Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 23
Jón yngri að Reykjadal í sömu sveit. Valdís að Galtafelli dó af barnsburði 12. júlí 1844. Þá fór til afa míns Margrét Grímsdóttir frá Skipholti. Rúmu ári seinna giftust Einar og Margrét. Það var 6. nóvember 1845. Þau eignuðust tvo sonu. Annar þeirra var faðir minn, en hinn var Þorsteinn, er lengi bjó að Höfða í Biskupstungum. Einar föðurafi minn og Katrín, amma mín í móðurætt, voru systkin, böm Jóns Einarssonar hreppstjóra og dannebrogsmanns í Kópsvatni. Hann var fæddur að Berghyl 18. október 1791, dáinn að Kópsvatni 25. ágúst 1855. Hans faðir var Einar, fæddur í Skipholti 1757, dáinn að Kópsvatni 28. september 1826. Faðir Einars var Jón Jónsson, hreppstjóri í Skipholti, fæddur á þeim bæ 1729, dáinn að Skipholti 8. desember 1800. Eins og áður um getur bjuggu foreldrar mínir að Þórarinsstöðum. Sumarið 1890 liggur faðir minn rúmfastur og deyr 25. september um haustið. En Einar afí minn deyr að Laugum 2. nóvember 1890, og var því ekki nema rúmur mánuður á milli þeirra feðga. Þetta sama haust fæddi móðir mín barn sitt tveim vikum eftir að faðir minn dó. Þá voram við systkinin fimm og hið elsta níu ára. Veturinn 1890-91 munu hafa verið erfiðar ástæður hjá móður minni. En um vorið 1891 fór til hennar Guðmundur Jónsson frá Syðra-Seli. Þau giftust það sama vor og bjuggu á Þórarinsstöðum, en seinna að Jötu í tvö ár og þá að Kópsvatni. Þau eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra dó fárra vikna gamalt. A Kópsvatni dó móðir mín 25. september 1923. Sama vorið sem móðir mín giftist aftur, eða 1891, var ég tekinn til uppfósturs að Laugum af föðurbróður rnínurn Jóni eldra og konu hans Þorbjörgu Einarsdóttur. Það var efnað heimili og myndarlegt í alla staði, margt hjúa en fátt af börnum, aðeins Ingibjörg dóttir þeirra hjóna, hún var á sama aldri og ég, og Einar, sem var níu árum eldri en ég. Hann var frá íyrra hjónabandi Jóns. Fyrri kona hans var Ingibjörg, systir Jóns, er lengi bjó að Hellisholtum. Þau hjón áttu þrjá drengi, en tveir dóu ungir, báðir úr barnaveiki. I byrjun veikinnar var Einari komið íyrir á öðrum bæ, og var það talið að hafi orðið honum til lífs. Það fyrsta sem ég starfaði á Laugum, var ljárhirðing bæði sumar og vetur. Það var féð sem ég hafði mest ánægju af. Eg var ungur þegar ég íyrst fór að geta gefið á lambhúsi, þó það yrði að bera heyið til lambanna. Lambhúsin vora þrjú, í einu vora 10 lömb, öðru 20 og því þriðja 30. í þá daga vora ekki heyhlöður nema við ljárhúsin sem voru úti um hagana. Þær hlöður voru nefndar kuml. Sunnan til við Gildurhagann var fjárhús fyrir eldri ærnar, sem nefnt var Stekkjatún. Kringum húsið var túnblettur sem gaf af sér 30 hestburði af töðu og var sú taða öll gefm ánum. Þar var einnig fjárrétt, og æmar reknar þar að til rúnings og mörkunar. Lömbin voru borin úr réttinni og í húsið og lokuð þar inni yfír nóttina, það var nefnt að stía. Ærnar voru svo úti yfír nóttina, þær héldu sig í kringum húsið, því þær heyrðu lömbin jarma þar inni. I þá daga var fært frá ánum sem sagt á hverjum bæ í sveitinni. A Laugum voru venjulega 60 ær í kvíum en orðið kvíar er til orðið vegna þess að negldir voru Kristjana Kristjánsdóttir og Einar Grímsson. saman flekar eða grindur, sem svo voru bundnir saman, svo að úr varð fjárrétt. I þessari fjárrétt voru ærnar mjólkaðar. Kvíarnar voru hafðar á sléttri flöt, og færðar til kvölds og morgna. Dag þann sem færa átti frá var vandlega smalað, lömbin voru borin úr réttinni og inn í húsið og heft með þar til gerðum ullarhöftum, því það átti að reka þau fjögurra til fimm kílómetra leið í höftunum upp í Stekkjartún að Jötu sem er næsti bær fyrir ofan Laugar. Allt heimilisfólkið var við lambareksturinn, því það var bæði seinlegt og erfitt verk og oft þurfti að hvíla þau, því þau mæddust fljótt og fleygðu sér niður af mæði. Þegar búið var að koma þeim inn í ljárhúsið að Jötu voru þau tekin úr höftunum og morguninn eftir var þeim hleypt saman við lambarekstra, sem komu sunnan að, og að því búnu voru þau rekin til afréttar. Fyrst lengi eftir fráfærur voru æmar látnar liggja inni í húsi um nætur. Húsið var mokað út á degi hverjum og borinn í það fjallamosi, sem fluttur var heim að húsinu fyrir fráfærur. Vinnukonurnar fóru til skiptis með ærnar á morgnana kl. fjögur og pössuðu þær fram að mjaltatíma. Þá tók ég við ánum og sat hjá þeim eins og það var nefnt, þótt ekki mætti nú oft sitja. Margt sumarið var tekinn piltur úr sjávarplássi til að passa með mér ærnar því það var helzt ekki hægt fyrir einn. Við sátum hjá ánum á milli mála og á kvöldin áður en þær voru látnar inn í hús. Úr ljóðum Einars A leið milli fjárhúsa. Það var vetur, frost og fönn, ijúk og kuldaveður. Kári snjóinn keyrði í hrönn kynngi afli meður. Eg var sendur út á hjam, átti fé að sinna. Eg var lítill, ég var bam, ætlað þó að vinna. Aður en vissi að mig bar þar átti ég leið að fara, fugl í hjarni fastur var, frosinn milli skara. 23 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.