Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 9
10. bekkingar komnir á leiðarenda. Krakkarnir biðja Jyrir beslu þakkir til allra sem studdu þau í áheitagöngunni og til þeirra sem létu þvo bílana sína hjá þeim! Helgina 15.-16. maí var árlegur bílaþvottur nemenda og foreldra 10. bekkjar Grunnskóla Bláskóga- byggðar, gegn vægri þóknun, í Björgunarsveitarhúsinu í Reykholti til íjáröflunar fyrir Danmerkurferðina. Engla Café í eigu Margrétar Annie Guðbergsdóttur og Prjónasetur Garn.is í eigu Ingu Þyríar Kjartans- dóttur hófu starfsemi 8. maí í Bjarkarhóli sem er nýreist verslunarmiðstöð í eigu þeirrar síðamefndu. Haldin var formleg opnunarhátíð hússins 12. júní. Þ-listinn hélt framboðsfund í Aratungu 5. maí og Tjaldmiðstöðinni, Laugarvatni, fimmtudaginn 20. maí. T-listinn hélt framboðsfund 10. maí á Kaffi Kletti og degi síðar á Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni. Danskir nemar frá Hjalleskole í Odense komu í heimsókn til Grunnskóla Bláskógabyggðar líkt og gert hefur verið árlega í mörg ár. Þeir gistu á heimilum 10. bekkinga og fóru í skoðunarferðir. Heimför þeirra tafðist nokkuð vegna þess að flug féll niður af völdum eldgossins í Eyjaijallajökli. 10. bekkingar endurguldu heimsóknina í maí og tafðist heimför þeirra einnig lítillega vegna eldgossins. Guðmundur Indriðason á Lindarbrekku bauð sveitungum sínum að halda með sér upp á 95 ára afmæli sitt þann 15. maí. Við það tækifæri afhenti sýslumaður Árnesinga honum heiðursmerki Skálholts sem hann var sæmdur árið 1964 en fékk ekki í hendur þá. Þann 16. maí lauk sýningunni Endurreisn Skálholts í Skálholti. Þar standa yfir byggingarframkvæmdir því verið er að reisa sýningar- og söluskála sem ætlað er að verði opnaður í sumar. Hafín er endurhleðsla Þorláksbúðar í Skálholti og hefur verið stofnað félag um endurreisn hennar. Hilmar Örn Agnarsson fyrrum kórstjóri Skálholts- kórsins hélt upp á fímmtugsafmæli sitt 21. maí með þátttöku vina og fyrrum kórfélaga úr Tungunum, með tónleikum í Kristskirkju. Handverks- og sögusýning var haldin á Hótel Hvítá í Laugarási hvítasunnuhelgina, 22.-24. maí Á sama tíma var víkingahátíð í Reykholti þar sem félagar Rimmugýgs gistu tjaldstæðin í boði Kaffi Kletts og héldu sýningar fyrir gestkomandi. Lagðar hafa verið grasþökur meðfram þjóð- veginum í Laugarási og umhverfi hans snyrt. Settar hafa verið upp eftirlitsmyndavélar við aðkomuna í Laugarás og Reykholt. Sameiginlegur framboðsfundur T- og Þ-Iista var haldinn í Aratungu fimmtudagskvöldið 27. maí. Var húsfýllir mikil og málefnaleg umræða þar sem efstu menn listanna tókust á. Kjörfundur sveitastjórnarkosninga var haldinn í Reykholtsskóla 29. maí, var kjörsókn rétt rúm 82% og urðu úrslit þau að T-listinn hlaut meirihluta atkvæða, náði Qórum mönnum í sveitarstjóm á meðan Þ-listinn kom þremur að. Ólöf Brynjólfsdóttir á Heiði lést þann 27. maí s.l. Var útförin gerð frá Skálholti 5. júní og jarðað í Torfastaðakirkj ugarði. Bændur vikunnar 6.-12. júní á vefsíðunni Islenskt.is vom Sigurlaug Angantýsdóttir og Omar Sævarsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk ehf. í Laugarási. Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar var haldinn 14. júní. Þar var kosið í nefndir og ráð. Drífa Kristjánsdóttir var kjörin oddviti og samþykkt var að endurráða Valtý Valtýs- son sem sveitarstjóra. Sautjánda júní hátíðarhöld fóru fram með nokkuð hefðbundnu sniði í ágætis veðri í Reykholti. Skrúðganga var frá Bjamabúð upp að íþróttamiðstöð þar sem flutt var hátíðardagskrá. Helga María Jónsdóttir flutti ávarp ljallkonu og Dýrfinna Guðmundsdóttir frá Iðu flutti ávarp nýstúdents. Sigurvegari í ljósmyndasamkeppni 17. júní varMáté Molnár á Tjöm. Þema ársins var bleikt. Vöfflukaffi á vegum Unglingadeildar bj örgunarsveitarinnar, Greips, var í Aratungu á eltir og diskótek var Helga María Jónsdóttir haldið fyrir unga fólkið í ú Brekku, jjallkona. sundlauginni um kvöldið. 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.