Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fyrirtækilenda síður ívanskilum, ef konur eru við stjórnvölinn og sýna betri arðsemi eigin fjár. Þetta er niðurstaða könn- unar Creditinfo, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, enda hafa fjölmargar kannanir erlendis sýnt hið sama. Konur eru áhættufæln- ari og hagsýnni. Það vekur hins vegar at- hygli, að nýr formaður Sam- taka kvenna í atvinnurekstri, Hafdís Jónsdóttir, kveðst ekki vilja fara þá leið að lögbinda hlutfall kvenna í stjórnum fyr- irtækja, líkt og Norðmenn hafa gert. Hún vill að atvinnulífið sjái sjálft um að efla hlut kvenna og vill að á næstu fjór- um árum verði hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum komið upp í a.m.k. 40%. Auðvitað er æskilegt að hlut- irnir gerist af sjálfu sér. Það er hins vegar ekki lengur nein ástæða til að ætla að svo verði. Konur eiga enn undir högg að sækja og ekki eingöngu í at- vinnulífinu. Vissulega hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á undanförnum áratugum, en hún skilar einfaldlega ekki nægum árangri. Karlar vita áreiðanlega flestir að konur standa þeim fyllilega jafnfætis, en samt er það svo að á meðan þeir ráða lögum og lofum taka þeir ekki upp hjá sjálfum sér að auka hlut kvenna. Fyrir slíkum breytingum þarf að berjast. Ef viðhorfsbreytingin dugar ekki, hvað þarf þá til? Er lagaboð kannski eina leiðin? Nú er sest að völdum ríkis- stjórn, sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Það er yfirlýst við- horf flokkanna sem að henni standa. Samt eru konur færri í ríkisstjórninni en karlar. Hver er skýringin á því að þessir flokkar voru ekki trú- ir viðhorfi sínu? Fannst þeim ekki ástæða til að ganga fram fyrir skjöldu, nú þegar þörf er á að endurhugsa hvernig staðið er að málum hér á landi? Konur á Íslandi eru búnar að fá sig fullsaddar á þeim söng, að allt sé að færast í rétt horf og nú þurfi aðeins að bíða eftir að staðan lagist af sjálfu sér. Staðreyndin er sú að réttindi hafa aldrei fengist af sjálfu sér. Þau fást með þrotlausri bar- áttu. Þau fást með því að láta þá, sem segjast vera jafnrétt- issinnar, standa við stóru orð- in. Því miður virðist hafa slegið nokkuð í bakseglin í kvenna- baráttu undanfarin ár. Kannski hefur sú kynslóð kvenna, sem nú ætti að sitja að völdum, talið að baráttan hefði þegar skilað árangri og ekki haft varann á sér við uppeldi dætra og sona. Eitt dæmi um bakslagið er virðingarleysið gagnvart kon- um, sem blasir alls staðar við, þar sem þær eru hlutgerðar á niðurlægjandi hátt. Þar bera fjölmiðlar mikla ábyrgð og Morgunblaðið er alls ekki und- anskilið. Konur geta vissulega sótt sér alla sömu menntun og karl- ar og þær trúðu því að þar með ættu þær sama möguleika til að komast til valda, til að móta samfélag sitt og stýra því. Þetta hefur reynst tálsýn. Það er engin ástæða fyrir konur til að bíða lengur eftir að ástandið batni af sjálfu sér. Það er fullreynt. Bætt staða kvenna hefur reynst tálsýn}Konur við stjórn Kvenlíkaminner vígvöllur í stríði. Sú var ekki aðeins raunin í Bosníu þar sem nauðganir voru markviss þáttur í þjóðern- ishreinsunum, heldur einnig í þjóðarmorðinu í Rúanda og átökum í Súdan og Kongó. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Norskur fræðimaður, Inger Skjelsbæk, sagði í fyrirlestri á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í vik- unni að beint samband væri milli kynbundins ofbeldis í stríði og stöðu kvenna í við- komandi löndum. Hún leiddi að því getum að ríkti jafnrétti í raun en ekki undirokun myndi framferði hermanna gagnvart konum í stríði breytast af þeirri einföldu ástæðu að ódæðisverkið hefði ekki sömu áhrif í samfélagi fórn- arlambanna. Til að nauðganir hefðu áhrif yrðu konur að mega sín minna í samfélaginu en karlar. Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum sagði á fundinum að á undanförnum tíu árum hefðu 1300 nauðganir átt sér stað á Íslandi og bætti við að telja mætti sakfellingar vegna nauðgana hér á landi á fingrum annarrar handar. Hún talaði um falið stríð á friðartímum á hendur konum á Íslandi. Það er auðvelt að telja sér trú um að þau ódæðisverk, sem framin voru á hendur konum í Bosníu og Rúanda geti ekki átt sér stað hér, en tölurnar tala öðru máli. Kvenlíkaminn er líka víg- völlur á Íslandi. Á undanförnum tíu árum hafa 1300 nauðganir verið framdar á Íslandi } Konur og ofbeldi Á undanförnum mánuðum og vikum hefur mikið verið rætt um nauð- syn þess að auka lýðræði á Ís- landi. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar og fyrir þingkosning- arnar í vor eyddu þingmenn t.a.m. miklu púðri í að ræða um kosti og galla persónukjörs. Af einhverjum undarlegum ástæðum bar lít- ið á umræðu um eitt alvarlegasta vandamálið sem steðjar að lýðræði á Íslandi, þ.e. hið mikla misvægi atkvæða milli kjördæma. Þetta mis- vægi er svo mikið að efasemdir hljóta að vakna um lögmæti þeirra ákvarðana sem Alþingi tek- ur, ekki síst nú þegar nánast allar meiriháttar ákvarðanir Alþingis verða að öllum líkindum mjög umdeildar. Tölurnar tala sínu máli. Í kosningunum í vor voru 64% kjósenda búsett á höfuðborgarsvæð- inu, þ.e. í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvest- urkjördæmi. Þessir kjósendur kusu 34 þingmenn sem eru 54% þingheims. Kjósendur í landsbyggðarkjördæmunum eru 36% allra kjósenda og þeir kusu 29 þingmenn eða 46% þingheims. Í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að hann þekkti engin dæmi um svo kerf- isbundið misvægi atkvæða. Hann sagði einnig að yrði mis- vægið jafnað myndu sjónarmið sem eru sterkari í þéttbýli fá meira vægi innan þingflokka stjórnmálaflokkanna. Íslenska kosningakerfið tryggir að stjórnmálaflokkar fá eins marga þingmenn og atkvæðamagn gefur tilefni til en það nægir alls ekki því lýðræði snýst fyrst og fremst um vilja kjósenda en ekki þingsæti fyr- ir flokka. Einn maður – eitt atkvæði er jafnan heróp þeirra sem berjast fyrir lýðréttindum. Það er beinlínis furðulegt að flokkar sem segjast berjast fyrir lýðræði og jafnrétti skuli ekki mótmæla misvæginu harðlega. Í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að stefnt skuli að því að jafna vægi atkvæða en Stein- grímur J. Sigfússon sagði eftir fyrsta rík- isstjórnarfundinn að þetta væri „markmið“ og að menn þyrftu að setjast yfir þetta. Það eru undarleg ummæli formanns flokks sem „grundvallar stefnu sína á jöfnum rétti allra án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, litarháttar og uppruna. Aðstaða allra lands- manna verður að vera sem jöfnust, óháð bú- setu og félagslegri stöðu“. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins segir að flokkurinn hafni hvers konar mismunun sem geri grein- armun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða skoðunum. Samt hefur Framsóknarflokkurinn, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, haft hægt um sig á þessum vígstöðvum. Samfylkingin og Borg- arahreyfingin eru einu hreyfingarnar sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma misvægi atkvæða. Stjórnmálamenn munu áfram tala um nauðsyn á „auknu lýðræði“. Á meðan misvægi atkvæða er ekki leið- rétt verður holur hljómur í þeirri umræðu. runarp@mbl.is Rúnar Pálmason Pistill Holur hljómur í lýðræðisbaráttu Átylla til að halda Suu Kyi í fangelsi FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is H erforingjastjórnin í Búrma hefur ákært Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, fyrir að brjóta skilmála sem dómstóll setti henni þegar hún var dæmd í