Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 59
Menning 59FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 SÖNGVARINN Peter Andre sem nú stendur í skilnaði við eiginkonu sína, hina barmgóðu Katie Price, hefur tjáð vinum sínum að hann sækist ekki eftir einum einasta eyri við skilnaðinn. Auður Katie Price er metinn á 30 milljónir punda en áður en þau giftust skrif- aði Andre undir skilmála að eigin frumkvæði, sem verndar þá pen- inga og eignir Price sem hún aflaði sér áður en þau gengu í hjóna- band. Andre hefur að undanförnu virt að vettugi sms-skilaboð frá Price en hún flúði Bretland til Maldív-eyja ásamt börnum þeirra tveimur í kjölfar þess að skilnaður- inn var gerður opinber. Mun Price reyna hvað hún getur til að fá Andre aftur til sín og hefur meira að segja sagst ætla að aflétta fjög- urra mánaða kynlífsbanni sem hún setti á grey manninn. Allar slíkar umleitanir Price, sem er einnig þekkt undir nafninu Jordan, munu vera til lítils að sögn vina Andre en hann er nú staddur innan um fjöl- skyldu sína í Grikklandi. Vill ólm fá Andre sinn aftur Reuters Skilin Katie Price og Peter Andre eftir að þau luku London-maraþoninu. ÞAÐ verður að teljast sem dæmi um kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og milljónir unglinga um allan heim dreymir um að verða frægar tónlistarstjörnur, þrá alvöru stjörn- ur á borð við Britney Spears að hverfa úr sviðsljósinu. Frænka Spe- ars sagði frá því í viðtali á dögunum að söngkonan sé orðin langþreytt á athyglinni sem er bæði sífelld og þrúgandi. Hana langi jafnvel til að venda kvæði sínu í kross og gerast kennari. Hvað Britney Spears gæti kennt er svo allt önnur saga, ef til vill hvernig best er að komast und- an blaðasnápum og raka af sér hár- ið. Hárskurður stjörnunnar var nefnilega einnig frænkunni hug- leikinn í viðtalinu en hún segir að viðbrögð fjölmiðla við snoðinkoll- inum hafi verið öfgakennd. „Það að hún væri snoðuð kom öllu í uppnám og það er áhugavert að hugsa til þess að í raun og veru er það krafan að stjörnur eins og Britney hangi heima og geri ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Reuters Kennari? Britney Spears er nú stödd á heimstónleikaferðalagi. Dreymir um að kenna UNIVERSAL-kvikmyndaverið hef- ur nú sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sir Anthony Hopkins muni aftur leika fjöldamorðingjann dr. Hannibal Lecter í fjórðu kvikmynd- inni sem gerð er um þennan hrika- legasta morðingja kvikmyndasög- unnar. Breski leikstjórinn Ridley Scott mun leikstýra hinum 71 árs Walesmanni sem er nú bandarískur ríkisborgari, en hverfandi líkur eru á að Jodie Foster snúi aftur sem alrík- islögreglumaðurinn Clarice Star- ling. „Við erum að leita að réttu kven- leikkonunni fyrir myndina og erum þegar búnir að setja saman mynd- arlegan lista,“ er haft eftir talsmanni kvikmyndaversins en ástralska leik- konan Cate Blanchett er ein þeirra sem orðaðar hafa verið við kven- hlutverkið. Kvikmyndaspekúlantar í Hollywood eru þegar orðnir mjög spenntir fyrir myndinni og er talið öruggt að hún slái í gegn. Hættulegur Anthony Hopkins í hlutverki Dr. Hannibal Lecter. Lömbin þagna IV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.