Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 4
ormannspisti Aðalfundir íþrótta- og aðaldeildar voru haldnir þann 7. apríl í Bergholti og voru vel sóttir. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru þar veittar viðurkenningar fyrir góða ástundun, árangur og framkomu í viðkomandi íþróttagrein. Ennfremur fengu íþróttakona og íþrótta- maður ársins bikara í viðurkenningarskyni. Vilborg Rún Guðmundsdóttir fyrir glæsilegan árangur í glímu og Jón Oskar Jóhannesson fyrir knattspyrnu. Oska ég þeim til hamingju með árangurinn. I ársskýrslunni gefur að líta hversu gróskumikið starfið er og hve margir leggja þar hönd á plóg við þau störf. Vík ég nú að viðburðum undanfarinna vikna, þ.e. hversu mjög við mennirnir erum lítils megnugir gagn- vart þeim ofurkröftum sem móðir náttúra sýnir í þeim eldsumbrotum sem nú standa yfir. Þetta er sú ógn sem samfélagið hefur staðið frammi fyrir í gegnum aldimar varðandi búsetu og afkomu fjölda fólks, þegar jarð- Ný stjórn Ungmennafélagsins heiðrar Guttorm jyrir vel unnin störf eldar hafa geisað með tilheyrandi öskufalli, hraun- rennsli og jökulleysingum yfir byggðir og ból. Það er ekki síst við slíkar kringumstæður sem við Islendingar sýnum mikla samkennd og hlýhug til þess fólks sem í slíkum erfiðleikum lendir. Eins og oft áður höfum við fylgst með þeirri miklu aðkomu björgunarsveitanna að verkefnum sem hafa komið upp sem afleiðingar af gosunum. Það er vissulega mikils virði allt það sjálf- boðastarf sem unnið er, t.d. innan björgunarsveitanna og annarra samtaka sem leggja mikið af mörkum til samfélagsins við þessar og ámóta aðstæður. Setjum okkur í spor þess fólks sem verður þessarar þjónustu aðnjótandi og fær með henni stuðning og styrk til að takast á við þann vanda sem að höndum ber. Við getum sem betur fer horft á fleiri þætti í okkar samfé- lagi þar sem sjálfboðastarf kemur með virkum hætti til sögunnar og er mér bæði ljúft og skylt að minnast á ungmennafélagshreyfinguna og ungmennafélögin vítt og breitt um land sem hafa með afgerandi hætti lyft grettistaki við uppbyggingu og samfélagsbætur á lið- inni öld og eiga vonandi eftir að gera um ókomin ár. A þessum yndislega tíma sem vorið er, þegar far- fuglamir flykkjast til landsins og boða hlýnandi veður, grænkandi haga og laufguð tré, vil ég minna á hollustu útiveru og hreyfmgar. Að lokum vil ég þakka öllum sem hafa komið að störfum fyrir Ungmennafélagið í stjórnum deilda og starfið allt. Nýjum formanni óska ég allra heilla í starfi, veit reyndar að hann þekkir starf ungmennafélagshreyf- ingarinnar mjög vel. Lesendum öllum óska ég gleðilegs sumars. Guttormur Bjarnason, fráfarandi formaöur apríl 2010 nefndir: Á aðalfundi var kosið Stjórn Ungmennafélagsins Helgi Kjartansson formaður Steinunn Lilja Heiðarsdóttir ritari Ingibjörg Sigurjónsdóttir, gjaldkeri Varamenn: Dagný Rut Grétarsdóttir Asborg Amþórsdóttir UMF. Biskupstungna 7. í eftirfarandi stjómir og Fulltrúi í þjóðhátíðarnefnd Steinunn Lilja Heiðarsdóttir Skógræktardeild Sigurjón Sæland fonnaður Ingimar Einarsson ritari Jens Pétur Jóhannsson gjaldkeri Hólmfríður Geirsdóttir Fulltrúar í rekstrarnefnd Helgi Kjartansson Steinunn Lilja Heiðarsdóttir varamaður íþróttavallarnefnd Helgi Guðmundsson formaður Þórarinn Þorfinnsson Rúnar Bjarnason Litli Bergþór 4 ________________ Útgáfunefnd Svava Theodórsdóttir formaður Skúli Sæland varaformaður Egill Hallgrímsson ritari Geirþrúður Sighvatsdóttir gjaldkeri Pétur Skarphéðinsson meðstjórnandi Skoðunarmaður Gylíi Haraldsson Skemmtinefnd unglinga Aslaug Alda Þórarinsdóttir Karítas Róbertsdóttir /^Hvemig^\ Jón Óskar Jóhannessoiy væri ég sem Hjalti Pétur Jakobsson l nefndarformaður? Guðbjöm Brynjólfsson Stjórn íþróttadeildar Agla Þyri Kristjánsdóttir fonnaður Ingibörg Einarsdóttir ritari Helga María Jónsdóttir gjaldkeri Varamenn: Rut Guðmundsdóttir Skúli Sæland

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.