Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar verður haldinn sunnudaginn 24. maí nk. kl. 12.30 í nýja Safnaðarheimilinu Hábraut 1A. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin. Fundir/Mannfagnaðir Fjórir nýir eigendur hafa gengið í eigendahóp LOGOS lög- mannsþjónustu, en þeir eru Ann Grewar, Solicitor, Heiðar Ásberg Atlason hdl. og Ólafur Eiríksson hrl. og Þórólfur Jónsson hdl. Einnig hefur LOGOS bætt við í hópi starfs- manna, bæði í Reykjavík, Lundúnum og Kaupmannahöfn. Heildarfjöldi starfsmanna LOGOS er nú 77. Í Reykjavík starfa 54 starfsmenn, 14 eru í London og 9 í Kaupmannahöfn. Breytingar á eigendahópi: Nýir eigendur: Ann Grewar, Solicitor Eigandi - London Ann er solicitor í Englandi og Wales 2001. Ann starfaði hjá Freshfiled Bruckhaus Deringer 1999-2005 og Ocado Ltd 2006-20007, en gekk til liðs við LOGOS lögmannsþjónustu 2007. Hún gekk í eigendahóp LOGOS í október 2008. Ann Grewar er gift Alexander Schmidt. Starfssvið: Fjármögnun fyrirtækja, viðskipta- samningar og samrunar, félagaréttur, endurfjármögnun. Heiðar Ásberg Atlason LL.M., hdl. Eigandi - Reykjavík Heiðar Ásberg er cand. jur. frá Háskóla Íslands 2000 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslög- maður 2003. Hann stundaði framhaldsnám í University of Miami School of Law, LL.M. í samanburðarlögfræði 2001-2002. Heiðar Ásberg starfaði hjá utanríkisráðuneytinu á árunum 2000- 2001, en hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2002. Heiðar Ásberg er giftur Aleksöndru Hamley Ósk Kojic og eiga þau tvo syni. Starfssvið: Félagaréttur, samrunar og yfirtökur, fjárfestingar, gjaldþrotaréttur, samningaréttur. Ólafur Eiríksson hrl. Eigandi - Reykjavík Ólafur er cand. jur. frá Háskóla Íslands 1999, öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 2006. Ólafur starfaði hjá Lögmönnum Hafnarfirði ehf. 1995-2006, en gekk til liðs við LOGOS lögmannsþjónustu í september árið 2006. Ólafur er kvæntur Lenu Rós Ásmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Starfssvið: Málflutningur og réttarfar, vinnuréttur, skaðabótaréttur, gjaldþrotaréttur. Þórólfur Jónsson hrl. Eigandi - Reykjavík Þórólfur er cand. jur. frá Háskóla Íslands 1999 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000. Þórólfur starfaði hjá LOGOS lögmannsþjónustu 1999-2001, 2002-2004, hjá Kaupþingi árin 2005-2009, en gekk til liðs við LOGOS á ný í apríl 2009. Þórólfur er í sambúð með Nönnu Viðarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Starfssvið: Fjármálaþjónusta, verðbréfamarkaðsréttur, félagaréttur, samrunar og yfirtökur, samningaréttur, fjárhagsleg endurskipulagn- ing, skaðabótaréttur, málflutningur Nýir starfsmenn: Hrafnhildur Kristinsdóttir, lögfræðingur Fulltrúi - Reykjavík Hrafnhildur er mag. jur. frá Háskóla Íslands 2008 og hóf störf hjá LOGOS lögmanns- þjónustu í janúar sl. Hrafnhildur er gift Jóni Hartmanni Elíassyni og eiga þau eitt barn. Starfssvið: Skaðabótaréttur, kröfuréttur, samningaréttur, stjórnsýsluréttur, og vinnuréttur. Halldór Brynjar Halldórsson, lögfræðingur Fulltrúi - Reykjavík Halldór Brynjar lýkur ML frá Háskólanum í Reykjavík í júní 2009, en hann hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu samhliða námi frá vorinu 2007. Starfssvið: Samkeppnisréttur, samningaréttur, stjórnsýsluréttur og Evrópuréttur. Friðrik Ársælsson, lögfræðingur Fulltrúi - Reykjavík Friðrik Ársælsson lýkur mag. jur. gráðu frá Háskóla Íslands í júní 2009. Hann hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu með námi frá því vorið 2008. Friðrik er í sambúð með Rakel Evu Sævarsdóttur. Starfssvið: Félagaréttur, verðbréfamarkaðs- réttur, samninga- og kröfuréttur. Gunnar Þór Þórarinsson LL.M., hdl. Fulltrúi - London Gunnar Þór er cand. jur. frá Háskóla Íslands 2001 og stundaði framhaldsnám við London School of Economics and Political Science, LL.M. í félagarétti (Corporate Law) 2007 - 2008. