Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 10
Frá Iþróttadeild Aðalfundur íþróttadeildar Umf. Bisk. 2008 var lialdinn í mars 2009 í Bergholti. Breytingar urðu á stjórn en Agla Þyri Kristjánsdóttir tók við gjaldkerastöðunni af Alice Petersen, Helga María Jónsdóttir sat áfram sem formaður og Ingibjörg Einarsdóttir tók við starfi ritara. Þegar líða tók á árið skiptu Agla Þyri og Helga María um sæti og er Agla nú formaður og Helga María gjaldkeri. Við þökkum íyrri stjórn til rnargra ára góð störf. Iþróttamenn ársins 2009, Jón Óskar Jóhannesson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir með viðurkenningar sínar. Árið 2009 var starf íþróttadeildar mjög öflugt og afar ijölbreytt eins og fyrri ár. Félagar gátu stundað fótbolta, handbolta, fímleika, körfubolta, glímu, skólahreysti og yngstu félagarnir voru duglegir að mæta í íþróttaskólann. Haustið 2009 var svo ákveðið að bæta inn sundæfmgum til reynslu og er það von okkar að við getum haldið þeim inni svo sem flestir fínni íþrótt við sitt hæfi í sveitarfélaginu. Æfingar eru að öllu jöfnu einu sinni til tvisvar í viku í hverri íþróttagrein í 45 - 90 mínútur í senn, allt eftir aldri iðkenda. Sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina var haldið í byrjun sumars og var þátttaka góð. Guðbjörg Bjarnadóttir sundkennari, er orðinn fastagestur hjá okkur og höfum við átt gott og farsælt samstarf við hana undanfarin ijögur ár. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að fá hana til okkar aftur sumarið 2010. Sumarið 2009 héldum við úti fótboltaæfmgum tvisvar í viku fyrir tvo aldurshópa og var Ásdís Viðarsdóttir að þjálfa þá hópa. Við hefðum gjaman viljað sjá meiri mætingu á þessar æfíngar en nokkrir drengir sækja æfingar á Selfoss og á Flúðir yfir sumartímann og nokkrir fara á æfrngar á Selfoss allan veturinn. Eflaust má sjá meiri grósku í boltanum sem og öðrum íþróttum með tilkomu brúarinnar yfir Hvítá nú í haust. Mér fínnst mikilvægt að geta þess að margir góðir þjálfarar koma að starfínu hjá okkur og allflestir em þeir með uppeldismenntun og/eða með próf frá Litli Bergþór 10 íþróttakennaraháskóla íslands. Það skilar okkur góðu starfí og félagar í Umf.Bisk njóta góðs af þeirra góðu þekkingu. Á liðnu ári réðust þjálfarar og stjórn félagsins í kaup á félagsgöllum frá Henson og er gaman að segja frá því að allt að 90% félagsmanna ijárfestu í galla. Landsbanki íslands í Reykholti styrkti félagsmenn um kaupin en gallarnir fengust á afar hagstæðu verði. Má segja að í grunnskólanum ríki nú hálfgerður skólabúningabragur þar sem allfestir nemendur skólans eiga galla. Tilnefnd til íþróttamanns ársins voru: Teitur Sœvarsson, Jón Óskar Jóhannesson, Rannveig Helgadóttir, Aron Mar- geirsson, Aslaug Alda Þórarinsdóttir, Margrét Guttorms- dóttir, Vilborg Rún Guðmundsdóttir og Smári Þorsteins- son. A myndina vantar Smára og í stað Teits er Marta Margeirsdóttir. Stjórn félagsins sótti um styrk til Menntamála- ráðuneytisins haustið 2009 til kaupa á tækjum íyrir félagsstarfið en ekki var unnt að verða við umsókn okkar að þessu sinni. Leikfélag okkar Tungnamanna bætti þá um betur og gaf Iþróttadeildinni hálfa milljón króna og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Þessi höfðinglega gjöf mun svo sannarlega nýtast í okkar góða starf. Takk leikfélagar. Að lokum tel ég nauðsynlegt að nefna íjárhagsstöðu félagsins. Helga María, gjaldkeri félagsins hefúr unnið ötullega að því að reyna að innheimta félagsgjöld sem fallin eru á gjalddaga fyrir löngu síðan. Nú hefur verið ákveðið að afskrifa allstóran hluta æfíngagjalda frá fyrri tíð og er það miður að ákveðinn hópur forráðamanna sjái sér ekki fært af einhverjum ástæðum að greiða fyrir íþróttaiðkun barna sinna þar sem æfmgagjöldin eru með lægsta móti hér í sveit. Er nú svo komið að við teljum að neita þurfí þeim börnum um að stunda æfingar ef forráðamenn greiða ekki æfingagjöldin. Haustið 2009 hækkuðum við æfingagjöldin umtalsvert en hvöttum um leið til þess að sem flestir myndu skrá sig í félagið og njóta þar af leiðandi góðs af ódýrari æfíngagjöldum. Þar að auki hvöttum við til þess að æfíngagjöldin yrðu greidd sem fyrst

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.