Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 33
Þegar Jóhanna „þurfti“ túlk HÚN var merkileg fyrirsögnin á visir.is um blaðamannafund sem Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hélt með erlendu fjölmiðlafólki í Þjóðmenningarhúsinu síðastliðinn kosningadag. Á fundinum svaraði Jó- hanna blaðamönnum á íslensku en túlkur þýddi svör hennar á ensku. Þessu eigum við ekki að venjast og visir.is fjallaði um fundinn undir fyr- irsögninni „Jóhanna þurfti túlk“. Fyrir fundinn hafði komið upp um- ræða í fjölmiðlum þar sem ótvírætt var gefið í skyn að ófullnægjandi tungumálakunnátta forsætisráðherra kæmi í veg fyrir eðlileg samskipti hennar við fulltrúa erlendra fjölmiðla. En tungumálakunnátta Jóhönnu er al- gert aukaatriði í þessu máli, eins og komið verður að síðar. Áfallið sem þjóðin varð fyrir í kjölfar banka- hrunsins er eitthvert það alvarlegasta sem yfir okk- ur hefur dunið og viðbrögð stjórnvalda á margan hátt sorgleg. Grundvallarregla áfallastjórnunar er að bregðast sem fyrst við með fumlausum við- brögðum. Þegar áfall dynur yfir höfum við í raun og veru sárafáa valkosti og þurfum að taka ákvarðanir mjög skjótt. Aðgerðaleysi leiðir af sér margvíslegar óæskilegar aukaverkanir. Eitt af því fyrsta sem við þurfum að gera er að upplýsa ólíka hagsmunahópa með ólíkar þarfir á sem skemmstum tíma. Einfaldasta leiðin er að gera það í gegnum fjölmiðla. Markmiðið á alltaf að vera að draga eins og kostur er úr þeim ímynd- arskaða sem áfallið getur valdið. Lið- ur í því er meðal annars að tryggja að fjölmiðlar, hagsmunahópar og al- menningur fái ávallt réttar upplýs- ingar. Með því móti er komið í veg fyr- ir margvíslegar getgátur og vangaveltur sem sjaldnast eru réttar og um leið er komið í veg fyrir ranga og skaðlega umfjöllun í fjölmiðlum og kjaftasögur eru kæfðar í fæðingu. Nútímafjölmiðlun er afskaplega hröð og hún er ágeng. Fjölmiðlar þurfa stöðugt fréttir og þeir hafa enga biðlund í stórum málum. Fjölmiðlun samtím- ans byggist ekki á afmörkuðum fréttatímum eins og áður var. Með tilkomu öflugra netmiðla má með sanni segja að lífið sé einn allsherjar fréttatími. Það getur því verið erfitt að leiðrétta ranghermi eða orð sem sögð eru í hálfkæringi, því ekki þurfa að líða nema fáeinar mínútur frá því ummæli falla þar til þau birtast í fjölmiðlum innanlands sem og erlend- is, eins og dæmin sanna. Það er erfitt að leiðrétta frétt sem lifir sjálfstæðu lífi í flóknum fjölmiðla- heimi. Það er því deginum ljósara að upplýsingamiðl- unin þarf að vera hnitmiðuð og hreinskiptin til þess að snúa vörn í sókn og hefja ímyndarlega uppbygg- ingu eftir að áfallið dynur yfir. Þær upplýsingar sem við látum frá okkur fara þurfa að vera sannar og framsetningin skýr þannig að ekki sé unnt að misskilja orð okkar eða draga af þeim rangar álykt- anir. Það má því hrósa Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að nýta sér túlk til þess að upplýsingar hennar og áherslur komist óbrenglaðar til skila til þeirra sem þurfa á upplýsingunum að halda hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis. Kannski hefðu aðrir ráð- herrar átt að kalla til túlka á fyrri stigum krepp- unnar. Vonandi læra menn af þessu góða fordæmi forsætisráðherra. Eftir Þorstein G. Gunnarsson » Grundvallarregla áfalla- stjórnunar er að bregðast sem fyrst við með fumlausum viðbrögðum. Aðgerðaleysi leiðir af sér óæskilegar aukaverkanir. Þorsteinn G. Gunnarsson Höfundur er ráðgjafi hjá KOM almannatengslum. 