Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 22
var Garðar til taks ef verið var í húsinu, hringlaði stóru lyklakippunni, lét sig aldrei vanta. Kvenfélagskonur voru oft í Aratungu, kringum þær snerist hann auðmjúkur, skjallaði þær og hrósaði þeim, oftast penn, í mesta lagi tvíræður, enda miklar dívur við að eiga. Þær elskuðu hann allar, enda ekki ástæða til annars. Þar voru uni tíma seldar veitingar fyrir erlenda hópa. Það voru sett upp leikrit, farið í rútu um allt Suðurland, með leiktjöld og allan útbúnað. Böllin í Aratungu voru víðfræg, þau gáfu mikið af sér, en vinnan var mikil. Það var vakað alla nóttina, Stenna uppi með drengina litla, húsið gekk í bylgjum af hávaða, svo daginn eftir, þá þurfti að þrífa. Eiríkur í Miklaholti var með ölsöluna, hann seldi meðal annars sjö upp og gingerale. Hann kom, daginn eftir böll, hreinsaði glerin fyrir utan og allt rusl, þá var allt í gleri, hvorki plast né ál, sorteraði í kassa, þetta voru peningar. Menn stóðu sína pligt í þá daga. Hreppsnefndin fundaði í Aratungu. Þá lagði Stenna á dúkað borð í stofunni, það var lágmark þrjár sortir, brauð og vöfflur eða pönnukökur með rjóma. Allt var þetta einhvemveginn svo sjálfsagt. Fyrstu árin þegar Garðar hafði ekki mjög mikið að gera, kenndi hann fólki að keyra bíl, þetta voru uppgrip, því bændur voru almennt að bílvæðast. Hann kenndi á Saab, það var drossía, drossíur áttu aðeins presturinn og Garðar. Bændur áttu jeppa. Ekki má gleyma drengjunum, Dodda og Hannesi. Við ætlum ekkert að segja frá því hverri Doddi ætlaði að giftast, vitum að það er viðkvæmt, Hannes ætlaði aftur á móti aldrei að giftast. Doddi var mikill heimspekingur, pældi í ótrúlegustu hlutum og talaði um sín trúnaðarmál, eftir á að hyggja var hann ekki svo miklu yngri en við, ekki nema átta til níu áram. Hann lék sér við Birkilundarstrákana, strákar voru ekki mjög mikið inni í þá daga, þeir voru úti í fótbolta eða eitthvað að stússa. Doddi var alltaf dúðaður, þeir oftast hálfberir. Hannes var brennuvargur, við ætlum ekki að tala um þegar hann kveikti í sænginni sinni, það hefði getað farið illa. Hann þurfti ekki mikið efni til að geta kveikt bál, strákurinn Hannes, nokkrir tómir sígarettupakkar út á plani eftir böll, það var fínn köstur. Hannes var með gleraugu á þessum tíma, þau voru alltaf límd saman. Hann hlustaði á Kaffibrúsakarlana, alltaf opin fyrir góðum brandara. Þessir strákar, fullorðnir, bera foreldrum sínum fagurt vitni. Elsku Stenna og Gæi. Margt kom til tals, þegar farið var að riíja upp árin okkar Ragnhildar í Aratungu, margt sem varla er hægt að hugsa um, enn í dag. Það hlýtur að hafa verið þrekraun íyrir ykkur að hafa okkur, reyndar aðra í einu, í vinnu, fæði og húsnæði, inni á heimilinu, allt árið um kring. Minna má nú leggja á fólk. En, það var einhvernveginn alltaf svo gaman að lifa. Til hamingju með daginn góðu hjón, að vanda er hátíð í bæ, gleðilega hátíð. Guðrún Steinunn Hárlaugsdóttir Ragnhildur Þórarinsdóttir Ur minningum og ljóðum eftir Einar Grímsson frá Neðra-Dal Gefið út í Reykjavík 1949 - Fyrri hluti Einar Grímsson varfœddur 19. ágúst 1887 að Þórarinsstöðum í Hrunamannahreppi. Hannflutti í Neðra-Dal árið 1914 og bjó þar til ársins 1942. Hann dó 16. desember 1950. Kona hans var Kristjana Kristjánsdóttir, fædd 24. ágúst 1886, dáin 22. maí 1963. Börn þeirra voru: Armann Kr. rithöfundur, Þorbergur Jón, Grímur, Arsœll Kristinn, Guðrún, Valdimar, Valdís, Oddgeir og Hólmfríður. Þorbergur Jón, eðaJón í Neðra-Dal, fæddist 18. janúar 1916 og dó 5. október 1993. Synir hans eru: Birgir Bjarndal, Grímur Bjarndal, Kristján Bjarndal, Einar Bjarndal, Heiðar Bjarndal, Þráinn Bjarndal sem nú býr í Miklaholti hér í Biskupstungum og Björn Bjarndal. Minningabrot Vorið 1881 byrjuðu foreldrar mínir búskap í Hlíð í Hrunamannahreppi. Þar fæddust tveir drengir. Annar þeirra dó fárra vikna gamall. Eftir tvö ár fluttu þau að Þórarinsstöðum í sömu sveit. Þar er ég fæddur 19. ágúst 1887. Móðir mín hét Valdís, fædd 21. desember 1853 að Tungufelli í Hrunamannahreppi, dóttir Bjama Jónssonar, er þar bjó lengi, og konu hans Katrínar Jónsdóttur frá Kópsvatni. Faðir minn var Grímur Einarsson, fæddur að Galtafelli 4. október 1848. Einar afi minn var fæddur að Berghyl 5. júlí 1816. Hann var 21 árs gamall, þegar hann fór sem fyrirvinna að Galtafelli til þáverandi ekkju Valdísar Grímsdóttur frá Skipholti. Valdís var gift Jóni Jónssyni frá Neistastöðum í Flóa og byrjuðu þau búskap þar, en fluttust að Galtafelli. Þeirra sonur var Grímur, er lengi bjó að Laugardalshólum í Laugardal. Hann fæddist 1. maí 1836, en Jón faðir hans deyr 24. maí 1836 þá 31 árs gamall. Eins og áður um getur þá fór Einar afi minn að Galtafelli sem fyrirvinna til Valdísar. Þau giftust 6. október 1837. Þá er hann 21 árs, en hún 23 ára. Þau eignuðust tvo sonu og hétu báðir Jón, en það er skiljanlegt, því Einar afi minn var Jónsson og fyrri maður Valdísar hét Jón. Jón eldri bjó að Laugum, en Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.