Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 8
miðvikudaginn 10. mars. Grunnskóli Bláskógabyggðar sendi sex nemendur. Garðar Guðmundsson, 9. bekk, sigraði í sínum árgangi og Þjóðbjörg Eiríksdóttir, 10. bekk, sömuleiðis, auk þess að vera með fullt hús stiga. þá varð Bjarni Sævarsson, 10. bekk, í 4.-10. sæti í keppninni. Jón Hjalti Eiríksson frá Gýgjarhólskoti keppti fyrir Menntaskólann að Laugarvatni í úrslitum landskcppni framhaldskóla í eðlisfræði og varð sjöundi. Skúli Sæland hélt fyrirlestur um heiðursmerki Skálholts í Skálholtsskóla 14. mars. Heiðar Ragnarsson í Neðri-Dal hélt námskeið á Geysi 26.-28. mars og 9.-11. apríl er hét „Heilsa, hreyfing og slökun.“ Félag eldri borgara í Biskupstungum sendi frá sér harðorð mótmæli vegna þess að eldri hreppamerkingar voru ijarlægðar við vegi af Bláskógabyggð. Félagið skoraði á sveitarfélagið að setja upp merkin aftur og viðhalda þannig sögu og menningararfi svæðisins. Guðni Karlsson, Inga Kristjánsdóttir og Kristófer A. Tómasson afhentu fyrir hönd ættinga Sigríðar Tómasdóttur (1871-1957) í Brattholti Byggðasafni Amesinga teikningasafn hennar. Hestamannafélagið Logi fékk æskulýðsbikar HSK 2009 fyrir framúrskarandi æskulýðsstarf afhentan 13. mars. Hélt það samkomu til að halda upp á þennan góða árangur 7. apríl í Reykholtsskóla. Hópur ungmenna úr Loga með œskulýðsbikar HSK. Árshátíð hestamannafélagsins Loga, Leikdeildar Umf. Bisk. og Kvenfélags Biskupstungna var haldin 20. mars en þá um nóttina hófst gos í Fimmvörðuhálsi. Pétur Pétursson hélt erindi í Skálholtsskóla 21. mars þar sern hann ijallaði um framtíð Skálholts og mikilvægi þess að koma upp öflugri kirkjumiðstöð og akademíu í helgisiðafræðum á staðnum. Ferðaþjónustuaðilar í Biskupstungum mættu á sameiginlega kynningu með fleiri aðilum við „Gullna hringinn“ í Ráðhúsi Reykjavíkur 23. mars. Mábil Gróa Másdóttir og Bjarki Hilmarsson kynntu Hótel Geysi, Dýrfinna Guðmundsdóttir og Alexandra Guttormsdóttir kynntu Skálholtsstað og Lára Ágústsdóttir kynnti Hótel Gullfoss. Síðast en ekki síst kynntu Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir aðstöðu sína á Friðheimum. íþróttadeild og aðaldeild UMF. Bisk. héldu aðalfund 7. apríl og lét Guttormur Bjamason þá af embætti formanns Ungmennafélagsins en í stað hans var Helgi Kjartansson valinn. Grunnskóli Bláskógabyggðar eignaðist grunnskólameistara í glímu 10. apríl þegar Gunnar Héðinn Brynjólfsson sigraði í 5. bekk Á sumardaginn fyrsta voru Sigrúnu Reynisdóttur og Ingólfi Guðnasyni á Engi veitt Hvatningarverð- launum garðyrkjunnar við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Barnakór Grunnskóla Bláskógabyggðar hélt tónleika í Skálholti undir stjóm Valgerðar Jónsdóttur í tilefni af sumardeginum fyrsta. Undirleikarar voru Jón Bjarnason organisti og Þórður Sævarsson gítarleikari. Sauðfjárræktarfélag Biskupstungna fór skemmtiferð um nærsveitir að skoða fé og ný Ijárhús. Lœramiklar Raftsdœtur frá Brúnastöðum. Helgina 14.-15. apríl var aðalfundur Sambands Sunnlenskra kvenna, SSK, haldinn í Aratungu. Átti að halda fundinn á Skógum undir Eyjaljöllum en hann var fluttur til vegna gossins í Lyjafjallajökli. Hreinn Oskarsson skógarvörður í Haukadal hlaut Uppsveitabrosið 2009 fyrir hönd Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. Þann 4. maí afhenti Búnaðarfélag Bláskógabyggðar Ragnari Braga Jóhannessyni og Vigdísi Kristjánsdóttur í Ásakoti afrekshorn félagsins fyrir framúrskarandi handverk. Menningarráð Suðurlands úthlutaði styrkjum fyrir árið 2010 til Gljásteins ehf., fyrirtækis Vilborgar Guðmundsdóttur og Lofts Jónasarsonar fyrir verkefnið „Á slóðum Reynistaðabræðra“, til Menningarmiðlun- ar ehf., íyrirtækis Aðalheiðar Helgadóttur og Skúla Sæland fyrir verkefnið „Kolgrímur kolagerðarmaður, hver var hann?“, og til Kaffí Kletts, fyrirtækis Steinunnar Bjarnadóttur, fyrir „Létt menningarkvöld á Klettinum“. I maí fóru 10. bekkingar í Grunnskólanum í áheitagöngu til að safna fyrir Danmerkurferð. Þau keyrðu hjólbörur frá skólanum í Reykholti, niður Biskupstungabraut og á Selfoss. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.