Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 25
syndir íjórði út með ströndum. Fátækur er fimmti talinn, fríður sjötti prýðir dalinn. Sjöundi oft í kúrir klettum, kemur áttundi í röð í stéttum. Níundi knálega sótti sjó. Sá tíundi fellir mó. Ellefti hratt um heiðar fer, hinn tólfti keyrslumaður er. Þrettándi er kenndur við kóng og haf, kemur hinn fjórtándi og gengur við staf. Fimmtándi byggði í hömrum hreiður, hinn sextándi er ríkur stálameiður. Seytjándi fínnst þar fuglar sofa, sá átjándi liggur heim að kofa. Nítjándi sést í sólarstaf, hinn tuttugasti er hvítur sem traf. Ráðning á bls. 13. Nokkur minningarorð um tíkina Tínu Hún Tína var fædd vorið 1998 í Ásmundarstaðanesi, rétt hjá Klúku, í Bjamarfirði á Ströndum. Svoleiðis var að Bjami var búinn að fá sér minkahund, þegar hann sá auglýsta tvo minkahundshvolpa í blaði. En það fylgdi bara farsímanúmer með auglýsingunni, svo hann vissi ekki hvar á landinu þeir voru. Hann hringdi í númerið og kona svaraði. Bjami byrjar á því að segja henni að hann langi í hvolpana en hann sé ekki vanur að kaupa hunda. Konan segir að það sé allt í lagi og að hann geti fengið þá gefins, en hann verði að sækja þá og segir honum hvar hún búi. Það kemur svolítið hik á Bjama en við ákváðum að slá til og taka okkur smá frí til þess að ná í hvolpana. Eftir verslunarmannahelgi lögðum við af stað, Gummi og Sirrý á Vatnsleysu komu með okkur. Þá var Egill Björn þeirra á fyrsta ári svo að hann og Tína vom jafngömul. Þetta var afskaplega fín ferð. (Væri efni í góða sögu, Bjarni sá draug og Gummi komst í góða veiði). Heim komust við með hvolpana og stækkuðu þeir fljótt. Sá svarti, Bassi, hefði getað orðið mikill veiðihundur, hann var snöggur og gat hlaupið rosalega hratt. En við höfðum ekki tök á að þjálfa hann svo við urðum að láta hann fara. Tína hændist fljótt að Bjama og vildi elta hann hvert sem hann fór. Þegar Bjarni var að vinna í búðinni sótti hún í að liggja fyrir utan dymar. Svo fann hún upp á því að laumast inn á bak við hurðina og leggjast þar þegar leiðinlegt veður var úti. Þegar hún var yngri þá var hún stundum leið á að bíða eftir að Bjami færi heim að gera eitthvað skemmtilegt, fór hún þá í rannsóknarferðir. Einu sinni laumaði hún sér upp í áætlunarrútuna, lagðist í aftursætið og fékk sér far niður að Brúará og í annað skipti fékk hún far með mjólkurbílnum út á Laugarvatn. Ætíð var hún blíð og góð og þótti gott að láta klappa sér og kjassa. Mörg börn hafa í gegnum árin heimtað að stoppa í Bjarnabúð til að heilsa upp á Tínu og verið súr ef hún var ekki við þegar þau komu. Stundum sáum við hana allt í einu laumast í burtu (voða laumuleg). Þá sá hún að lítill krakki var að koma sem hún þekkti og vissi að var harðhentur. Tína á góðri stimdu. Hún var þekkt víða, stundum þegar við hittum fólk þegar við vomm í bænum eða á ferðalögum og sögðum hvaðan við værum og hvar við ynnum, sagði fólk: „Já! Bjamabúð þar sem fallega tíkin er“. Einu sinni fékk Bjarni auka afslátt þegar hann var að kaupa járn í verslun á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að dætur mannsins sem var að afgreiða elskuðu Tínu. Að lokum ein saga af uppátækjum hennar Tínu. Hún var alltaf í bílskúrnum á nóttunni. Einhvern tíman að sumarlagi hafði hún verið sett inn í bílskúrinn en við ekki tekið eftir að bílskúrshurðin var ekki alveg lokuð svo Tína laumaði sér út um miðja nótt og út á tjaldstæði þar sem hún fann heilt lambslæri fyrir utan eitt tjaldið og laumaðist með það heim. Við fréttum þetta ekki fyrr en löngu seinna, menn héma í hverfinu sáu til hennar rogast með lærið og höfðu gaman af, en ég hugsa að tjaldbúunum hafi ekki þótt alveg eins gaman þegar þeir vöknuðu og ekkert var lærið til að borða. Hún Tina var orðin tuskuleg þegar liða tók á veturinn og nú í vor, rétt fýrir páska, rölti hún út í garð, lagði sig til svefns og vaknaði ekki aftur. Var hún svo jörðuð þar. Er hennar saknað af öllum en nú er dóttir hennar, hún Trítla, tekin við, en hún er jafn góð og blíð. Oddný Kr. Jósefsdóttir 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.