Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 3
Ritstj ómargrein Ekki er vafi á, að í seinni tíma sögubókum verður áratugurinn frá 2000 til 2010 talinn merkilegur í íslenskri sögu. Þar er fyrst að nefna, að þjóðin lenti á allsherjar eyðslufylleríi á góðæristíma þessara ára þótt flestir vilji nú gleyma þátttöku sinni í þeirri veislu núna. Almennt virðist fólk telja, að aðeins fáeinir útrásarvíkingar hafí valdið þjóðinni hinu mikla tjóni með óvarkárum ijárfestingum og íjármálasukki. Það er þó mála sannast, að auðvitað tók almenningur þátt í eyðslunni. Bæði var, að krónan var á mjög góðu gengi og erlendur varningur fékkst fyrir lítið, gnægð var af lánsfé í landinu og menn gengu rösklega til verka í að fá lánað til framkvæmda og eyðslu en skilja svo ekkert í því að þetta þurfí að borga og það með ijallháum vöxtum og gengistapi í ofanálag. Auðvitað ber almenningur einnig ábyrgð á því að hafa kosið til valda fólk sem ekki stóð sig í sfykkinu hvað varðaði reglugerðir um íjármálafyrirtæki og annan umbúnað í stjómsýslunni. Það er þó huggun harmi gegn, að hver einstakur gerði sér kannski ekki grein fyrir því hvemig komið var. I annan stað hafa jarðskjálftar gengið yfir landið og eldur hefur verið uppi, nú síðast í Eyjaíjallajökli með móðu og öskufalli. Ef trúa má Jóni Steingrímssyni sem taldi að Síðueldar og móðuharðindi hefðu komið upp vegna gjálífis og syndsamlegs lífernis landsmanna, má trúlegt telja að hann hefði álitið að sama ætti við núna. Við verðum þó að vona að þau vandræði sem af þessu hafa skapast leysist farsællega og er allt útlit fyrir að svo verði. Þess mun einnig minnst að forseti vor kallaði til atkvæðagreiðslu um lög sem samþykkt höfðu verið á Alþingi varðandi Icesavesamninginn og var hann kolfelldufr' í þeirri atkvæðagreiðslu. Sumir telja að þessi gjörningur forsetans hafi verið fyrsti vottur þess að um beint' lýðræði verði að ræða í landinu þ.e.a.s umdeildar ákvarðanir stjómvalda verði bom- ar undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Aðrir vilja meina að þessi gjömingur forsetans hafi einungis verið til að koma honum undan þeim vandræðum að hafa verið talinn helst til fylgi- spakur útrásarvíkingum. Hvað sem því líður er trúlega fagnaðarefni ef þátttaka almennings í ákvörðunum stjómvalda eykst og einnig má þakka fyrir ef gagnsæi í meðferð stjórnsýslunnar á hinum ýmsum málum verður meira eftir þessi ævintýri öll. Það kemur glögglega fram í skýrslu rannsóknamefndar Alþingis um orsakir hrunsins að viðbúnaður stjómvalda og viðbrögð við þeim áfollum sem urðu haustið 2008 vom öll í skötulíki og menn alls ekki búnir undir þann darraðardans og má því segja að hluti af því hvemig fór hafi verið því að kenna. I þessu ljósi er kannski ekki undarlegt þó margir hallist að þeirri skoðun að helsta styrking lýðræðis í landinu sé efling stjómsýslunnar og jafnvel reglugerðasetning frá Evrópusambandinu. Einnig hitt að hin örsmáa íslenska króna sem hefur minnkað í verðgildi meira en þúsundfalt, miðað við þá dönsku, á þeim tíma sem Island hefur verið sjálfstætt ríki þyrfti einhverja aðstoð frá stærri sjóðum til að hægt sé að treysta henni til verka. Öll þessi saga hefur leitt til þess að í þjóðfélaginu ríkir reiði og ýmsir hafa fyllst vanmætti vegna þeirra ytri atburða sem yfir hafa dunið. Viðbrögð við þvílíkum áföllum verða að vera sameiginleg niðurstaða þjóðarinnar um að takast á við þau vandamál sem við blasa og hætta að rífast um orsakir vandans en reyna að beina augum sínum að þeim lausnum sem helstar em til bjargar landi og lýð. Við verðum svo að leyfa dómstólum og ákæmvaldi að eiga við þá sem taldir em hafa brotið af sér og gera þeim hæfilega refsingu. Það er þó hollt að minnast þess að aðeins hefur verið um veraldlegar eignir að ræða og enginn hefur orðið fyrir stórkostlegu líkamstjóni í þeim hörmungum sem yfir hafa gengið. Nú hefur vetur verið með albesta móti og sumar hefur heilsað með blíðvirði. Lifum fyrir daginn í dag og reynum að leita lausna fyrir morgundaginn. Höfum þó gærdaginn í baksýnisspeglinum og reynum að læra af fenginni reynslu. P.S. 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.