1 4 3 6 1 5 8 6 2 5 4 3 3 9 1 5 3 7 5 2 6 9 5 8 7 3 2 8 1 7 1 4 9 2 3 9 3 6 6 2 4 7 1 7 2 8 1 9 8 3 2 7 5 1 9 6 7 4 4 2 7 5 8 5 2 8 4 5 1 3 2 5 4 5 1 8 9 3 6 2 7 6 2 9 7 5 4 1 3 8 8 3 7 1 2 6 9 5 4 3 9 6 5 1 7 4 8 2 5 8 4 2 6 9 7 1 3 1 7 2 3 4 8 5 6 9 2 4 8 6 7 1 3 9 5 9 1 3 4 8 5 2 7 6 7 6 5 9 3 2 8 4 1 6 5 7 3 8 9 2 4 1 4 9 2 5 1 7 8 3 6 8 1 3 2 4 6 7 5 9 7 2 8 4 6 5 9 1 3 1 6 4 8 9 3 5 2 7 9 3 5 1 7 2 6 8 4 3 8 9 6 2 4 1 7 5 5 7 1 9 3 8 4 6 2 2 4 6 7 5 1 3 9 8 4 5 9 2 6 8 1 3 7 1 8 2 7 3 5 6 4 9 7 6 3 9 4 1 5 2 8 5 3 1 6 7 4 8 9 2 6 2 4 5 8 9 7 1 3 8 9 7 1 2 3 4 6 5 3 7 8 4 1 2 9 5 6 2 4 5 8 9 6 3 7 1 9 1 6 3 5 7 2 8 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 16. maí, 136. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) Krossgáta Lárétt | 1 losti, 4 hnífar, 7 auðan, 8 úrkomu, 9 blett, 11 romsa, 13 fall, 14 giskaðu á, 15 gömul, 17 vaxa, 20 hryggur, 22 halda, 23 hæsi, 24 þekkja, 25 kaka. Lóðrétt | 1 hljóðfæri, 2 rekkjurnar, 3 föndur, 4 trjámylsna, 5 tíu, 6 blóm- ið, 10 vömb, 12 beita, 13 hyggju, 15 snauð, 16 væskillinn, 18 rödd, 19 spendýrin, 20 drepa, 21 eyja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kjarngott, 8 sýpur, 9 rófur, 10 alt, 11 rónar, 13 apann, 15 svans, 18 slíta, 21 kát, 22 fimma, 23 opinn, 24 urðarmáni. Lóðrétt: 2 Japan, 3 rýrar, 4 gorta, 5 tefja, 6 ásar, 7 grín, 12 agn, 14 pól, 15 saft, 16 aumar, 17 skata, 18 storm, 19 ísinn, 20 Anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Be7 8. Rc3 Rxc3 9. bxc3 Bg4 10. He1 O-O 11. Bf4 Bd6 12. Bxd6 Bxf3 13. Dxf3 Dxd6 14. He3 Hae8 15. Hae1 Hxe3 16. Hxe3 g6 17. h4 Rb8 18. h5 Rd7 19. g4 Rf6 20. h6 Kh8 21. He5 c6 22. c4 Rg8 23. De3 dxc4 24. Bxc4 g5 25. Hxg5 Rxh6 26. De4 f6 27. Hh5 f5 28. gxf5 Rxf5 29. Be6 Dxd4 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Nalc- hik í Rússlandi. Peter Leko (2751) frá Ungverjalandi hafði hvítt gegn Rus- tam Kasimdzhanov (2695) frá Úsbek- istan. 30. Hxh7+! og svartur gafst upp enda drottningin að falla eftir 30…Kxh7 31. Bxf5+. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Saklaus ákvörðun. Norður ♠64 ♥D10862 ♦753 ♣Á87 Vestur Austur ♠ – ♠KG82 ♥ÁKG9753 ♥4 ♦D2 ♦Á1086 ♣DG93 ♣10642 Suður ♠ÁD109753 ♥ – ♦KG94 ♣K5 (12 ) Sagnbaráttan. Eigi hindranir að standa undir nafni verða þær að vera tafarlausar – koma strax, áður en mótherjarnir ná að ramma sig inn. Spilið að ofan er úr bók Robsons & Segals og kom upp í sveitakeppni. Á öðru borðinu vakti suður á 1♠, vestur kom mjúklega inn á 2♥ og þegar sú sögn kom til suðurs stökk hann í 4♠. Austur doblaði og A-V uppskáru 500 fyrir tvo niður á hættunni. Hinum megin valdi suður að opna á 4♠. Og vestur átti leik. Honum þótti klént að passa og skaut á 5♥, sem norður merkti með rauða dobl-miðanum: fjórir niður, utan hættu og 800. Ákvörðun suðurs í upphafi sagna veltir þarna 1.300 stig- um. Ber þá að álykta að rétt sé að opna á 4♠ með slík spil? Not so fast … (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að taka þig saman í andlitinu og einbeita þér að því sem fyr- ir liggur. Ekki taka hlutina of alvarlega. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert í félagslegri uppsveiflu. Sambönd koma þér áleiðis núna, ekki gleyma að þakka fyrir þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sterkir persónuleikar hafa áhrif á þig. Minningar úr æsku þinni munu hugsanlega koma upp í hugann. Farðu varlega og reyndu að særa eng- an. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér tekst ekki fremur en öðrum að stöðva tímann. Þú ert viðkvæmur og hugmyndaríkur en átt það til að vera misskilinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér og skalt þess vegna ekki taka nein- ar mjög stórar ákvarðanir. Þú skalt skoða hvert mál vandlega áður en þú tekur afstöðu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Flýttu þér hægt í að dæma fólk. Mundu bara að þú varst ekki einn að verki og fleiri mega njóta sviðsljóssins. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Endalok tímabila eru alltaf ljúfsár, en þú getur verið alveg viss um að eftir að málinu hefur verið lokað hefst nýtt tímabil. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Passaðu þig á því sem þú biður guðina um – þú verður áreið- anlega bænheyrður. Líttu málin raun- sönnum augum og þá sést að flest er í lagi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að setjast niður og fara í gegnum það hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft að huga að því hvernig þið getið deilt einhverju með öðrum. Að öðrum kosti færðu á þig leið- indi sem þú losnar ekki við. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft að hafa augun hjá þér og vera á varðbergi gagnvart smáat- riðum, sem geta komið fyrirvaralaust í bakið á þér. Líttu á björtu hliðarnar. Stjörnuspá 16. maí 1457 Björn ríki Þorleifsson, 49 ára höfðingi á Skarði, var sleginn til riddara og honum falin hirðstjórn á Íslandi. Englend- ingar tóku Björn af lífi tíu ár- um síðar. 16. maí 1901 Tuttugu og sjö manns drukkn- uðu þegar skip, sem var á leið frá sandinum undan Eyjafjöll- um til Vestmannaeyja, sökk skammt austur af Heimaey. Einum manni var bjargað. 16. maí 1952 Bandarísk flugvél fórst í norð- anverðum Eyjafjallajökli og með henni fimm menn. Eitt lík fannst strax eftir slysið, annað árið 1964 og þrjú í ágúst 1966. 16. maí 1966 Karnabær var opnaður á horni Týsgötu og Skólavörðu- stígs í Reykjavík. Verslunin hafði mikil áhrif á tísku unga fólksins. 16. maí 1983 Vikublaðið Andrés Önd kom út á íslensku í fyrsta sinn, en áður höfðu margir lesið það á dönsku. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Anna M. Páls- dóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður áttræð á morgun, 17. maí. Hún verður með heitt á könnunni fyrir ættingja og vini á afmælis- daginn í félags- miðstöðinni, Hraunbæ 105, Reykja- vík, milli kl. 15 og 17. 80 ára „ÉG ætla að eiga að góðan dag með fjölskyldunni, í góðri kreppuveislu heima. Síðan verður eitthvað aðeins öðruvísi, og kannski aðeins meira villt, fyrir félagana n.k. föstudag,“ segir Valgeir Vilhjálmsson, starfsmaður markaðsdeildar RÚV, en hann verður fertugur í dag. Valgeir segist lítið hafa hugsað út hvort 40 ára afmælið eru merk tímamót eða ekki. „Það er nú svolítið erfitt að segja. Ég held að fimmtugsafmælið sé nú kannski meira tímamótaafmæli,“ segir Val- geir. Hann er búsettur á Álftanesi og segist hlakka til dagsins, ekki síst að eyða honum með eiginkonunni, Ingunni Óladóttur, ogbörnunum, Arnóri Inga þriggja ára, Elísabetu fimm ára og Birni Leví tólf ára. „Ég reikna með því að það komi kannski svona 30 til 40 manns, hérna heima á Álftanesi. Það bendir nú allt til þess að þetta verði fallegasti dagur ársins, hingað til, þannig að góða veðrið virðist hafa boðað komu sína. Ætli fólkið endi ekki bara í garðveislu,“ segir Valgeir en hann reiknar með því að fjölskyldur fimm systkina hans láti sjá sig á afmælisdaginn. „Stórfjölskyldan verður eflaust áberandi hér heima og ég hlakka til þess eyða deginum með henni.“ magnush@mbl.is Valgeir Vilhjálmsson markaðsmaður hjá RÚV „Góð kreppuveisla“ heima Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.