Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 51
Menning 51FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Tónleikasalur Listaháskóla Íslands Raftónleikar bbnnn Stórleikar Raflostshátíðarinnar. Laugardagur 9. maí HÁTÍÐIN Raflost var nýverið hald- in í þriðja sinn. Í þetta skipti var lögð áhersla á gagnvirkni og skörun ólíkra listgreina, og kannað hversu langt væri mögulegt að fara með raf- magnaða tónlist í bland við aðra geira. Afraksturinn var kynntur í tónleikasal Listaháskóla Íslands á laugardagskvöldið, á svokölluðum stórleikum, hvað sem það átti að vera. Ég mætti ekkert alltof snemma, u.þ.b. tíu mínútum fyrir auglýstan tíma sem var klukkan átta. Þegar ég kom var enn verið að setja upp græjur og mér var sagt að ekki væri búið að opna salinn fyrir almenningi. Þetta skipulagsleysi einkenndi að nokkru dagskrána, því miður. Fyrst skal telja einkennilega upp- röðun á sviðinu. Í fyrsta atriðinu, tónlist og myndbandi eftir Ásgeir Aðalsteinsson stigu dans þær Kara Hergils og Rósa Ómarsdóttir. Hann líktist mest frumu að skipta sér, sem var ákaflega fallega útfært. Eða svo sýndist mér. Borð með tækjum voru á milli helmings áhorfendabekkja og sviðsins sem ekki var upphækkað. Það var því ógerningur að njóta dansins almennilega fyrir græjunum sem voru síður en svo augnayndi. Einkennilegt að bjóða upp á dans- sýningu en skyggja svo á hana með einhverju sem hefði átt að vera í öðru hvoru horninu, helst ósýnilegt. Ég hafði líka ákveðnar efasemdir um verkið Sæborgu en þar var myndum af bókarkápum um Ísland varpað á skjá. Á meðan hélt Magnús Jensson tölu sem ég held að hafi átt að vera háðsádeila á sjálfsmynd Ís- lendinga. Ég held það en veit það ekki því raftónlistardrunur drekktu máli hans. Nú er sjálfsmynd þjóð- arinnar efni í allskonar pælingar og auðvelt væri að gera grín að henni endalaust, í máli, tónlist eða mynd- um. Hugmyndin hjá höfundum verksins, þeim Magnúsi, Þorkatli Atlasyni og Áka Ásgeirssyni virtist því góð (og nærtæk). Útfærslan hefði hinsvegar mátt vera úthugs- aðri og fágaðri. Ég ætla ekki að telja upp hvert einasta atriði dagskrárinnar, enda oft um að ræða verk sem greinilega voru ekki enn fullmótuð. Ég verð þó að nefna go ixi-li eftir Thorhall Magnússon en þar spann höfundur tónavef á eigið hljóðfæri, lítinn tré- kubb með allskonar nemum. Kubb- urinn leyndi á sér því útkoman var verulega áhrifamikil. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tónlistinni, nema að segja að verkið bjó yfir sannfærandi stígandi og það samsvaraði sér prýðilega, auk þess sem það var stutt og hnitmiðað. Spuni á það til að dragast á langinn en ekki hér. Meira svona hefði mátt vera á dagskránni þetta kvöld. JÓNAS SEN TÓNLIST Óskipulagt Raflost SÍÐASTLIÐNA viku hefur verið boðið til einnar fjölbreyttustu og skemmtilegustu listadagskrár sem verið hefur á kirkjulistahátíð Ak- ureyrarkirkju nokkru sinni. Tónleikar hafa að venju skipað veglegan sess í þeirri dagskrá og lauk hátíðinni á þeim stórglæsilegu tónleikum sem hér eru til umfjöll- unar. Það fór vel á því að tengja lokadagskrá 250 ára ártíð Händels og að á þessu ári séu 200 ár liðin frá fæðingu Felix Mendelssohn. Verkin sem þarna voru flutt voru einnig verðugir áfangar á glæstri tónsmíðavegferð þessara snillinga. Verkin fyrir kvennakór og sér í lagi fyrir tvöfaldan blandaðan kór a ca- pella glitra í safni kórverkanna og báðar aríurnar úr flokki 9 þýskra aría ásamt lofsöngsmótettu Händels eru einkar góðir fulltrúar þessa lofi prýdda tónskálds. Kórinn stóð sig mjög vel og sýndi mikið öryggi í flutningi. Hann er vel skipaður rödd- um og er mjög fjölmennur. Mér fannst helst skorta á mýkt í sópr- anröddinni, einnig kysi ég dekkri blæ á altröddina. Einsöngvararnir fóru á miklum kostum. Flutningur Mörtu á aríum Händels var hrífandi, bæði glæsilegur í raddmeðferð og túlkun. Í þeim sömu aríum hljómaði fiðluleikur Láru Sóleyjar fagurlega. Í stærsta verki tónleikanna þ.e. mótettunni HWW 254 náðist mjög sterk heildarmótun frá fyrsta til síð- asta takts. Bragi Bergþórsson hefur allt sem tenór í slíku hlutverki þarf að prýða. Djúp og mikil bassarödd Benedikts og örugg túlkun féll vel að verkinu. Á stundum hefði ég kosið meiri mýkt. Ekki brást Mörtu bogalistin í Händel og hitti allavega vel í mitt mark. Kórinn söng af innlifun, en í fyrsta kórnum hefðu langtónalínur í altrödd mátt greina sig betur frá, þ.e. aðrar raddir sungið veikar. Eyþór Ingi verðskuldar rós í hnappagatið og hann og allir sam- starfsmenn eiga miklar þakkir fyrir heillandi tónleika og glæsilega kirkjulistaviku. Kirkjulistaviku lauk með glæsibrag Akureyrarkirkja Kórtónleikar bbbbn Á efnisskrá: Veni Domine og Laudate pu- eri ásamt Kyrie eleison og Heilig eftir Mendelssohn, 2 aríur úr flokki Níu þýskra aría ásamt mótettunni Lofið Guð einum rómi, HWW 254, eftir Händel. Flytjendur: Kór Akureyrarkirkju og kammersveit. Einsöngur: Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Bragi Bergþórs- son tenór og Benedikt Ingólfsson bassi. Einleikur á fiðlu í Händel-aríum: Lára Sól- ey Jóhannsdóttir. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudaginn 10. maí kl. 16. JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON TÓNLIST Ávextir íslenskra auðlinda Landbúnaðarháskóli Íslands er vísindastofnun á sviði hagnýtrar náttúrufræði, umhverfismótunar og skipulagsfræða. Meginviðfangsefni LbhÍ er nýting og verndun náttúruauðlinda. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráða. Kynntu þér spennandi framtíðarnám á heimasíðu skólans: www.lbhi.is w w w .l b h i. is P L Á N E T A N Skipholti 50b • 105 Reykjavík 15% afsláttur NICOTINELL Munnsogstöflur með bragði! Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni þegar reykingum er hætt. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið var reykt. Munnsogstöflur: skammtar mega þó aldrei vera stærri en 30 stykki á dag af 1 mg og mest 15 stykki á dag af 2 mg. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 18 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. ® www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 - umsóknarfrestur til 1.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti - umsóknarfrestur til 1.júní Myndlista- og hönnunarsvið / 2009-2010 Mótun - leir og tengd efni / 2009-2010 Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu. www.myndlistaskolinn.is www.myndlistaskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.