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Hvernig stendur siðgæðið? Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir bauð þingmönnum upp á að snúa siðgæðiskompási. Þessir herramenn þáðu það ekki. Kristinn Salvör Kristjana Gissurardóttir | 15. maí Byltingartólið Twitter … Rodrigo Rosenberg var myrtur í Gvatemala City fyrir fimm dögum. Ástandið er þannig þar í landi að margir eru myrt- ir, Rosenberg var lög- fræðingur og vann að máli fyrir Khalil Musa og dóttur hans Majorie Musa. Þau voru bæði myrt í mars síðastliðnum. Ég hefði ekki vitað af þessum morðum nema út af því að í gær las ég á Twitter-straumi að Twitter- notandi í Gvatemala hefði verið hand- tekinn fyrir að pósta twít þar sem hann ráðlagði fólki að taka fé út úr tilteknum banka í Gvatemala og varaði við spill- ingu í landinu. … Rosenberg tók upp ávarp áður en hann var myrtur og í ávarpinu segir hann: „Ef þú ert að hlusta á þessa upptöku þá hef ég verið myrtur.“ Hann ásakar í því myndbandi forseta Gvatemala, forsetafrúna og menn þeim handgengna um að hafa staðið fyrir morðunum … Meira: salvor.blog.is Kristján H. Theódórsson | 15. maí Hugarfarsbreyting! Nú eru menn unn- vörpum að átta sig á fá- ránleika ofurlaunastefn- unnar. Auðvitað getur verið réttlætanlegt að hafa nokkurn launamun, ein- hver hvati þarf að vera til að fólk leiti sér menntunar og fái metnað til að sækjast eftir stjórnunarstörfum. Hitt hef ég aldrei skilið að í heimi þar sem margur hefur vart til hnífs og skeiðar sé talið réttlætanlegt að greiða ein- staklingum í tugavís margföld nauð- þurftarlaun. Ég stakk upp á því fyrir rúmum 20 árum á fundi með Þorsteini Pálssyni, þv. forsætisráðherra, að fyrirtæki yrðu látin gjalda þess skattalega ef þau greiddu sínum silkihúfum úr hófi fram í launum og öðrum viðurgerningi. … Meira: ktedd.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 15. maí Ósiður lagður niður Vonandi verður það fram- tak þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar að vera úti á Austurvelli meðan guðþjónustan fyr- ir þingsetningu fer fram fyrsta skrefið í þá átt að sá ósiður verði lagður niður að upphaf veraldlegs löggjafarþings hefjist á trúar- legu helgihaldi. Ekki líst mér samt á hugvekju Sið- menntar sem fram fer á sama tíma. Hún er bara mótvægi við helgihaldið. Geta menn ekki bara byrjað að þinga formálalaust glaðir í bragði. Hvað eiga svona vitleysislegar serimóníur að þýða? Meira: nimbus.blog.is MÉR finnst ég vera búinn að vera að moka í botnlausa tunnu ráða- manna þessa lands um langa hríð. Botninn er sennilega norður í Borg- arfirði, sé tekið mið af landfræðilegri stöðu minni m.v. bræðurna frá Bakka forðum daga. Kannski ég ætti að bjóð- ast til að bera inn sól í skjólu til að hjálpa ráðamönnum að sjá ljósið? Um langa hríð, sennilega áratugi, hefur Landssamband lögreglumanna gagnrýnt ónógar fjárveitingar til lög- gæslu þessa lands. Við höfum svo sem ekki verið einir um það því núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir, hefur margoft gagnrýnt sömu hluti. Núverandi sjávarútvegs- ráðherra, Jón Bjarnason, gerði slíkt hið sama í grein sem hann ritaði, ásamt Atla Gíslasyni þingmanni VG, í Morgunblaðið í mars 2008. Um langa hríð, sennilega áratugi, hef- ur Landssamband lög- reglumanna bent á þá staðreynd að áherslur ráðamanna, í lög- gæslumálum þessarar þjóðar, stæðu á brauð- fótum. Þannig hefur í raun engin markviss þarfagreining átt sér stað á því hver eiginleg löggæsluþörf þessa lands er. Alþingi Íslendinga hef- ur flotið sofandi að feigðarósi og