stofu- fangelsi. Suu Kyi var flutt í fangelsi í fyrradag frá heimili sínu þar sem hún hefur verið í stofufangelsi. Hún verð- ur dregin fyrir rétt á mánudaginn kemur. Suu Kyi var ákærð vegna undar- legs máls Bandaríkjamanns sem var handtekinn eftir að hafa synt yfir stöðuvatn að húsi hennar og dvalið þar á laun í tvo daga. Talið er að her- foringjastjórnin noti þetta mál sem átyllu til að halda Suu Kyi í fangelsi fram yfir kosningar sem eiga að fara fram á næsta ári. Handtakan sýnir að leiðtogar hersins líta enn á Suu Kyi sem öflugasta andstæðing sinn þótt fram hafi komið efasemdir um að flokkur hennar geti orðið stjórninni að falli. Ákærunni mótmælt Suu Kyi var sæmd friðarverðlaun- um Nóbels árið 1991 og er orðin að al- þjóðlegu tákni um hetjulegt og frið- samlegt andóf gegn einræði eftir að hafa setið í fangelsi eða stofufangelsi í um það bil tólf ár af síðustu nítján ár- um. Vestræn stjórnvöld mótmæltu ákærunni en athygli vakti að leiðtog- ar grannríkja Búrma og ASEAN, samtaka Suðaustur-Asíuríkja, þögðu um málið. Suu Kyi er 63 ára og dóttir þjóð- hetjunnar Aung San hershöfðingja, sem fór fyrir Búrmamönnum í sjálf- stæðisbaráttu þeirra á fimmta áratug aldarinnar sem leið. Hann var myrtur á árinu 1947, sex mánuðum áður en landið fékk sjálfstæði. Suu Kyi bjó lengi í Bretlandi, eign- aðist þar tvo syni með breskum eigin- manni sínum, en sneri aftur til Búrma árið 1988 til að heimsækja aldraða móður sína sem var alvarlega veik. Mikil ólga var þá í landinu og þúsund- ir manna tóku þátt í götumótmælum gegn einræðisstjórn landsins en her- inn kvað mótmælin niður með harðri hendi. Að minnsta kosti 3.000 manns lágu í valnum eftir að hermenn hleyptu af byssum á mótmælendur. Þetta varð til þess að Suu Kyi tók að sér að fara fyrir lýðræðissinnum og tók þátt stofnun Lýðræð- isbandalagsins í september 1988. Hún var sett í stofufangelsi árið 1989 en flokkur hennar fór samt með sigur af hólmi í kosningum árið eftir. Flokkurinn fékk 82% þingsætanna en herforingjastjórnin neitaði að við- urkenna úrslit kosninganna og flokk- urinn fékk ekki að taka við völdunum. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi samfleytt síðan í maí 2003 þegar átök blossuðu upp milli lýðræðissinna og stuðningsmanna stjórnarinnar. Stofufangelsisdómurinn var fram- lengdur í fyrra og hann átti að falla úr gildi 27. maí næstkomandi. Fyrr í mánuðinum synjaði herfor- ingjastjórnin beiðni Lýðræð- isbandalagsins um að Suu Kyi yrði látin laus af heilsufarsástæðum. Hún var sögð þjást af vessaþurrð og of lágum blóðþrýstingi en hermt er að hún sé á batavegi eftir að læknir fékk að heimsækja hana í vikunni. AP Einangruð Hermaður á verði við hús Aung San Suu Kyi í Yangon þar sem hún hefur verið í stofufangelsi í um tólf af síðustu nítján árum. Fangelsisdómur yfir Suu Kyi fell- ur úr gildi 27. maí en undarlegt mál Bandaríkjamanns varð til þess að herforingjastjórn Búrma fékk átyllu til að halda henni fanginni fram yfir kosningar. LÍTIÐ er vitað um Bandaríkja- manninn John Yettaw sem var handtekinn eftir að hafa synt að húsi Aung San Suu Kyi og dvalið þar á laun í tvo daga. Yfirvöld í Búrma segja að Yettaw sé 53 ára og hafi komið til landsins sem ferðamaður í byrjun mánaðar- ins. Breska dagblaðið The Indep- endent segir að Yettaw sé fyrrver- andi hermaður og hafi barist í Víetnamstríðinu. Hermt er að hann sé að skrifa bók um mannréttinda- brot. Lögfræðingur Suu Kyi segir að Yettaw hafi áður brotist inn í hús hennar í desember en hún hafi sagt honum að fara þaðan tafarlaust. Í seinna skiptið hafi hann dvalið þar lengur og sofið á gólfinu í tvær næt- ur. „Þetta er allt honum að kenna,“ sagði lögfræðingurinn. „Hann er fífl.“ ÓBOÐINN GESTUR ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.