Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 12
Logafréttir Starf Hestamannafélagsins Loga er sem fyrr í miklum blóma. Vetrarstarfíð var með svipuðu sniði og fyrri ár. í upphafi árs kom æskulýðsnefndin með skemmtilega nýjung inn í starfið, en þá var farin Þrettándareið um Reykholtshverfíð. Riðið var og gengið, með kyndla og stjömuljós, frá Aratungu að Bergholti þar sem sungnir voru þrettándasöngvar fyrir alla velunnara Loga sem þar búa. Síðan var farið fylktu liði í Friðheima þar sem allir fengu heitt kakó og kökur og áttu saman góða stund. Skemmtileg viðbót þetta við starf félagsins og vonandi komið til að vera. Að venju voru haldin þrjú vetrarmót með nágrönnum okkar í Hestamannafélaginu Trausta og voru þau í febrúar, mars og apríl. Mótin í febrúar og apríl voru haldin í Hrísholti, en eins og svo oft áður var veðrið að stríða okkur í mars. Mikil bleytutíð var og ekki hægt að nota völlinn í Hrísholti. Það vom Trausta félagar sem sáu um mótið i mars og var það ákvörðun þeirra að halda það í Ölfushöllinni. Öll tókust mótin með ágætunr og hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikil þátttaka í öllum flokkum. Vilborg Rún með œskulýðsskjöldinn Feyki, sem er farandgripur, gjöf Jóhanns Björns Oskarssonar og skorinn út af Siggu á Grund. Að kvöldi 20. mars var svo haldin sameiginleg árshátíð Loga, Kvenfélags Biskupstungna og leikdeildar UMF.Bisk. Er þetta í þriðja sinn sem þessi félög skemmta sér saman og hefur það tekist með miklum ágætum. Þann 13. mars var haldið sameiginlegt töltmót Loga, Trausta og Smára í reiðhöllinni á Flúðum. Mótið var hin besta skemmtun og ágætis þátttaka hjá öllum félögum. Þennan sama dag var árlegt HSK-þing haldið á Þingborg. Logi sendir alltaf tvo fulltrúa á þingin og að þessu sinni voru það þeir Jóhann B. Óskarsson og Ólafur Asbjömsson sem voru fulltrúar félagsins. Ekki fóm þeir félagar erindisleysu í Flóann, því Logi fékk Æskulýðsbikar HSK sem veittur er ár hvert því félagi innan HSK sem þykir skara fram úr í bama- og unglingastarfi. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning og hvatning fyrir þau félög sem hljóta þau hverju sinni og verða vonandi til þess að hvetja okkur til enn frekari dáða í starfínu. Nokkrir Logafélagar tóku þátt í mótaröð sem farið var af stað með í Flúðahöllinni í vetur, og hlaut nafnið Uppsveitadeildin. Mótin voru hugsuð til að afla reiðhöllinni tekna og tókust þau með ágætum. Það voru nokkrir framtakssamir Hreppamenn sem áttu hugmyndina að þessu og mótuðu fýrirkomulag og reglur fyrir mótin. Að mótunum loknum sáu þeir sem að þeim stóðu að ýmislegt má betrumbæta, og verður væntanlega farið í það á næstu misserum að Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Dórothea Armann, hestaíþróttamaður ársins og Katrín Rut Sigurgeirsdóttir. Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.