slumpað út einhverjum fjármunum í hina og þessa málaflokka, eftir ákvörðunum ráðherra og embættis- manna í ráðuneytum, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað verið væri að samþykkja og hvort, ef ein- hver, þarfagreining hefði átt sér stað sem styddi þær óskir sem lagðar voru fram. Lög hafa jafnvel verið sam- þykkt, frá hinu háa Alþingi, án þess að fyrir lægju sannfærandi úttektir á því, hvort samþykkt laganna hefði í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Nú blasa við nöturlegar staðreyndir málsins. Í lögreglulögum segir að embætti ríkislögreglustjórans skuli sjá lögreglunemum fyrir starfsþjálfun í lögreglu í allt að átta mánuði. Hér hafa engar fjárheimildir verið sam- þykktar til að standa straum af áætl- uðum kostnaði við þessa starfsþjálfun. Í löggæsluáætlun til ársins 2011 er gert ráð fyrir ákveðinni nýliðun í lög- reglu og áætlanir lögregluskóla rík- isins gerðu ráð fyrir ákveðnum fjölda nýnema í samræmi við framsettar áætlanir. Enn og aftur samþykkir Al- þingi Íslendinga engar fjárveitingar til verksins umfram þær sem skól- anum voru ætlaðar. Ofan í þetta hafa engar fjárveitingar verið samþykktar til að standa straum af framhalds- og viðhaldsmenntun lögreglumanna í landinu. Enn nöturlegri staðreyndir blasa nú við en þær eru að um tuttugu (20) nýlega útskrifaðir lögreglumenn munu, frá og með 15. maí fara á at- vinnuleysisbætur þar sem ekki eru til peningar til að halda þeim við vinnu í lögreglu. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd að þessi fjöldi lögreglu- manna var útskrifaður frá lögreglu- skóla ríkisins í samræmi við áætlanir sem gerðar höfðu verið og lög sem sett höfðu verið. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd, sem við blasir, að um 100% aukning hefur orðið á t.d. auðgunarbrotum á tímbilinu október til mars 2007-2008 annars vegar og 2008-2009 hins vegar. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd að eitt af yf- irlýstum markmiðum nýrrar rík- isstjórnar Íslands sé að verja þau störf sem fyrir eru og fjölga störfum svo skiptir þúsundum. Það er fallega af stað farið, svo ekki sé meira sagt. Þessar nöturlegu staðreyndir koma ofan í þá staðreynd að allnokkur fækkun hefur orðið í röðum lögreglu- manna víða um land, vegna fjárskorts hinna ýmsu embætta. Á höfuðborg- arsvæðinu einu hefur fækkunin orðið sem nemur um fimmtíu (50) stöðugild- um lögreglumanna. Staðan nú er orð- in þannig að á öllu höfuðborgarsvæð- inu eru nú að störfum færri lögreglumenn en sinntu Reykjavík, ásamt Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ fyrir sameiningu embættanna þriggja í ársbyrjun 2007. Það er mikið meira en nóg að gera fyrir þessa tuttugu lögreglumenn, sem gert er að láta af störfum 15. maí. Þeirra er virkilega þörf í lögreglu. Reyndar er það svo að þörf er á mun meiri viðbótarmannskap í lögreglu en þessum tuttugu og færi vel á því að fylgt yrði áætlunum stjórnvalda í þessum efnum. Það eru jú, eftir allt saman, áætlanir stjórnvalda. Hér þarf að lyfta grettistaki til að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í löggæslumálum þessarar þjóð- ar. Landssamband lögreglumanna kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda í þessum efnum. Eftir Snorra Magnússon »Hér þarf að lyfta grettistaki til að snúa við þeirri óheilla- þróun sem orðið hefur í löggæslumálum þess- arar þjóðar. Snorri Magnússon Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Gísli, Eiríkur, Helgi BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.