Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 13
fullmóta hugmyndina fyrir næsta vetur. Aðalfundur Loga var haldinn 6. maí sl. Á fundinum gekk úr stjóm Oskar Guðmundsson og í hans stað var kosinn Rúnar Bjöm Guðmundsson. Á fundinum var einnig valinn, af stjóm, hestaíþróttamaður ársins 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt, en Ungmennafélag Biskupstungna gaf Loga glæsilegan útskorinn grip eftir Rönku í Kotinu, þegar Logi varð 50 ára á síðasta ári. Gripurinn er farandgripur og er það stjóm félagsins sem ákveður hver hlýtur hann ár hvert. Það var einróma álit stjómar að Hestaíþróttamaður ársins 2009 væri Dóróthea Ármann frá Friðheimum. Hún er vel að titlinum kominn og í mikilli sókn sem reiðmaður. Ég hef hér stiklað á því helsta sem Logafélagar hafa haft fyrir stafni undanfarin misseri. Framundan er sumarið með öllum sínum verkefnum enda mikil starfsemi hjá félaginu á sumrin. Stærsta hátíð hestamanna, Landsmót, verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði í sumar og eflaust mun Logi eiga sína fulltrúa þar. Það ber þó nokkum skugga á allt starf okkar hestamanna um þessar mundir. Ansi skæð hóstapest herjar á hrossastofninn. Enginn veit fyrir víst hvenær hún verður gengin yfír eða hvort öll þau hross sem stefnt er með á Landsmót hafi náð fullri heilsu fyrir þann tíma. Tíminn verður bara að leiða í ljós hver framvinda veikinnar verður, vonir standa til að hún hörfi með sumrinu. En margur hefur það sjálfsagt verr en að þurfa að glíma við kvef í hrossum og við hestamenn Bríet Erla Andrésdóttir að þrífa hnakk í Fellskoti. leggjumst ekkert í barlóm og væl heldur mætum tvíefld inn í sumarið og tökumst á við öll þau verkefni sem þar bíða. Gleðilegt sumar. Guðrím S. Magnúsdóttir Ráðning gátunnar á bls. 25: 1. Dagur 11. Hjörtur 2. Ketill 12. Egill 3. Kári 13. Valdimar 4. Már 14. Karl 5. Eiríkur 15. Hrafn 6. Reynir 16. Auðunn 7. Valur 17. Hreiðar 8. Steinar 18. Stígur 9. Hafliði 19. Ari 10. Páll 20. Hreinn ( r CBjarn afju c) ^ Brautarhóli - Biskupstungum S ) Bjamaþiið RevkfroCti Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga og sunnudaga 11:00 til 18:00 Allar almennar matvörur og olíur 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.