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2002. Gunnar Þór starfaði hjá Lögmönnum Höfðabakka 2001-2007 og Baugi UK Limited 2008-2009, en gekk til liðs við LOGOS lög- mannsþjónustu í mars 2009. Gunnar Þór er giftur Evu Gunnarsdóttur og eiga þau tvær dætur. Starfssvið: Félagaréttur, samrunar og yfirtökur, fjármögnun fyrirtækja, gjaldþrotaréttur, samningaréttur, stjórnsýsluréttur. Jas Bains, Solicitor Fulltrúi - London Jas er solicitor í Englandi og Wales 2002. Hann starfaði hjá Freshfields Bruckhaus Deringer 2002-2005, ING Bank 2005-2007 og Barclays Capital 2007-2009. Jas hóf störf hjá LOGOS lögmannsþjónustu í apríl 2009. Starfssvið: Fjármögnun fyrirtækja, endurfjár- mögnun, skattaréttur Þórir Skarpéðinsson hdl. Fulltrúi - Kaupmannahöfn Þórir Skarphéðinsson er cand. jur. frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann öðlaðist héraðsdóms- lögmannsréttindi árið 2003 og hlaut lög- gildingu sem verðbréfamiðlari 2008. Þórir starfaði hjá Straumi-Burðarási fjár- festingabanka hf. 2005-2007, Smáey hf. 2007- 2009 og í apríl sl. hóf hann störf á skrifstofu LOGOS í Kaupmannahöfn. Þórir er giftur Signýju Völu Sveinsdóttur, lækni og eiga þau 2 dætur. Starfssvið: Samrunar og yfirtökur, fjármagnanir, félagaréttur, verðbréfa- og kauphallarréttur, samningaréttur. Nýir starfsmenn hjá LOGOS I.O.O.F. Rb.1 1575165 - HF* 29.5.-1.6. Þórsmerkurtindar Brottför: kl. 17:00 V. 22600/28000 kr. Á Þórsmerkursvæðinu eru margir áhugaverðir tindar sem sjaldan er farið á s.s. Rjúpnafell, Mófell, Hátindar og Útigöngu- höfði. Þeim verður þessi ferð helguð og farið í fjallgöngu á hverjum degi. Ferðin er öðrum þræði hugsuð sem góð æfing fyrir gönguferðir sumarsins. Fararstj., Óli Þór Hilmarsson. Mikil bókun komin í Jónsmessunæturgönguna, tryggðu þér pláss. 19.-21.6. Jónsmessunætur- ganga yfir Fimmvörðuháls Brottför er kl. 17:00, 18:00, 19:00 og hraðferð kl. 20:00. V. í skála 22.400/18.600 kr., í tjaldi 19.600/17.100 kr. Nr. 0906HF03 Það er sérstök upplifun að ganga að næturlagi í góðum félagsskap yfir Fimmvörðuháls. Fjallasýnin sem birtist af Heiðarhorninu í morg- unsárið er einstök og geymist í minninu. Boðið upp á hressingu meðan á göngunni stendur og grillveislu og varðeld í Básum á laugardagskvöldinu. Skráning á utivist@utivist.is eða í síma 562 1000. Sjá nánar www.utivist.is 17.5. Hveragerði - Nesjavellir Brottför frá BSÍ kl. 09:30. V. 3600/4500 kr. Vegalengd 14-16 km. Hækkun 300-400 m. Göngutími 6-7 klst. Fararstj., Pétur J. Jónasson. 29.5.-1.6. Vestmannaeyjar Líkt og fyrri ár eru eyjarnar um- hverfis landið þema hvítasunnu- ferðar Útivistar. Farið í göngu- ferðir um Heimaey undir leiðsögn heimamanna. Saga Eyjanna hefur verið mjög viðburðarík og því er þar margt að sjá og skoða. Ennfremur verður farið í bátsferð í kringum Eyjarnar. V. í uppbúnum rúmum 31.800/27.000 kr. V. gisting í svefnpokaplássi 28.800/24.000 kr. Innifalið, sigling með Herjólfi, rúta frá bryggju að gististað og til baka. Gisting, sigling og göngu- og skoðunarferðir um Heimaey. Fararstj., Lára Kristín Stur- ludóttir. 29.5.