Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 18
Líflegt starf í Lionsklúbbnum Geysi Á undanfornum misserum hefur Lionsklúbburinn Geysir notið meðbyrs og starfið verið þróttmikið. Talsvert hefur fjölgað í klúbbnum og telur hann nú 19 félaga og hafa menn almennt verið mjög virkir í félagsstarfinu. Síðustu árin hafa fjáröflunarleiðir klúbbsins breyst nokkuð. 1 fyrsta lagi hefur hann gefið út símaskrá á tveggja ára fresti. Nú er þessi skrá gefin út í stærra upplagi en áður því hún nær yfir stærra svæði, það er að segja alla Bláskógabyggð. I öðru lagi er það orðinn árviss liður, að félagsmenn hreinsa meðfram vegum í Biskupstungum fyrir Vegagerðina, vegalengd sem nemur um 60 kílómetrum. Sú útivera hefúr reynst vel bæði fyrir líkama og sál klúbbfélaga. Hér má sjá nýjustu meðlimi klúbbsins: Örn, Svein og Þorfinn ásamt Bjarna formanni. Nýjasta leið klúbbsins til að afla ljár er hagyrðingamót, og var það haldið í Aratungu í annað sinn í lok október síðastliðnum. Það hefúr notið mikilla vinsælda bæði heimamanna og annarra. Allar líkur eru á að samkoma af slíku tagi verði haldin á vegum klúbbsins á næstkomandi hausti en væntanlega þó með eitthvað breyttu sniði. Klúbburinn hefur lagt fé til margra góðra samfélagsmála. Þar má nefna tækjakaup til heilsugæslu, barnaskóla og slökkviliðs. Á síðasta ári var líknarfélaginu Bergmáli á Sólheimum í Grímsnesi afhent peningaupphæð til heimilis sem félagið rekur þar fyrir langveika. Sjóður sem er sameiginlegur líknarsjóður Lionsklúbba, kvenfélaga og Rauða krossins á Suðurlandi hefur einnig notið framlags frá klúbbnum, en úthlutað er úr þeim sjóði til bágstaddra, einkum fyrir jól. I byrjun ársins lagði Litli Bergþór 18 klúbburinn framlag til hjálparstarfs á Haiti eftir hörmungar jarðskjálftanna er þar riðu yfir. Þá er klúbburinn um þessar mundir að undirbúa kaup á öryggismyndavélum, sem ætlaðar eru til öryggis íyrir gesti íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti og vonandi jafnframt til aukinnar hagræðingar fyrir starfsfólk hennar. Giaðbeittir við landgrœðslustörf á Rótarmannatorfum, ritarinn Guðmundur og gjaidkerinn Hilmar. Síðastliðið vor tóku félagar í Lionsklúbbnum land á framanverðum afrétti Tungnamanna í sína umsjá, nánar tiltekið í Rótarmannatorfum. Þar voru settar niður birkiplöntur í talsverðu magni og ætlunin er að það verði árlegur liður í landgræðslustarfi klúbbsins. Þetta verkefni tengist alþjóðlegum umhverfisdegi Lionshreyfingarinnar sem er í byrjun júní ár hvert. Ákveðið er að gróðursetningardagur klúbbsins verði framvegis fyrsti laugardagur í júní ár hvert. Fundir klúbbsins eru að öllu jöfnu haldnir fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði. Mikil áhersla er lögð á að hafa fundina skemmtilega og eru fyrirlesarar fengnir á að minnsta kosti annan hvern fund. Á þessu starfsári hafa eftirtaldir aðilar heimsótt klúbbinn og flutt fróðleg erindi: Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, Einar Á. E. Sæmundsen í Reykholti, starfsmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum, Örn Erlendsson frá Dalsmynni nú búsettur í Lindatungu, en hann er fyrrum ráðsmaður Árbæjarsafns og er nú félagi okkar i Lionsklúbbnum. Hann sagði frá ábúendum í Árbæ. Sr. Gylfi Jónsson, fýrrum rektor í Skálholti, heimsótti einnig klúbbinn en hann var aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins árið 1987 og fyrsti formaður hans. Þá eru og haldnir sameiginlegir fúndir öðru

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.