Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 28
28 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þ etta eru bara uppskriftir úr mínu heimilishaldi. Þetta er maturinn sem ég gef fjölskyldunni,“ segir matgæðingurinn Nanna Rögn- valdsdóttir um nýju mat- reiðslubókina sem hún sendi frá sér á dög- unum. Hagsýni og hugmyndaauðgi var í fyrirrúmi við skrifin. Þannig geymir bókin til- brigði við allar uppskriftir, geymsluaðferðir, útgáfu fyrir einn og svo hvað gera megi við margvíslegt umframhráefni sem e.t.v. er ekki í daglegri notkun, t.d. bygg, linsubaunir, pestó og ostrusósu. Nanna þekkir enda af langri reynslu hvaða hráefni eiga vel saman og hvað má nota í stað- inn sé eitthvað ekki til. „Ég er þannig að þegar ég elda heima hjá mér nota ég það sem til er.“ Hún segir sína matseld vissulega hafa breyst eftir að kreppan skall á. „Maður hugsar sig meira um í búðunum en áður og þá er ég farin að baka allt mitt brauð heima. Það hef ég hef stundum gert áður, en ekki í þeim mæli sem ég geri nú.“ Hún vildi þó ekki semja kreppu- matreiðslubók. „Markmiðið var að þetta væri bók sem ætti vel við á öllum tímum,“ segir Nanna, sem nýtir við skrifin efni úr öðrum bók- um sem hún var með í vinnslu – matreiðslubók fyrir einn og nýtingu afanga. Hagsýni sé hins vegar af hinu góða. „Ég horfði mjög á kostn- aðinn þegar ég var að velja uppskriftirnar og hráefnið sem í þær fer.“ Óþarfi sé hins vegar að hverfa aftur til gamla tímans. „Mig langaði þess í stað að benda fólki á möguleikana á að halda áfram að elda allan þennan fjölbreytta, góða og að sumu leyti framandlega mat sem að við höfum verið að læra að elda undanfarin ár.“ Fiskibuff með stökkri skorpu fyrir 4 500 g bökunarkartöflur 500 g ýsuflök eða annar fiskur 1 laukur, saxaður smátt 1 lárviðarlauf (má sleppa) 200 ml mjólk (eða vatn) pipar og salt 2 msk. söxuð steinselja og/eða fínrifinn börkur af ½ sítrónu, hveiti 1 egg brauðmylsna, fersk eða þurrkuð olía til steikingar Flysjaðu kartöflurnar, skerðu þær bita og sjóddu í léttsöltu vatni þar til þær eru rétt tæp- lega meyrar. Settu fisk, lauk, lárviðarlauf og mjólk í pott ásamt pipar og salti. Hitað að suðu og stilltu á lægsta mögulega hita, leggðu lok yf- ir og láttu standa í 5-8 mínútur eða þar til fisk- urinn er rétt soðinn í gegn. Taktu hann upp og láttu kólna. Helltu vatninu af kartöflunum þeg- ar þær eru meyrar, láttu þær standa í opnum potti í 1-2 mínútur svo að þær verði ögn þurrari áður en þær eru stappaðar. Steinselju og sí- trónuberki hrært saman við og bragðbætt með salti og pipar eftir smekk. Losaðu fiskinn sund- ur í flögur og blandaðu gætilega saman við með sleif – ekki láta hann fara alveg í mauk. Mótaðu 8 buff sem eru um 1½-2 sm á þykkt, veltu þeim upp úr svolitlu hveiti, síðan slegnu eggi og loks brauðmylsnu. Raðað þeim á disk og kældu í a.m.k. hálftíma áður en þau eru steikt við góð- an hita í um 1-1½ sm djúpri olíu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Láttu renna af buffunum á eldhúspappír og berðu þau fram t.d. með léttsoðnu grænmeti. Mexíkógrýta með eggjum fyrir 4 2 laukar 2-3 hvítlauksgeirar 1 msk. olía 400 g svínahakk 75 g pepperóní- eða chorizo-pylsa, skorin í bita eða sneiðar 300-400 ml taco-sósa, sterk eða mild eftir smekk 200 ml soð (eða vatn og kjöt- eða græn- metiskraftur) 2 tsk. óreganó pipar og salt 500 g kartöflur, soðnar, flysjaðar og skornar í bita 4 egg Saxaðu laukinn og fínsaxaðu eða pressaðu hvítlaukinn. Hitaðu olíuna á stórri pönnu og láttu lauk og hvítlauk krauma á henni í nokkrar mínútur við meðalhita. Bættu þá hakki og kryddpylsu á pönnuna, hækkaðu hitann dálítið og steiktu þar til allt hefur tekið lit. Hrærðu oft á meðan og gættu þess að losa sundur alla kekki í hakkinu. Bættu svo taco-sósu, soði eða vatni, óreganói, pipar og salti á pönnuna og láttu malla við fremur hægan hita í um 10 mín- útur. Settu kartöflubitana út í og hrærðu. Kryddaðu með salt og pipar eftir smekk. Gerðu svo 4 lautir í yfirborð hakkblöndunnar og brjóttu eitt egg í hverja laut – best er að brjóta eggið fyrst í bolla og hella því í lautina. Leggðu lok lauslega yfir og láttu malla rólega án þess að hræra í um 5 mínútur í viðbót eða þar til eggjahvíturnar eru stífnaðar. Berðu réttinn fram í pönnunni og hafðu með t.d. hrísgrjón og gróft brauð eða grænt salat. „Maturinn sem ég gef fjölskyldunni“ Morgunblaðið/Ómar Meistarakokkur Nanna Rögnvaldsdóttir veit vel hvernig breyta má uppskriftum. Fiskibuff með stökkri skorpu Góð tilbreyt- ing frá hefðbundunum fiskibollum. Mexíkógrýta með eggjum Skemmtilegt til- brigði við danskan „bixemad“. Hagsýni og hugmyndaauðgi var í fyrirrúmi hjá matgæðingnum Nönnu Rögnvaldsdóttur þegar hún skrifaði matreiðslubók sem hún sendi frá sér á dögunum. Byggðavegur er að taka breytingum þessa dagana. Verið er að leggja göngustíga með Byggðavegi sem liggur ofan við byggðina í Sandgerði. Fjöldi fólks er nú þegar farinn að ganga þessa stíga þó ekki sé búið að malbika þá en þeir verða vænt- anlega malbikaðir á næstunni.    