-1.6. Básagleði Um hvítasunnuhelgina verður líf og fjör í Básum eins og endra nær. Gestir koma sér á eigin ve- gum á svæðið. Nauðsynlegt ge- tur verið að panta gistingu á skrifstofu Útivistar. Raðauglýsingar 569 1100 Félagslíf Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Berjarimi 20, 203-9937, Reykjavík, þingl. eig. Sif Garðarsdóttir, gerðarbeiðendur Berjarimi 20-28,húsfélag og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 20. maí 2009 kl. 11:00. Bragagata 33a, 200-7581, Reykjavík, þingl. eig. Nordic Workers á Íslandi ehf, gerðarbeiðendur Bókhaldsþjónustan Viðvik ehf, Reykja- víkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðvikudaginn 20. maí 2009 kl. 13:30. Hraunbær 46, 204-4644, Reykjavík, þingl. eig. Jón Heiðar Erlendsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sparisjóður Rvíkur og nágr,útib og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 20. maí 2009 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 13. maí 2009. Hafðu fréttatímann þegar þér hentar Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Síðasta spilakvöld hjá okkur Breiðfirðingum á þessu vori var sunnudaginn 10/5. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Kristín Óskarsd. – Freyst. Björgvinss. 190 Ólöf Ólafsd. – Ragnar Haraldsson 188 Hörður R. Einarss. – Benedikt Egilss. 187 Austur/Vestur Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 208 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 200 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 195 Við þökkum Arnóri Ragnarsyni og félögum hans á Morgunblaðinu fyrir góða samvinnu í vetur eins og undanfarin ár og óskum þeim gleðilegs sumars. Það er alveg frá- bært hvað blaðið er dugleg að birta fréttir af brids. Við byrjum aftur að spila í haust 20/9. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukk- an 19. Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánud.11. maí. Úrslit í N/S: Birgir Ísleifss. – Jón Stefánsson 329 Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 298 Sigtr. Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 288 Elís Kristjánss. – Páll Ólason 288 A/V Eysteinn Einarss. – Björn Björnsson 314 Narfi Hjartarson – Magnús Hjartarson 295 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórss. 290 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 284 Hulda Jónasard. – Anna Hauksd. 284 Spilað var á 12 borðum í Gull- smára fimmtud. 14.maí.Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 208 Örn Einarsson - Jens Karlsson 204 Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss 196 Skúli Sigurðss - Ómar Óskarsson 186 A/V Lilja Kristjánsd. - Guðrún Gestsdóttir 230 Þorsteinn Þórðars. - Hlynur Þórðarson 192 Haukur Guðbjartss. - Kári Jónsson 182 Elís Helgason - Gunnar Alexanderss 179 Spilað verður næsta mánu- dag,18. maí. Einmenningur hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Lokakvöld BR var einmennings- keppni þar sem hæstu bronsstiga- menn kepptu um einmennings- meistaratitil BR. Lokastaðan: Jón Baldursson 65 Sverrir Ármannsson 47 Ásmundur Pálsson 39 Þorlákur Jónsson 34 Júlíus Sigurjónsson 31 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánud. 11.5. Spilað var á 15 borðum. Meðalskor 312 stig. Árangur N-S. Magnús Jóhannss.– Oddur Halldórss. 376 Auðunn Guðmss. – Björn Árnason 367 Björn Svavars. – Jóhannes Guðmanns. 367 Árangur A-V. Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 396 Eyjólfur Ólafss. – Þröstur Sveinsson 374 Friðrik Jónss.– Tómas Sigurjónsson 362 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is @ Fréttir á SMS AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.