Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 17
Frá Kvenfélaginu Kvenfélag Biskupstungna óskar vinum og velunnurum nær og ijær gleðilegs sumars. Hjartans þakkir fyrir góðan vetur. Félagið telur nú 55 félaga og þar af eru sjö heiðursfélagar. Við höfum átt því láni að fagna að bjóða margar nýjar félagskonur velkomnar á undanfömum árum. Eru það ungar konur á öllum aldri sem bera með sér nýja og ferska strauma. Kvenfélaginu ættu því flestir vegir að vera færir, með ferskar og nýjar hugmyndir ungu kvennanna ásamt ómetanlegri reynslu og þekkingu þeirra sem eldri eru og hafa starfað fyrir félagið í áratugi. A aðalfundi félagsins, sem haldinn var 7. mars s.l., var fundarkonum afhent varagloss sem keypt hafði verið handa öllum félagskonum til styrktar átakinu „A allra vörum“. En það styrkti aó þessu sinni Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Þá var ákveðið að konur tækju sig saman og færa í sumarbústað yfir eina helgi. Tekinn var á leigu bústaður Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi, en þær eiga bústað á Gljúfri. Laugardaginn 24. apríl hélt Samband Sunnlenskra Kvenna ársfund sinn í Aratungu. Til stóð að hann yrði haldinn að Skógum þann sama dag, en vegna eldgoss og öskufalls var ákveðið að færa hann í Aratungu. Fundinn sóttu liðlega 60 konur víðsvegar að af Suðurlandi. Dagurinn hófst í Torfastaðakirkju þar sem sr. Egill Hallgrímsson tók á móti okkur með stuttri helgistund. Fundur var settur í Aratungu kl. 11 ^ 0g stóð til kl. 17-^. Þá var farið með hópinn í skoðunarferð í Skálholt i fylgd Drífu Kristjánsdóttur á Torfastöðum. I Skálholti tók Kristinn Ólason rektor á móti okkur og leiddi okkur í gegnum sýninguna um endurreisn Skálholts og síðan var gengið til kirkju. Þar fór hann yfir söguna með tilliti til þeirra kvenna sem mest áhrif hafa liaft, ekki einungis í Skálholti heldur í sögu kristninnar frá upphafi. Dagurinn endaði svo með kvöldvöku í Aratungu. Glatt á hjalla í bústadnum. Margrét Annie og Margrét Sverrís. Kvenfélagið Fjallkonan, A-Eyjafjöllum sá um skemmtiatriði ásamt Tungnakonum. Fulltrúar sveitarstjómar sátu kvöldvökuna og Margeir Ingólfsson oddviti bauð konur velkomnar til hátíðarkvöldverðar sem, samkvæmt hefðinni, var í boði sveitarfélagsins. Var hann framreiddur að hætti Guðbjöms Asgeirssonar, matráðs í Aratungu, en kvenfélagskonur höfðu séð um veitingar að deginum, með miklum glæsibrag. Það var okkur sönn ánægja að geta hlaupið undir bagga við þessar óvenjulegu aðstæður, þó undirbúningstíminn væri sannarlega ekki langur. En þama sannaðist hið fornkveðna að „margar hendur vinna létt verk“. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera þennan góða dag svo eftirminnilegan. Kvenfélaginu og sveitinni okkar til sóma. Margrét Baldursdóttir formaður Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsunr og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI GSM 899 9544 HEIMASÍMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.