Ungir menn á fjórhjólum og tor- færuhjólum hafa sett svip á bæj- arlífið, en þeir hafa ekki alltaf farið eftir reglum. Lögreglan virðist hafa náð að tala þessa ungu menn til, því spól og akstur á viðkvæmum svæð- um virðist vera hætt að sinni. Bæj- aryfirvöld eru að skoða hvort hægt er að koma upp aðstöðu í mal- arnámum, ofan við bæinn.    Hafnarsvæðið hefur verið að taka breytingum á síðustu mánuðum. Unnið hefur verið að endurbótum í umhverfismálum á hafnarsvæðinu milli Norðurgarðs og Suðurgarðs. Grjótgarður hefur verið endurhlað- inn, lagðar gangstéttir, malbikuð sér braut fyrir lyftara sem flytja afla frá bátum að fiskmarkaði, ásamt nýjum vegi milli hafnargarða. Fram- kvæmdirnar kosta um 60 milljónir.    Þjónustuhús við tjaldsvæðið er í byggingu. Ennfremur er verið að koma upp aðstöðu fyrir húsbíla á svæði þar sem gamli malarknatt- spyrnuvöllurinn var. Húsið verður væntanlega tilbúið í byrjun júní. Nýja tjaldsvæðið er miðsvæðis í Sandgerði og skjólgott    Knattspyrnuvöllurinn er að taka breytingum því að unnið er við upp- steypu á stúku við suðurenda knatt- spyrnuvallarins við Stafnesveg. Stúkan er jafnframt fyrsti áfangi í fyrirhuguðu fjölnota íþróttahúsi sem á að bygga á vallarsvæðinu. Áætlað er að stúkan verði tilbúin í lok maí- mánaðar en sjálft húsið er komið á bið eins og svo margt í þessu ástandi sem þjóðin er í.    Nemendur og kennarar 9. bekkjar í grunnskólanum í Vogi í Færeyjum hafa verið í heimsókn í Sandgerði síðustu daga, en Vogur er vinabær Sandgerðis og hafa heimsóknir fé- laga og klúbba verið gagnkvæmar í áratugi. Að þessu sinni var farið með nemendurna í ferðalög, m.a. að Gull- fossi og Geysi um Reykjanes.    Ósabotnavegur er farinn að sanna gildi sitt. Aukning hefur orðið á komu ferðamanna og hópa sem eru á hringferð um Reykjanesskagann. Vegurinn hefur verið lagður bundnu slitlagi.    Útivistarsvæði ofan við byggðina í Sandgerði, er að taka breytingum. Svæðið samanstendur af miklum grjótnámum sem voru notaðar við byggingu grjótvarnagarða við höfn- ina. Búið er að safna saman miklum moldarjarðvegi í og við námurnar og er hafið verkefnið Yndisgróður sem er unnið í samráði við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri, Félag garðplöntuframleiðenda, Rannsókn- arstöð Skógræktar við Mógilsá og Grasagarð Reykjavíkur. SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Nemendur frá Vogi í Færeyjum komu við í Fræðasetrinu. Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Nýting nátt- úrgæða í náttúruvænu, umhverfis- og barnvænu umhverfi þar sem ferðamenn geta gengið að persónu- legri og góðri þjónustu, eru meðal meginstoða í niðurstöðu sem ráð- gjafafyrirtækið Alta kemst að eftir að hafa unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir bæjarstjórn Grundarfjarðar um nokkurt skeið. Þegar niðurskurður á aflaheimld- um varð ljós haustið 2007 ákvað bæjarstjórnin að fá Alta til að vinna að tillögum um stefnumótun í ferðaþjónustu og voru niðurstöður kynntar íbúum og ferðaþjónustuað- ilum í Sögumiðstöðinni Grund- arfirði í síðustu viku. Tillögurnar fara síðan innan skamms til af- greiðslu hjá bæjarstjórn. Í máli Bjargar Ágústsdóttur starfsmanns Alta þykir margt benda til að ferða- mannastraumur muni aukast til verulega á Snæfellsnesi í nánustu framtíð. Það væri því ákaflega mik- ilvægt að allir þeir sem koma að ferðaþjónustu í sveitarfélaginu tog- uðu í sömu átt og að bæjaryfirvöld gætu búið í haginn fyrir þessa þjón- ustu eftir ákveðnum forgangs- atriðum jafnt fyrir þessa atvinnu- grein sem og aðrar. Í niðurstöðu til stefnumótunar er lögð áhersla á þjónustu og viðmót, að við- skiptavininum sé gefinn tími og at- hygli. Þá er lögð áhersla á að nýta smábæjareinkennin, kyrrð og frið þótt hér geti þrifist blómlegt mann- líf með líf í tuskunum eins og segir í stefnumótunarpunktunum frá Alta. Stefnumótun í ferða- þjónustu í Grundarfirði Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ferðaþjónusta Á síðast sumri var sérstök dagskrá fyrir farþega á skemmtiferðaskipum þar sem skírskotað er til menningar og sögu landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.