Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 20
Atthagafræði Bláskógabyggðar í febrúar 2010 var vefurinn Átthagafræði Bláskógabyggðar opnaður formlega. Hann er hluti meistaraprófsverkefnis Öglu Snorradóttur í Vegatungu, frá menntavísindasviði Háskóla íslands. Meistaraprófsverkefnið skiptist í ijóra megin þætti og ijallar um það hvernig upplýsingatækni í grunnskóla og átthagar nemenda geta orðið uppspretta að lifandi verkefnum sem sett eru út á netið. Verkið nefnist Átthagafræði Bláskógabyggðar. Innleiðing upplýsingatækni og miðlunar í grunnskóla með umfjöllun um átthaga nemenda að leiðarljósi. Verkið er tvíþætt, annars vegar fræðileg ritgerð og hins vegar vefur með nemendaverkefnum, kennslu á þrjú forrit, tenglum á ýmislegt um upplýsingatækni og tenglum sem tengjast sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Verkefnið byggir á hugmyndum um átthagafræði og hugmyndum um kennslu í upplýsingatækni og nýtingu hennar í skólastarfi. Verkefnið miðar einkum að því að sinna nemendum og kennurum Grunnskóla Bláskógabyggðar. Á einfaldan hátt er hægt að yfirfæra verkefnið og nýta það staðfært fýrir aðra grunnskóla og/eða önnur sveitarfélög. Ástæður þess að höfúndur valdi að vinna þetta verkefni má rekja allt til ársins 2002 þegar höfundur fór á námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands. Námskeiðið var ætlað fullorðnum og hét Biskupstungur, land og saga - átthagafræði í ellefu hundruð ár. Þetta námskeið vakti áhugann á því að gefa nemendum í Grunnskóla Bláskógabyggðar tækifæri til að vinna verkefni um heimabyggðina með ýmsu móti. Síðar beindist áhugi höfundar að því að ná þeim markmiðum með hjálp upplýsingatækninnar og innleiðingu hennar í skólastarfí. Einnig að fá nemendur til að hugsa um það hvemig þeir setja efni fram fyrir miðil eins og netið. Höfundur verkefnisins hefur brennandi áhuga á því að grunnskólanemendur læri meira um eigin heimahaga og nýti þá þekkingu m.a. til að segja frá á opinberum vettvangi. Ritgerðin Ijallar um fræðilegar forsendur fýrir kennslu í upplýsingatækni og miðlun, miðlalæsi og sköpunarþörf. Fyrst og fremst er sjónum beint að því hvað getur komið sér vel fyrir nemandann í náminu og forsendum fýrir því að hann geti unnið verkefnin. Þá er litið til þess hvernig hægt væri að mæta þörfúm kennara varðandi endurmenntun og hvaða möguleikar eru fýrir hendi fýrir þá til að innleiða tæknina í almennt skólastarf. í ritgerðinni er einnig fjallað um hvemig hægt er að efla tengsl samfélags og skóla með upplýsingatæknina að leiðarljósi. Vefurinn ber yfirskiftina Átthagafræði Bláskógabyggðar og hefur fengið sitt eigið lén og er á vefslóðinni http://www. grblaskogabyggd.is/atthagafraedi. Hann birtir nemendaverkefni, forritakennslu fýrir bæði nemendur og kennara, ýmsa tengla fýrir kennslu og vísar á síður sem tengjast sveitarfélaginu. Þetta meistaraprófsverkefni miðar að því að tengja saman upplýsingatækni og miðlun annars vegar og hugmyndir um átthagafræðikennslu hins vegar. Með því er lagður grunnur að skólaþróunarverkefni sem getur vaxið og dafnað með tímanum fáist til þess svigrúm og stuðningur. Framtíðarsýnin er sú að þau verkefni sem nemendur vinna í grunnskólanum fari inn á þennan vef og í framtíðinni verði til safn verkefna um Bláskógabyggð sem nemendur í grunnskólanum hafa unnið. Einnig, að eftir því sem færni nemenda og kennara eykst og tæknin breytist, verði hægt að setja inn nýtt efni. Einnig má sjá framtíðarsýnina þannig að vefurinn verði andlit, eða eitt af andlitum, sveitarfélagsins út á við. Á vefnum væru þá upplýsingar byggðar á munnlegum heimildum íbúa og skráðum heimildum. Einnig vísanir í aðra vefi sveitarinnar hjá stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Þegar horft er enn lengra fram í tímann má sjá fýrir sér að vefurinn verði einnig á erlendum tungumálum og nýtist þá ferðamönnum. Þá má líka hugsa sér að, t.d., brottfluttir, ættingjar sveitunga og nýir íbúar sveitarfélagsins myndu hafa bæði gagn og gaman af því að fara inn á slíkan vef. Þetta verkefni er hugsað sem upphaf á ferli seni hægt væri að vinna áfram eftir að þessu verkefni er lokið fonnlega sem meistaraprófsverkefni. Þessar hugmyndir byggjast þó á því að vel takist til í upphafi og að þeir sem koma til með að vinna í skólanum hafi áhuga og trú á verkefninu. Að öðrum kosti fellur það um sjálft sig. Agla Snorradóttir Loftur (3)862 8812 Guömundur (3)899 9617 Guðmundar og Lofts » vgl@simnet.is 3102-3010 Viðgerðir á búvélum og öðrum tœkjum 1 landbúnaði. Bifvélaviðgerðir Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar - Framrúðuskipti - Smiðum háþrýstislöngur Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.